Er ekki vitlaust gefið? Páll Valur Björnsson skrifar 7. apríl 2015 00:01 Allir þurfa þak yfir höfuðið, er stundum sagt. Það er svo sjálfsagt í okkar kalda landi að það ætti ekki þurfa að taka það fram og svo stendur líka skýrum stöfum í íslensku stjórnarskránni að allir skuli njóta friðhelgi heimilis. En hvernig er þetta hjá okkur? Samkvæmt nýjum upplýsingum sem hagdeild Landsbankans hefur tekið saman hefur raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 12,4% á síðustu 12 mánuðum. Líklegt er því að leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði hafi hækkað álíka mikið. Ég er ekki sérstaklega mikill reiknishaus en mér sýnist samkvæmt þessu að íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostaði u.þ.b. 30 milljónir króna fyrir einu ári kosti nú um 33 milljónir og sex hundruð þúsund krónur. Verðmæti hennar hefur því aukist um 3,6 milljónir króna á einu ári. Sá sem hefur átt svona íbúð hefur m.ö.o. fengið sem nemur um 300 þúsund krónum á hverjum mánuði undanfarið ár vegna þessarar verðhækkunar. Og þá er ekki tekið með í reikninginn það sem ætla má að eigandi íbúðarinnar hafi fengið vegna svonefndrar „skuldaleiðréttingar“ ríkisstjórnarinnar. En eins og kunnugt er ákvað ríkisstjórnin að taka u.þ.b. 80 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum okkar allra og skipta þeim milli þeirra sem áttu íbúðarhúsnæði. Þeir sem ekkert húsnæði eiga fengu hins vegar ekki neitt af þeim milljörðum. Þó eiga þeir ríkissjóð með öðrum þeim sem í þessu landi búa og greiða til hans skatta og skyldur eins og lög gera ráð fyrir. Hversu margir af þeim sem lægstu launin hafa skyldu vera í hópi þeirra sem lítið eða ekkert eiga og ríkisstjórnin taldi því óverðuga að fá svolítið af þessum 80 milljörðum? Er það ekki fólkið sem kallar á að lágmarkslaun þeirra verði 300 þúsund á mánuði. Hvernig skyldi því ganga að kaupa eða leigja íbúð; að koma sér þaki yfir höfuðið? En 300 þúsund krónur á mánuði er einmitt sama fjárhæð og 30 milljóna króna íbúðin á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í verði á hverjum mánuði síðastliðið ár samkvæmt útreikningum Landsbankans. Sjávarútvegur hefur, sem betur fer gengið vel að undanförnu. Hann hefur skilað eigendum sjávarútvegsfyrirtækja og stjórnendum þeirra miklum arði og góðum launum. Það er auðvitað mjög gleðilegt að vel skuli ganga að skapa arð og græða peninga. Við, þjóðin, sem eigum þessa auðlind saman veitum þessum aðilum sem þessi fyrirtæki reka einkarétt til þess að veiða og vinna verðmæti úr henni. Hvað finnst okkur um það að þessir sömu aðilar sem hafa þennan einkarétt skuli ekki borga þeim sem vinna í landvinnslunni að lágmarki 300 þúsund krónur í mánaðarlaun? Er ekki augljóst að hér er vitlaust gefið? Mér finnst það! Mér finnst það vera til háborinnar skammar fyrir eigendur útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslustöðva og stjórnendur þeirra. Og ekki bara þá. Mér, sem einum af eigendum fiskveiðiauðlindarinnar, finnst þetta vera til skammar fyrir mig; fyrir okkur öll, þjóðina alla. Ég vil að þessu verði strax breytt og að arðinum sem verður til í sjávarútvegi við nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar verði skipt með eðlilegri og sanngjarnari hætti þannig að allir þeir sem starfa við að skapa þann arð fái fyrir það laun sem duga til að koma sér þaki yfir höfuðið. Geti keypt eða leigt húnsæði og þannig komið sér upp heimili fyrir sig og börnin sín og notið þar þeirrar friðhelgi sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Erum við landsmenn allir, sem eigendur fiskveiðiauðlindarinnar ekki sammála um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Allir þurfa þak yfir höfuðið, er stundum sagt. Það er svo sjálfsagt í okkar kalda landi að það ætti ekki þurfa að taka það fram og svo stendur líka skýrum stöfum í íslensku stjórnarskránni að allir skuli njóta friðhelgi heimilis. En hvernig er þetta hjá okkur? Samkvæmt nýjum upplýsingum sem hagdeild Landsbankans hefur tekið saman hefur raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 12,4% á síðustu 12 mánuðum. Líklegt er því að leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði hafi hækkað álíka mikið. Ég er ekki sérstaklega mikill reiknishaus en mér sýnist samkvæmt þessu að íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostaði u.þ.b. 30 milljónir króna fyrir einu ári kosti nú um 33 milljónir og sex hundruð þúsund krónur. Verðmæti hennar hefur því aukist um 3,6 milljónir króna á einu ári. Sá sem hefur átt svona íbúð hefur m.ö.o. fengið sem nemur um 300 þúsund krónum á hverjum mánuði undanfarið ár vegna þessarar verðhækkunar. Og þá er ekki tekið með í reikninginn það sem ætla má að eigandi íbúðarinnar hafi fengið vegna svonefndrar „skuldaleiðréttingar“ ríkisstjórnarinnar. En eins og kunnugt er ákvað ríkisstjórnin að taka u.þ.b. 80 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum okkar allra og skipta þeim milli þeirra sem áttu íbúðarhúsnæði. Þeir sem ekkert húsnæði eiga fengu hins vegar ekki neitt af þeim milljörðum. Þó eiga þeir ríkissjóð með öðrum þeim sem í þessu landi búa og greiða til hans skatta og skyldur eins og lög gera ráð fyrir. Hversu margir af þeim sem lægstu launin hafa skyldu vera í hópi þeirra sem lítið eða ekkert eiga og ríkisstjórnin taldi því óverðuga að fá svolítið af þessum 80 milljörðum? Er það ekki fólkið sem kallar á að lágmarkslaun þeirra verði 300 þúsund á mánuði. Hvernig skyldi því ganga að kaupa eða leigja íbúð; að koma sér þaki yfir höfuðið? En 300 þúsund krónur á mánuði er einmitt sama fjárhæð og 30 milljóna króna íbúðin á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í verði á hverjum mánuði síðastliðið ár samkvæmt útreikningum Landsbankans. Sjávarútvegur hefur, sem betur fer gengið vel að undanförnu. Hann hefur skilað eigendum sjávarútvegsfyrirtækja og stjórnendum þeirra miklum arði og góðum launum. Það er auðvitað mjög gleðilegt að vel skuli ganga að skapa arð og græða peninga. Við, þjóðin, sem eigum þessa auðlind saman veitum þessum aðilum sem þessi fyrirtæki reka einkarétt til þess að veiða og vinna verðmæti úr henni. Hvað finnst okkur um það að þessir sömu aðilar sem hafa þennan einkarétt skuli ekki borga þeim sem vinna í landvinnslunni að lágmarki 300 þúsund krónur í mánaðarlaun? Er ekki augljóst að hér er vitlaust gefið? Mér finnst það! Mér finnst það vera til háborinnar skammar fyrir eigendur útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslustöðva og stjórnendur þeirra. Og ekki bara þá. Mér, sem einum af eigendum fiskveiðiauðlindarinnar, finnst þetta vera til skammar fyrir mig; fyrir okkur öll, þjóðina alla. Ég vil að þessu verði strax breytt og að arðinum sem verður til í sjávarútvegi við nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar verði skipt með eðlilegri og sanngjarnari hætti þannig að allir þeir sem starfa við að skapa þann arð fái fyrir það laun sem duga til að koma sér þaki yfir höfuðið. Geti keypt eða leigt húnsæði og þannig komið sér upp heimili fyrir sig og börnin sín og notið þar þeirrar friðhelgi sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Erum við landsmenn allir, sem eigendur fiskveiðiauðlindarinnar ekki sammála um það?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar