Getum við verndað vatnið okkar? Hólmfríður Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 Vatnsveitum er falið að afla heilnæms neysluvatns fyrir fólk og atvinnulíf til langrar framtíðar. Verkefni okkar hjá Orkuveitu Reykjavíkur hvað þetta varðar er umfangsmikið. Vatnsból OR eru fimmtán og þjóna fólki og fyrirtækjum á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Viðfangsefni vegna vatnsveitunnar eru mörg og mismunandi. Í Heiðmörk þrengir til dæmis að vatnsbólum vegna annars konar nýtingar, á Akranesi er vatnið geislað þar sem verið er að nýta yfirborðsvatn og varmamengun er við Þingvallavatn. Við hjá Orkuveitunni leggjum áherslu á að tryggja gæði neysluvatns til íbúa og ástæðan er einföld; það er ekki hægt að innkalla mengað neysluvatn. Því vinnum við markvisst að fyrirbyggjandi eftirliti, vöktun og forvörnum. Verndun neysluvatns er okkar hjartans mál. Öryggisreglur eru í gildi vegna framkvæmda og umferðar um vatnstökusvæði. Vatnsvinnsla í Heiðmörk byggist alfarið á hreinu og ómeðhöndluðu grunnvatni. En getum við verndað vatnið, er baráttan töpuð og munum við sætta okkur við meðhöndlað vatn til framtíðar? Á árinu 2014 var hafist handa við gerð heildaryfirlits um neysluvatnsmál höfuðborgarsvæðisins með hliðsjón af jarðfræði, umhverfismálum, vatnsnotkun, rekstri, áhættu, orðspori og framtíðarsýn. Tillaga að endurskoðun vatnsverndar á svæðinu var auglýst haustið 2014 og tillaga að nýju svæðisskipulagi var auglýst undir lok árs 2014. Vatnsvernd er eitt af meginmarkmiðum nýja svæðisskipulagsins. Afmörkun vatnsverndarsvæða í tillögunni tekur mið af mun nákvæmari rannsóknum en áður, sem er traustvekjandi. Samhliða breyttri afmörkun verndarsvæðanna þarf að ákveða hvaða reglur skuli gilda um umsvif á þeim. Margir eiga hagsmuna að gæta. Við starfsfólk Orkuveitunnar bindum vonir við að nýtt skipulag vatnsverndar verði öflugt tæki til að standa vörð um þau náttúrugæði sem heilnæmt og ómeðhöndlað vatn er. Verndun þess og ábyrg stýring er forsenda þess að Orkuveitan og aðrar vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu geti rækt skyldur sínar og fullnægt vatnsþörf á svæðinu til langrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Vatnsveitum er falið að afla heilnæms neysluvatns fyrir fólk og atvinnulíf til langrar framtíðar. Verkefni okkar hjá Orkuveitu Reykjavíkur hvað þetta varðar er umfangsmikið. Vatnsból OR eru fimmtán og þjóna fólki og fyrirtækjum á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Viðfangsefni vegna vatnsveitunnar eru mörg og mismunandi. Í Heiðmörk þrengir til dæmis að vatnsbólum vegna annars konar nýtingar, á Akranesi er vatnið geislað þar sem verið er að nýta yfirborðsvatn og varmamengun er við Þingvallavatn. Við hjá Orkuveitunni leggjum áherslu á að tryggja gæði neysluvatns til íbúa og ástæðan er einföld; það er ekki hægt að innkalla mengað neysluvatn. Því vinnum við markvisst að fyrirbyggjandi eftirliti, vöktun og forvörnum. Verndun neysluvatns er okkar hjartans mál. Öryggisreglur eru í gildi vegna framkvæmda og umferðar um vatnstökusvæði. Vatnsvinnsla í Heiðmörk byggist alfarið á hreinu og ómeðhöndluðu grunnvatni. En getum við verndað vatnið, er baráttan töpuð og munum við sætta okkur við meðhöndlað vatn til framtíðar? Á árinu 2014 var hafist handa við gerð heildaryfirlits um neysluvatnsmál höfuðborgarsvæðisins með hliðsjón af jarðfræði, umhverfismálum, vatnsnotkun, rekstri, áhættu, orðspori og framtíðarsýn. Tillaga að endurskoðun vatnsverndar á svæðinu var auglýst haustið 2014 og tillaga að nýju svæðisskipulagi var auglýst undir lok árs 2014. Vatnsvernd er eitt af meginmarkmiðum nýja svæðisskipulagsins. Afmörkun vatnsverndarsvæða í tillögunni tekur mið af mun nákvæmari rannsóknum en áður, sem er traustvekjandi. Samhliða breyttri afmörkun verndarsvæðanna þarf að ákveða hvaða reglur skuli gilda um umsvif á þeim. Margir eiga hagsmuna að gæta. Við starfsfólk Orkuveitunnar bindum vonir við að nýtt skipulag vatnsverndar verði öflugt tæki til að standa vörð um þau náttúrugæði sem heilnæmt og ómeðhöndlað vatn er. Verndun þess og ábyrg stýring er forsenda þess að Orkuveitan og aðrar vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu geti rækt skyldur sínar og fullnægt vatnsþörf á svæðinu til langrar framtíðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar