Er Fjallkonunni nú ætlað að selja blíðu sína? Einar Guðmundsson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Fjallkonan er fagurt tákn óspilltrar íslenskrar náttúru. Tákn um þá ómældu gestrisni og blíðu, sem þjóðin hefur notið af landi sínu gegnum aldirnar. Náttúrupassi er hugmynd sem gengur út á að Fjallkonan selji blíðu sína. Gestrisni er okkur Íslendingum í blóð borin. Menn tjölduðu gjarnan því sem til var svo að gestinum liði sem best meðan á heimsókn stóð. Fátækir Íslendingar gáfu hér áður fyrr af því litla sem til var af fæðu og viku jafnvel úr rúmi fyrir gestum. Stoltið lá í að gesturinn færi sem ánægðastur og bæri gestgjöfum gott orð. Nú er svo komið í sögu þjóðarinnar að ákveðinn hópur manna fær dollaramerki í augun þegar von er á gestum og lítur á gesti þjóðarinnar sem „auðlind“, sem skila skuli hámarks arði. Mjólka skal hvern gest eins og hægt er og fátækir og auralitlir námsmenn, gjarnan kallaður bakpokalýður, því ekki sérlega velkomnir. Þessi dollarasækni hópur verður æ háværari og jafnframt átakanlegri. Margir fella tár þegar þeir heyra hvað á að gera dýra og volduga göngustíga við náttúruperlur landsins. Klósett og sjoppur við hvern foss? Krafan er gjald fyrir umgengni á landareign í eigu ríkis og einkaaðila. Svo óheppilega vill til fyrir þjóðina að ekki má mismuna fólki, þannig að Íslendingar þurfa sjálfir að greiða aðgangseyri að eigin náttúru. Þetta er hins vegar engan veginn óheppilegt fyrir þá dollarasæknu, því þeir fá meira í budduna. Margt hefur verið ritað um vandkvæði þess að hinir dollarasæknu stjórni aðgengi að náttúru Íslands um alla framtíð. Ekki er hér meiningin að endurtaka það, heldur hnykkja á nokkrum atriðum: 1. Er það svo að þjóðin sættir sig við að eigandi t.d. eldfjalls eins og Eyjafjallajökuls, eða eldstöðvar eins og Kersins, geti hirt allan gróða, en þjóðnýtt síðan tapið ef viðkomandi „eign“ fer að gjósa? Á eigandi fljóts að hirða allan gróða, en velta því yfir á almenning ef „eignin“ (fljótið) flæðir yfir bakka sína og veldur skaða? Er ekki víðtæk skaðabótaskylda hér sjálfsögð? Hvað ef eignin veldur truflun á flugsamgöngum. Skyldu flugfélög hafa áhuga á að leita réttar síns hjá landeigendum, eða þá farþegarnir? 2. Hvort eru það meiri náttúruspjöll a) að gras, mosi, grjót og mold séu niðurtroðin af mannavöldum og jafnvel með tilheyrandi for í rigningu, eða b) byggður sé innheimtuskúr, inngangshlið, menn í einkennisbúningum með bauka á ferðinni ónáðandi fólk og önnur slík tákn andstæð óspilltri náttúru? 3. Nú er það svo að umhyggja fyrir umhverfinu fer vaxandi hjá ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum. Hversu mikið hafa landeigendur lagt í það að leiðbeina fólki um hvernig umgengni þeir vildu sjá? Hafa landeigendur prufað að biðja um frjáls framlög til styrktar átroðnum svæðum, eða sjálfboðaliða til viðhaldsaðgerða? 4. Hefur verið hugað að því hvort væntanlegur aðgangseyrir fari yfirleitt í aðgerðir á þeim svæðum sem rukkað er fyrir? Eða verður rukkað og svo sukkað, svona 2007-dæmi? Er nokkuð sem hindrar að um innheimtuna verði stofnuð félög, sem auðvitað greiði arð, hvort sem framkvæmdir eru miklar eða litlar? Mun innheimtan leggjast af þegar svæðin eru orðin vel í stakk búin til að taka við fjölda ferðamanna, eða er komið á kerfi sem mun vara um aldur og ævi og börn og barnabörn okkar aldrei kynnast frjálsri íslenskri náttúru? Og þarf svo ekki að hækka verðið reglulega? Það verður auðvitað að fylgja verðlagi, þótt framkvæmdirnar geri það ekki endilega, eða mun einhver fylgjast með því að svo sé? 5. Hefur þjóðin hugsað það til enda ef landeigendur um allt land fara að rukka hver annan og almenning fyrir eðlilega umgengni um íslenska náttúru? Er ekki alltaf hægt að tala um slit, álag og þörf á uppbyggingu? Munu landlausir borgar- og bæjarbúar krefjast borgarpassa fyrir landeigendur, því auðvitað er álag og slit í bæjum eins og annars staðar? 6. Eðlilegast er að sveitarfélögin hafi yfirumsjón með náttúruperlum á sínu svæði. Þar býr fólkið, sem þekkir best til. Náttúruperlurnar eru hluti af gæðum þess að búa í viðkomandi sveitarfélagi. Margir fleiri í sveitarfélögunum hafa tekjur af sókn í náttúruperlur en bara landeigendurnir sjálfir. Því er eðlilegast að sveitarfélögin kosti viðhald og framkvæmdir á sínu svæði í nánu samráði við landeigendur. Sveitarfélögin geta skipulagt sjálfboðaliðastarf til viðgerða á svæðum, sem þurfa viðhald. Sveitarfélögin eigi síðan kost á að sækja í sjóði, sem ríkið hefur sett til þess arna. Hvernig ríkið safnar í þann sjóð er svo annað mál. Þannig yrði tryggt að auðmenn muni ekki ráða umferð um landið um aldur og ævi. Fjallkonan er stolt tákn um fegurð og frelsi íslenskrar náttúru. Nú er heiður hennar í veði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fjallkonan er fagurt tákn óspilltrar íslenskrar náttúru. Tákn um þá ómældu gestrisni og blíðu, sem þjóðin hefur notið af landi sínu gegnum aldirnar. Náttúrupassi er hugmynd sem gengur út á að Fjallkonan selji blíðu sína. Gestrisni er okkur Íslendingum í blóð borin. Menn tjölduðu gjarnan því sem til var svo að gestinum liði sem best meðan á heimsókn stóð. Fátækir Íslendingar gáfu hér áður fyrr af því litla sem til var af fæðu og viku jafnvel úr rúmi fyrir gestum. Stoltið lá í að gesturinn færi sem ánægðastur og bæri gestgjöfum gott orð. Nú er svo komið í sögu þjóðarinnar að ákveðinn hópur manna fær dollaramerki í augun þegar von er á gestum og lítur á gesti þjóðarinnar sem „auðlind“, sem skila skuli hámarks arði. Mjólka skal hvern gest eins og hægt er og fátækir og auralitlir námsmenn, gjarnan kallaður bakpokalýður, því ekki sérlega velkomnir. Þessi dollarasækni hópur verður æ háværari og jafnframt átakanlegri. Margir fella tár þegar þeir heyra hvað á að gera dýra og volduga göngustíga við náttúruperlur landsins. Klósett og sjoppur við hvern foss? Krafan er gjald fyrir umgengni á landareign í eigu ríkis og einkaaðila. Svo óheppilega vill til fyrir þjóðina að ekki má mismuna fólki, þannig að Íslendingar þurfa sjálfir að greiða aðgangseyri að eigin náttúru. Þetta er hins vegar engan veginn óheppilegt fyrir þá dollarasæknu, því þeir fá meira í budduna. Margt hefur verið ritað um vandkvæði þess að hinir dollarasæknu stjórni aðgengi að náttúru Íslands um alla framtíð. Ekki er hér meiningin að endurtaka það, heldur hnykkja á nokkrum atriðum: 1. Er það svo að þjóðin sættir sig við að eigandi t.d. eldfjalls eins og Eyjafjallajökuls, eða eldstöðvar eins og Kersins, geti hirt allan gróða, en þjóðnýtt síðan tapið ef viðkomandi „eign“ fer að gjósa? Á eigandi fljóts að hirða allan gróða, en velta því yfir á almenning ef „eignin“ (fljótið) flæðir yfir bakka sína og veldur skaða? Er ekki víðtæk skaðabótaskylda hér sjálfsögð? Hvað ef eignin veldur truflun á flugsamgöngum. Skyldu flugfélög hafa áhuga á að leita réttar síns hjá landeigendum, eða þá farþegarnir? 2. Hvort eru það meiri náttúruspjöll a) að gras, mosi, grjót og mold séu niðurtroðin af mannavöldum og jafnvel með tilheyrandi for í rigningu, eða b) byggður sé innheimtuskúr, inngangshlið, menn í einkennisbúningum með bauka á ferðinni ónáðandi fólk og önnur slík tákn andstæð óspilltri náttúru? 3. Nú er það svo að umhyggja fyrir umhverfinu fer vaxandi hjá ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum. Hversu mikið hafa landeigendur lagt í það að leiðbeina fólki um hvernig umgengni þeir vildu sjá? Hafa landeigendur prufað að biðja um frjáls framlög til styrktar átroðnum svæðum, eða sjálfboðaliða til viðhaldsaðgerða? 4. Hefur verið hugað að því hvort væntanlegur aðgangseyrir fari yfirleitt í aðgerðir á þeim svæðum sem rukkað er fyrir? Eða verður rukkað og svo sukkað, svona 2007-dæmi? Er nokkuð sem hindrar að um innheimtuna verði stofnuð félög, sem auðvitað greiði arð, hvort sem framkvæmdir eru miklar eða litlar? Mun innheimtan leggjast af þegar svæðin eru orðin vel í stakk búin til að taka við fjölda ferðamanna, eða er komið á kerfi sem mun vara um aldur og ævi og börn og barnabörn okkar aldrei kynnast frjálsri íslenskri náttúru? Og þarf svo ekki að hækka verðið reglulega? Það verður auðvitað að fylgja verðlagi, þótt framkvæmdirnar geri það ekki endilega, eða mun einhver fylgjast með því að svo sé? 5. Hefur þjóðin hugsað það til enda ef landeigendur um allt land fara að rukka hver annan og almenning fyrir eðlilega umgengni um íslenska náttúru? Er ekki alltaf hægt að tala um slit, álag og þörf á uppbyggingu? Munu landlausir borgar- og bæjarbúar krefjast borgarpassa fyrir landeigendur, því auðvitað er álag og slit í bæjum eins og annars staðar? 6. Eðlilegast er að sveitarfélögin hafi yfirumsjón með náttúruperlum á sínu svæði. Þar býr fólkið, sem þekkir best til. Náttúruperlurnar eru hluti af gæðum þess að búa í viðkomandi sveitarfélagi. Margir fleiri í sveitarfélögunum hafa tekjur af sókn í náttúruperlur en bara landeigendurnir sjálfir. Því er eðlilegast að sveitarfélögin kosti viðhald og framkvæmdir á sínu svæði í nánu samráði við landeigendur. Sveitarfélögin geta skipulagt sjálfboðaliðastarf til viðgerða á svæðum, sem þurfa viðhald. Sveitarfélögin eigi síðan kost á að sækja í sjóði, sem ríkið hefur sett til þess arna. Hvernig ríkið safnar í þann sjóð er svo annað mál. Þannig yrði tryggt að auðmenn muni ekki ráða umferð um landið um aldur og ævi. Fjallkonan er stolt tákn um fegurð og frelsi íslenskrar náttúru. Nú er heiður hennar í veði.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar