Innlent

Auka samstarf í kjaramálunum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, Halldór Halldórsson og Bjarni Benediktsson.
Dagur B. Eggertsson, Halldór Halldórsson og Bjarni Benediktsson. Mynd/Fjármálaráðuneytið
Ríki og sveitarfélög hafa skrifað undir samkomulag um aukið samstarf opinberra vinnuveitenda í kjaramálum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, skrifuðu undir samkomulagið á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga á miðvikudag.

„Samkomulagið er til tveggja ára og litið er á það sem nokkurs konar tilraunaverkefni,“ segir á vef Samtaka íslenskra sveitarfélaga.

Samkvæmt samkomulaginu er sett á laggir kjaramálaráð, sem hefur það hlutverk að vera ríki og sveit ráðgefandi og stuðla að samhæfingu við gerð kjarasamninga.

Fjórir sitja í ráðinu, einn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einn fulltrúi Reykjavíkur og tveir fulltrúar fjármála- og efnahagsráðherra.

Þá er gert ráð fyrir samráðsvettvangi, sem jafnvel geti sett á fót sameiginlegt samningateymi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×