Innlent

Sveitarstjórnin segir Sólheima verða að annast eigin götulýsingu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Götulýsing í Sólheimum er ekki á ábyrgð hreppsins segir sveitarstjórnin.
Götulýsing í Sólheimum er ekki á ábyrgð hreppsins segir sveitarstjórnin. Fréttablaðið/Pjetur
Grímsnes- og Grafningshreppur mun ekki verða við ósk um að sveitarfélagið taki yfir rekstur eða greiði götulýsingu í byggðahverfinu Sólheimum.

„Að sveitarfélagið greiði götulýsingu að Sólheimum er ekki til samræmis við aðra byggðakjarna í sveitarfélaginu,“ segir í samþykkt sveitarstjórnarinnar. „Sólheimar eru í einkaeigu og sveitarfélagið því hvorki skipulagt þann byggðakjarna né fengið tekjur af lóðarleigu, kaupverði eða gatnagerðargjöldum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×