Getum við verndað vatnið okkar? Hólmfríður Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 Vatnsveitum er falið að afla heilnæms neysluvatns fyrir fólk og atvinnulíf til langrar framtíðar. Verkefni okkar hjá Orkuveitu Reykjavíkur hvað þetta varðar er umfangsmikið. Vatnsból OR eru fimmtán og þjóna fólki og fyrirtækjum á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Viðfangsefni vegna vatnsveitunnar eru mörg og mismunandi. Í Heiðmörk þrengir til dæmis að vatnsbólum vegna annars konar nýtingar, á Akranesi er vatnið geislað þar sem verið er að nýta yfirborðsvatn og varmamengun er við Þingvallavatn. Við hjá Orkuveitunni leggjum áherslu á að tryggja gæði neysluvatns til íbúa og ástæðan er einföld; það er ekki hægt að innkalla mengað neysluvatn. Því vinnum við markvisst að fyrirbyggjandi eftirliti, vöktun og forvörnum. Verndun neysluvatns er okkar hjartans mál. Öryggisreglur eru í gildi vegna framkvæmda og umferðar um vatnstökusvæði. Vatnsvinnsla í Heiðmörk byggist alfarið á hreinu og ómeðhöndluðu grunnvatni. En getum við verndað vatnið, er baráttan töpuð og munum við sætta okkur við meðhöndlað vatn til framtíðar? Á árinu 2014 var hafist handa við gerð heildaryfirlits um neysluvatnsmál höfuðborgarsvæðisins með hliðsjón af jarðfræði, umhverfismálum, vatnsnotkun, rekstri, áhættu, orðspori og framtíðarsýn. Tillaga að endurskoðun vatnsverndar á svæðinu var auglýst haustið 2014 og tillaga að nýju svæðisskipulagi var auglýst undir lok árs 2014. Vatnsvernd er eitt af meginmarkmiðum nýja svæðisskipulagsins. Afmörkun vatnsverndarsvæða í tillögunni tekur mið af mun nákvæmari rannsóknum en áður, sem er traustvekjandi. Samhliða breyttri afmörkun verndarsvæðanna þarf að ákveða hvaða reglur skuli gilda um umsvif á þeim. Margir eiga hagsmuna að gæta. Við starfsfólk Orkuveitunnar bindum vonir við að nýtt skipulag vatnsverndar verði öflugt tæki til að standa vörð um þau náttúrugæði sem heilnæmt og ómeðhöndlað vatn er. Verndun þess og ábyrg stýring er forsenda þess að Orkuveitan og aðrar vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu geti rækt skyldur sínar og fullnægt vatnsþörf á svæðinu til langrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vatnsveitum er falið að afla heilnæms neysluvatns fyrir fólk og atvinnulíf til langrar framtíðar. Verkefni okkar hjá Orkuveitu Reykjavíkur hvað þetta varðar er umfangsmikið. Vatnsból OR eru fimmtán og þjóna fólki og fyrirtækjum á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Viðfangsefni vegna vatnsveitunnar eru mörg og mismunandi. Í Heiðmörk þrengir til dæmis að vatnsbólum vegna annars konar nýtingar, á Akranesi er vatnið geislað þar sem verið er að nýta yfirborðsvatn og varmamengun er við Þingvallavatn. Við hjá Orkuveitunni leggjum áherslu á að tryggja gæði neysluvatns til íbúa og ástæðan er einföld; það er ekki hægt að innkalla mengað neysluvatn. Því vinnum við markvisst að fyrirbyggjandi eftirliti, vöktun og forvörnum. Verndun neysluvatns er okkar hjartans mál. Öryggisreglur eru í gildi vegna framkvæmda og umferðar um vatnstökusvæði. Vatnsvinnsla í Heiðmörk byggist alfarið á hreinu og ómeðhöndluðu grunnvatni. En getum við verndað vatnið, er baráttan töpuð og munum við sætta okkur við meðhöndlað vatn til framtíðar? Á árinu 2014 var hafist handa við gerð heildaryfirlits um neysluvatnsmál höfuðborgarsvæðisins með hliðsjón af jarðfræði, umhverfismálum, vatnsnotkun, rekstri, áhættu, orðspori og framtíðarsýn. Tillaga að endurskoðun vatnsverndar á svæðinu var auglýst haustið 2014 og tillaga að nýju svæðisskipulagi var auglýst undir lok árs 2014. Vatnsvernd er eitt af meginmarkmiðum nýja svæðisskipulagsins. Afmörkun vatnsverndarsvæða í tillögunni tekur mið af mun nákvæmari rannsóknum en áður, sem er traustvekjandi. Samhliða breyttri afmörkun verndarsvæðanna þarf að ákveða hvaða reglur skuli gilda um umsvif á þeim. Margir eiga hagsmuna að gæta. Við starfsfólk Orkuveitunnar bindum vonir við að nýtt skipulag vatnsverndar verði öflugt tæki til að standa vörð um þau náttúrugæði sem heilnæmt og ómeðhöndlað vatn er. Verndun þess og ábyrg stýring er forsenda þess að Orkuveitan og aðrar vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu geti rækt skyldur sínar og fullnægt vatnsþörf á svæðinu til langrar framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar