Sjómenn við skyldustörf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 07:00 Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun