Er ekki vitlaust gefið? Páll Valur Björnsson skrifar 7. apríl 2015 00:01 Allir þurfa þak yfir höfuðið, er stundum sagt. Það er svo sjálfsagt í okkar kalda landi að það ætti ekki þurfa að taka það fram og svo stendur líka skýrum stöfum í íslensku stjórnarskránni að allir skuli njóta friðhelgi heimilis. En hvernig er þetta hjá okkur? Samkvæmt nýjum upplýsingum sem hagdeild Landsbankans hefur tekið saman hefur raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 12,4% á síðustu 12 mánuðum. Líklegt er því að leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði hafi hækkað álíka mikið. Ég er ekki sérstaklega mikill reiknishaus en mér sýnist samkvæmt þessu að íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostaði u.þ.b. 30 milljónir króna fyrir einu ári kosti nú um 33 milljónir og sex hundruð þúsund krónur. Verðmæti hennar hefur því aukist um 3,6 milljónir króna á einu ári. Sá sem hefur átt svona íbúð hefur m.ö.o. fengið sem nemur um 300 þúsund krónum á hverjum mánuði undanfarið ár vegna þessarar verðhækkunar. Og þá er ekki tekið með í reikninginn það sem ætla má að eigandi íbúðarinnar hafi fengið vegna svonefndrar „skuldaleiðréttingar“ ríkisstjórnarinnar. En eins og kunnugt er ákvað ríkisstjórnin að taka u.þ.b. 80 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum okkar allra og skipta þeim milli þeirra sem áttu íbúðarhúsnæði. Þeir sem ekkert húsnæði eiga fengu hins vegar ekki neitt af þeim milljörðum. Þó eiga þeir ríkissjóð með öðrum þeim sem í þessu landi búa og greiða til hans skatta og skyldur eins og lög gera ráð fyrir. Hversu margir af þeim sem lægstu launin hafa skyldu vera í hópi þeirra sem lítið eða ekkert eiga og ríkisstjórnin taldi því óverðuga að fá svolítið af þessum 80 milljörðum? Er það ekki fólkið sem kallar á að lágmarkslaun þeirra verði 300 þúsund á mánuði. Hvernig skyldi því ganga að kaupa eða leigja íbúð; að koma sér þaki yfir höfuðið? En 300 þúsund krónur á mánuði er einmitt sama fjárhæð og 30 milljóna króna íbúðin á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í verði á hverjum mánuði síðastliðið ár samkvæmt útreikningum Landsbankans. Sjávarútvegur hefur, sem betur fer gengið vel að undanförnu. Hann hefur skilað eigendum sjávarútvegsfyrirtækja og stjórnendum þeirra miklum arði og góðum launum. Það er auðvitað mjög gleðilegt að vel skuli ganga að skapa arð og græða peninga. Við, þjóðin, sem eigum þessa auðlind saman veitum þessum aðilum sem þessi fyrirtæki reka einkarétt til þess að veiða og vinna verðmæti úr henni. Hvað finnst okkur um það að þessir sömu aðilar sem hafa þennan einkarétt skuli ekki borga þeim sem vinna í landvinnslunni að lágmarki 300 þúsund krónur í mánaðarlaun? Er ekki augljóst að hér er vitlaust gefið? Mér finnst það! Mér finnst það vera til háborinnar skammar fyrir eigendur útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslustöðva og stjórnendur þeirra. Og ekki bara þá. Mér, sem einum af eigendum fiskveiðiauðlindarinnar, finnst þetta vera til skammar fyrir mig; fyrir okkur öll, þjóðina alla. Ég vil að þessu verði strax breytt og að arðinum sem verður til í sjávarútvegi við nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar verði skipt með eðlilegri og sanngjarnari hætti þannig að allir þeir sem starfa við að skapa þann arð fái fyrir það laun sem duga til að koma sér þaki yfir höfuðið. Geti keypt eða leigt húnsæði og þannig komið sér upp heimili fyrir sig og börnin sín og notið þar þeirrar friðhelgi sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Erum við landsmenn allir, sem eigendur fiskveiðiauðlindarinnar ekki sammála um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Allir þurfa þak yfir höfuðið, er stundum sagt. Það er svo sjálfsagt í okkar kalda landi að það ætti ekki þurfa að taka það fram og svo stendur líka skýrum stöfum í íslensku stjórnarskránni að allir skuli njóta friðhelgi heimilis. En hvernig er þetta hjá okkur? Samkvæmt nýjum upplýsingum sem hagdeild Landsbankans hefur tekið saman hefur raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 12,4% á síðustu 12 mánuðum. Líklegt er því að leiguverð fyrir íbúðarhúsnæði hafi hækkað álíka mikið. Ég er ekki sérstaklega mikill reiknishaus en mér sýnist samkvæmt þessu að íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostaði u.þ.b. 30 milljónir króna fyrir einu ári kosti nú um 33 milljónir og sex hundruð þúsund krónur. Verðmæti hennar hefur því aukist um 3,6 milljónir króna á einu ári. Sá sem hefur átt svona íbúð hefur m.ö.o. fengið sem nemur um 300 þúsund krónum á hverjum mánuði undanfarið ár vegna þessarar verðhækkunar. Og þá er ekki tekið með í reikninginn það sem ætla má að eigandi íbúðarinnar hafi fengið vegna svonefndrar „skuldaleiðréttingar“ ríkisstjórnarinnar. En eins og kunnugt er ákvað ríkisstjórnin að taka u.þ.b. 80 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum okkar allra og skipta þeim milli þeirra sem áttu íbúðarhúsnæði. Þeir sem ekkert húsnæði eiga fengu hins vegar ekki neitt af þeim milljörðum. Þó eiga þeir ríkissjóð með öðrum þeim sem í þessu landi búa og greiða til hans skatta og skyldur eins og lög gera ráð fyrir. Hversu margir af þeim sem lægstu launin hafa skyldu vera í hópi þeirra sem lítið eða ekkert eiga og ríkisstjórnin taldi því óverðuga að fá svolítið af þessum 80 milljörðum? Er það ekki fólkið sem kallar á að lágmarkslaun þeirra verði 300 þúsund á mánuði. Hvernig skyldi því ganga að kaupa eða leigja íbúð; að koma sér þaki yfir höfuðið? En 300 þúsund krónur á mánuði er einmitt sama fjárhæð og 30 milljóna króna íbúðin á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í verði á hverjum mánuði síðastliðið ár samkvæmt útreikningum Landsbankans. Sjávarútvegur hefur, sem betur fer gengið vel að undanförnu. Hann hefur skilað eigendum sjávarútvegsfyrirtækja og stjórnendum þeirra miklum arði og góðum launum. Það er auðvitað mjög gleðilegt að vel skuli ganga að skapa arð og græða peninga. Við, þjóðin, sem eigum þessa auðlind saman veitum þessum aðilum sem þessi fyrirtæki reka einkarétt til þess að veiða og vinna verðmæti úr henni. Hvað finnst okkur um það að þessir sömu aðilar sem hafa þennan einkarétt skuli ekki borga þeim sem vinna í landvinnslunni að lágmarki 300 þúsund krónur í mánaðarlaun? Er ekki augljóst að hér er vitlaust gefið? Mér finnst það! Mér finnst það vera til háborinnar skammar fyrir eigendur útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslustöðva og stjórnendur þeirra. Og ekki bara þá. Mér, sem einum af eigendum fiskveiðiauðlindarinnar, finnst þetta vera til skammar fyrir mig; fyrir okkur öll, þjóðina alla. Ég vil að þessu verði strax breytt og að arðinum sem verður til í sjávarútvegi við nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar verði skipt með eðlilegri og sanngjarnari hætti þannig að allir þeir sem starfa við að skapa þann arð fái fyrir það laun sem duga til að koma sér þaki yfir höfuðið. Geti keypt eða leigt húnsæði og þannig komið sér upp heimili fyrir sig og börnin sín og notið þar þeirrar friðhelgi sem stjórnarskráin mælir fyrir um. Erum við landsmenn allir, sem eigendur fiskveiðiauðlindarinnar ekki sammála um það?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar