Innlent

Sektuð samtals um 450 þúsund

sveinn arnarsson skrifar
Samkaupsverslanirnar Strax við Borgarbraut og Byggðaveg voru sektaðar um samtals 250 þúsund krónur.
Samkaupsverslanirnar Strax við Borgarbraut og Byggðaveg voru sektaðar um samtals 250 þúsund krónur. Fréttablaðiðið/Auðunn Níelsson
Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á Akureyri vegna þess að verðmerkingar í verslunum þeirra voru ekki í samræmi við lög. Er þetta gert í kjölfar eftirlits stofnunarinnar á verðmerkingum á Akureyri í júlí og desember í fyrra.

Neytendastofa réðst í viðamikið eftirlit með verðmerkingum í júlí í fyrra og var fjölda verslana bent á annmarka í verðmerkingum. Í seinna eftirlitinu hafði ástand verðmerkinga batnað. Fjórar verslanir sinntu þó ekki tilmælum Neytendastofu og voru þar af leiðandi sektaðar. Halldór Ólafsson ehf. var sektað um 50 þúsund krónur, Hárkompan um 75 þúsund krónur, N1 Hörgárbraut um sömu upphæð og Samkaupsverslanirnar Strax um 250 þúsund krónur.

Fréttablaðið sagði frá því í apríl í fyrra að Neytendastofa hefði ekki haft uppi eftirlit utan höfuðborgarsvæðisins frá 2008. Í júlí ákvað svo Neytendastofa að gera bragarbót á og kannaði verðmerkingar á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×