Velheppnuð skuldaleiðrétting Sigurður Már Jónsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Fá eða engin stærri verkefni á vegum stjórnvalda hafa gengið jafn vel á undanförnum áratugum og leiðrétting fasteignaveðlána. Í stað margra ára fums og fáts við endurútreikning lána eftir hrun hefur framkvæmd og útfærsla leiðréttingarinnar verið farsæl og skjót og áætlanir hafa gengið eftir. Nú er lokið samþykktarferli þeirra 105 þúsund umsækjenda sem fengu útreikning sinn birtan í desember 2014 og af þeim samþykktu 99,4%. Kostnaður við leiðréttinguna verður sá sami og reiknað var með í upphafi og engin óvænt útgjöld hafa komið upp í ferlinu. Niðurstöður um 3,9% umsókna á eftir að birta, m.a. í tilfellum dánarbúa, þeirra sem uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða þeim tilfellum þar sem vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Stefnt er að því að þessu verki verði lokið á vormánuðum. Heildarkostnaður við leiðréttingu fasteignaveðlána var áætlaður um 85 milljarðar króna. Þar af næmi kostnaður af niðurfærslu lána 80 milljörðum og áætlað tekjutap Íbúðalánasjóðs vegna aðgerðarinnar næmi um 5 milljörðum kr. yfir nokkurra ára tímabil. Á móti kæmi að lánasafn Íbúðalánasjóðs batnar verulega samhliða leiðréttingunni, sem kallar á minni afskriftir sjóðsins í framtíðinni og bætir þar af leiðandi stöðu hans. Þá er gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur heimila lækki umtalsvert þegar fram líða stundir vegna lægri höfuðstóls og betri eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna greiðslu vaxtabóta muni lækka samtals um 2,5 ma.kr. á nokkurra ára tímabili vegna þessa. Fjármögnun leiðréttingarinnar hefur verið tryggð sem meðal annars má rekja til hækkunar bankaskatts og þess að slitabú föllnu fjármálafyrirtækjanna eru ekki lengur undanskilin honum. Áhyggjur þeirra sem óttuðust að leiðréttingin leiddi til þenslu hafa ekki gengið eftir. Þvert á móti hafa þau yfirlýstu markmið leiðréttingarinnar náðst, að bæta eiginfjárstöðu heimilanna án þess að stefna í hættu efnahagsstöðugleikanum sem er forsenda hagsældar og framfara. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að: Eiginfjárstaða 54 þúsund fjölskyldna styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekkert yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Við fullnýtingu leiðréttingarinnar geta lán lækkað um eða yfir 20%. Ráðstöfunartekjur þeirra sem fullnýta leiðréttinguna aukast um 17% á ári á árunum 2015-2017. Leiðréttingin er eitt skref í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta hag heimilanna í landinu og á næstunni munu frekari aðgerðir verða sýnilegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fá eða engin stærri verkefni á vegum stjórnvalda hafa gengið jafn vel á undanförnum áratugum og leiðrétting fasteignaveðlána. Í stað margra ára fums og fáts við endurútreikning lána eftir hrun hefur framkvæmd og útfærsla leiðréttingarinnar verið farsæl og skjót og áætlanir hafa gengið eftir. Nú er lokið samþykktarferli þeirra 105 þúsund umsækjenda sem fengu útreikning sinn birtan í desember 2014 og af þeim samþykktu 99,4%. Kostnaður við leiðréttinguna verður sá sami og reiknað var með í upphafi og engin óvænt útgjöld hafa komið upp í ferlinu. Niðurstöður um 3,9% umsókna á eftir að birta, m.a. í tilfellum dánarbúa, þeirra sem uppfylla ekki skilyrði til leiðréttingar eða þeim tilfellum þar sem vandkvæði eru við að tengja heimilissögu eða lán við umsækjendur. Stefnt er að því að þessu verki verði lokið á vormánuðum. Heildarkostnaður við leiðréttingu fasteignaveðlána var áætlaður um 85 milljarðar króna. Þar af næmi kostnaður af niðurfærslu lána 80 milljörðum og áætlað tekjutap Íbúðalánasjóðs vegna aðgerðarinnar næmi um 5 milljörðum kr. yfir nokkurra ára tímabil. Á móti kæmi að lánasafn Íbúðalánasjóðs batnar verulega samhliða leiðréttingunni, sem kallar á minni afskriftir sjóðsins í framtíðinni og bætir þar af leiðandi stöðu hans. Þá er gert ráð fyrir að vaxtagreiðslur heimila lækki umtalsvert þegar fram líða stundir vegna lægri höfuðstóls og betri eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna greiðslu vaxtabóta muni lækka samtals um 2,5 ma.kr. á nokkurra ára tímabili vegna þessa. Fjármögnun leiðréttingarinnar hefur verið tryggð sem meðal annars má rekja til hækkunar bankaskatts og þess að slitabú föllnu fjármálafyrirtækjanna eru ekki lengur undanskilin honum. Áhyggjur þeirra sem óttuðust að leiðréttingin leiddi til þenslu hafa ekki gengið eftir. Þvert á móti hafa þau yfirlýstu markmið leiðréttingarinnar náðst, að bæta eiginfjárstöðu heimilanna án þess að stefna í hættu efnahagsstöðugleikanum sem er forsenda hagsældar og framfara. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að: Eiginfjárstaða 54 þúsund fjölskyldna styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekkert yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Við fullnýtingu leiðréttingarinnar geta lán lækkað um eða yfir 20%. Ráðstöfunartekjur þeirra sem fullnýta leiðréttinguna aukast um 17% á ári á árunum 2015-2017. Leiðréttingin er eitt skref í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta hag heimilanna í landinu og á næstunni munu frekari aðgerðir verða sýnilegar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun