Velheppnuð skuldaleiðrétting Sigurður Már Jónsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Fá eða engin stærri verkefni á vegum stjórnvalda hafa gengið jafn vel á undanförnum áratugum og leiðrétting fasteignaveðlána. Í stað margra ára fums og fáts við endurútreikning lána eftir hrun hefur framkvæmd og útfærsla leiðréttingarinnar verið farsæl og skjót og áætlanir hafa gengið eftir. Nú er lokið samþykktarferli þeirra 105 þúsund umsækjenda sem fengu útreikning sinn birtan í desember 2014 og af þeim samþykktu 99,4%. Kostnaður við leiðréttinguna verður sá sami og reiknað var með í upphafi og engin óvænt útgjöld hafa komið upp í ferlinu. Niðurstöður um 3,9% umsókna á eftir að birta, m.a. í tilfellum dánarbúa, þeirra sem uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða þeim tilfellum þar sem vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Stefnt er að því að þessu verki verði lokið á vormánuðum. Heildarkostnaður við leiðréttingu fasteignaveðlána var áætlaður um 85 milljarðar króna. Þar af næmi kostnaður af niðurfærslu lána 80 milljörðum og áætlað tekjutap Íbúðalánasjóðs vegna aðgerðarinnar næmi um 5 milljörðum kr. yfir nokkurra ára tímabil. Á móti kæmi að lánasafn Íbúðalánasjóðs batnar verulega samhliða leiðréttingunni, sem kallar á minni afskriftir sjóðsins í framtíðinni og bætir þar af leiðandi stöðu hans. Þá er gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur heimila lækki umtalsvert þegar fram líða stundir vegna lægri höfuðstóls og betri eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna greiðslu vaxtabóta muni lækka samtals um 2,5 ma.kr. á nokkurra ára tímabili vegna þessa. Fjármögnun leiðréttingarinnar hefur verið tryggð sem meðal annars má rekja til hækkunar bankaskatts og þess að slitabú föllnu fjármálafyrirtækjanna eru ekki lengur undanskilin honum. Áhyggjur þeirra sem óttuðust að leiðréttingin leiddi til þenslu hafa ekki gengið eftir. Þvert á móti hafa þau yfirlýstu markmið leiðréttingarinnar náðst, að bæta eiginfjárstöðu heimilanna án þess að stefna í hættu efnahagsstöðugleikanum sem er forsenda hagsældar og framfara. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að: Eiginfjárstaða 54 þúsund fjölskyldna styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekkert yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Við fullnýtingu leiðréttingarinnar geta lán lækkað um eða yfir 20%. Ráðstöfunartekjur þeirra sem fullnýta leiðréttinguna aukast um 17% á ári á árunum 2015-2017. Leiðréttingin er eitt skref í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta hag heimilanna í landinu og á næstunni munu frekari aðgerðir verða sýnilegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fá eða engin stærri verkefni á vegum stjórnvalda hafa gengið jafn vel á undanförnum áratugum og leiðrétting fasteignaveðlána. Í stað margra ára fums og fáts við endurútreikning lána eftir hrun hefur framkvæmd og útfærsla leiðréttingarinnar verið farsæl og skjót og áætlanir hafa gengið eftir. Nú er lokið samþykktarferli þeirra 105 þúsund umsækjenda sem fengu útreikning sinn birtan í desember 2014 og af þeim samþykktu 99,4%. Kostnaður við leiðréttinguna verður sá sami og reiknað var með í upphafi og engin óvænt útgjöld hafa komið upp í ferlinu. Niðurstöður um 3,9% umsókna á eftir að birta, m.a. í tilfellum dánarbúa, þeirra sem uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða þeim tilfellum þar sem vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Stefnt er að því að þessu verki verði lokið á vormánuðum. Heildarkostnaður við leiðréttingu fasteignaveðlána var áætlaður um 85 milljarðar króna. Þar af næmi kostnaður af niðurfærslu lána 80 milljörðum og áætlað tekjutap Íbúðalánasjóðs vegna aðgerðarinnar næmi um 5 milljörðum kr. yfir nokkurra ára tímabil. Á móti kæmi að lánasafn Íbúðalánasjóðs batnar verulega samhliða leiðréttingunni, sem kallar á minni afskriftir sjóðsins í framtíðinni og bætir þar af leiðandi stöðu hans. Þá er gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur heimila lækki umtalsvert þegar fram líða stundir vegna lægri höfuðstóls og betri eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna greiðslu vaxtabóta muni lækka samtals um 2,5 ma.kr. á nokkurra ára tímabili vegna þessa. Fjármögnun leiðréttingarinnar hefur verið tryggð sem meðal annars má rekja til hækkunar bankaskatts og þess að slitabú föllnu fjármálafyrirtækjanna eru ekki lengur undanskilin honum. Áhyggjur þeirra sem óttuðust að leiðréttingin leiddi til þenslu hafa ekki gengið eftir. Þvert á móti hafa þau yfirlýstu markmið leiðréttingarinnar náðst, að bæta eiginfjárstöðu heimilanna án þess að stefna í hættu efnahagsstöðugleikanum sem er forsenda hagsældar og framfara. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að: Eiginfjárstaða 54 þúsund fjölskyldna styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekkert yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Við fullnýtingu leiðréttingarinnar geta lán lækkað um eða yfir 20%. Ráðstöfunartekjur þeirra sem fullnýta leiðréttinguna aukast um 17% á ári á árunum 2015-2017. Leiðréttingin er eitt skref í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta hag heimilanna í landinu og á næstunni munu frekari aðgerðir verða sýnilegar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar