Innlent

Skrifuðu undir nýjan samning

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda FF og FS skrifa undir nýjan samning.
Hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda FF og FS skrifa undir nýjan samning. Mynd/KÍ
Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning vegna ríkisrekinna framhaldsskóla á að vera lokið eigi síðar en 15. þessa mánaðar. Fulltrúar Kennarasambands Íslands (KÍ) og samninganefndar ríkisins skrifuðu undir samninginn í gærmorgun.

Félagsmenn Félags framhaldsskólakennara (FF) og Félags stjórnenda (FS) í ríkisreknum framhaldsskólum felldu í febrúar samkomulag um nýtt vinnumat og þar með voru samningar þeirra lausir.

„Könnun meðal félagsmanna leiddi hins vegar í ljós að 76 prósent þeirra voru fylgjandi því að gengið yrði á ný til samninga á grundvelli vinnumatsins,“ segir í tilkynningu KÍ.

Þar er haft eftir Guðríði Arnardóttur, formanni FF, að nýtt samkomulag sé í helstu atriðum líkt hinu fyrra, en nú sé búið að jafna mun á milli greina, styrkja ramma utan um ráðningarhlutföll og tryggja að sýnidæmi vinnumats gildi sem lágmarksviðmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×