Skortur á úrræðum fyrir börn 17. apríl 2015 07:00 Íris Stefánsdóttir segir að þekkingarmiðstöð væri góð fyrir aðstandendur. Fréttablaðið/Vilhelm „Staðan er yfirleitt þannig að þegar vandamál er stórt þurfa foreldrar að nota alla orku sína í að hlúa að fjölskyldunni og hafa ekki burði til að leita að þeirri þjónustu sem er í boði. Þarna fengi fólk í þessari stöðu hjálp til að þræða kerfið og finna úrræði fyrir börnin sín,“ segir Íris Stefánsdóttir, stjórnarkona í Olnbogabörnum, samtökum aðstandenda unglinga með áhættuhegðun. Hópur þroskaþjálfanema við Háskóla Íslands hefur undanfarið verið að vinna að þróunarverkefni sem snýr að því að stofna ráðgjafar- og þekkingarmiðstöð fyrir börn og ungmenni með tví- og fjölþættan vanda. Íris segir að þekkingarmiðstöð sem þessi myndi vera mjög góð fyrir fjölskyldur þessara barna. „Þetta er þróunarverkefni hjá þroskaþjálfanemum sem eru að útskrifast í vor. Það byrjaði sem hluti af námskeiði í skólanum en okkur langaði að þróa meðferðarúrræði fyrir fyrir þessi börn,“ segir Anna Sveinsdóttir, einn nemendanna sem standa að verkefninu. Börn með tví- og fjölþættan vanda hafa bæði einhvers konar greiningu, eins og til dæmis einhverfugreiningu, og eru í neyslu. Anna segir víða pott brotinn í úrræðum fyrir þessi börn og að það vanti heildstæða sýn yfir þau. „Draumurinn er að stofna miðstöð þar sem fólk getur komið og leitað til okkar. Við myndum vera gagnabanki og hafa upplýsingar um hvað er búið að gera og hvað er hægt að gera. Hver einstaklingur fengi ráðgjafa hjá okkur sem sæi um öll hans mál.“ Anna segir að markmiðið sé að laga úrræðin að einstaklingnum því það sé oft svo að allir séu settir undir sama hatt. Hún ítrekar að sömu úrræði henti ekki öllum. „Eins viljum við vera stuðningur fyrir foreldra og fjölskyldur barnanna. Það er oft svo að börnin fara í meðferð og svo er litið svo á að þau séu tilbúin að fara heim, en fjölskylduaðstæður eru ekkert skoðaðar. Það vantar lengri eftirfylgni.“ Verkefnið er enn þá á hugmyndastiginu en nemendurnir hafa sótt um styrk fyrir því hjá Startup Reykjavík. „Við höfum kynnt verkefnið meðal annars í Götusmiðjunni og hjá Olnbogabörnum og allir hafa tekið vel í þetta. Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður hefur meðal annars sýnt þessu mikinn áhuga og kynnt verkefnið fyrir okkur.“ATH: Í dag (ekki næsta föstudag eins og stóð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar) munu Anna og samnemendur hennar kynna verkefnið á nemaþingi útskriftarnema í þroskaþjálfafræðum. Þingið fer fram í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
„Staðan er yfirleitt þannig að þegar vandamál er stórt þurfa foreldrar að nota alla orku sína í að hlúa að fjölskyldunni og hafa ekki burði til að leita að þeirri þjónustu sem er í boði. Þarna fengi fólk í þessari stöðu hjálp til að þræða kerfið og finna úrræði fyrir börnin sín,“ segir Íris Stefánsdóttir, stjórnarkona í Olnbogabörnum, samtökum aðstandenda unglinga með áhættuhegðun. Hópur þroskaþjálfanema við Háskóla Íslands hefur undanfarið verið að vinna að þróunarverkefni sem snýr að því að stofna ráðgjafar- og þekkingarmiðstöð fyrir börn og ungmenni með tví- og fjölþættan vanda. Íris segir að þekkingarmiðstöð sem þessi myndi vera mjög góð fyrir fjölskyldur þessara barna. „Þetta er þróunarverkefni hjá þroskaþjálfanemum sem eru að útskrifast í vor. Það byrjaði sem hluti af námskeiði í skólanum en okkur langaði að þróa meðferðarúrræði fyrir fyrir þessi börn,“ segir Anna Sveinsdóttir, einn nemendanna sem standa að verkefninu. Börn með tví- og fjölþættan vanda hafa bæði einhvers konar greiningu, eins og til dæmis einhverfugreiningu, og eru í neyslu. Anna segir víða pott brotinn í úrræðum fyrir þessi börn og að það vanti heildstæða sýn yfir þau. „Draumurinn er að stofna miðstöð þar sem fólk getur komið og leitað til okkar. Við myndum vera gagnabanki og hafa upplýsingar um hvað er búið að gera og hvað er hægt að gera. Hver einstaklingur fengi ráðgjafa hjá okkur sem sæi um öll hans mál.“ Anna segir að markmiðið sé að laga úrræðin að einstaklingnum því það sé oft svo að allir séu settir undir sama hatt. Hún ítrekar að sömu úrræði henti ekki öllum. „Eins viljum við vera stuðningur fyrir foreldra og fjölskyldur barnanna. Það er oft svo að börnin fara í meðferð og svo er litið svo á að þau séu tilbúin að fara heim, en fjölskylduaðstæður eru ekkert skoðaðar. Það vantar lengri eftirfylgni.“ Verkefnið er enn þá á hugmyndastiginu en nemendurnir hafa sótt um styrk fyrir því hjá Startup Reykjavík. „Við höfum kynnt verkefnið meðal annars í Götusmiðjunni og hjá Olnbogabörnum og allir hafa tekið vel í þetta. Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður hefur meðal annars sýnt þessu mikinn áhuga og kynnt verkefnið fyrir okkur.“ATH: Í dag (ekki næsta föstudag eins og stóð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar) munu Anna og samnemendur hennar kynna verkefnið á nemaþingi útskriftarnema í þroskaþjálfafræðum. Þingið fer fram í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira