Innlent

Litrík og vorleg túlipanasýning um helgina

Díana Allansdóttir sérfræðingur í túlipönum og fleiri blómum í miðju túlipanahafinu á sýningunni í Blómavali.
Díana Allansdóttir sérfræðingur í túlipönum og fleiri blómum í miðju túlipanahafinu á sýningunni í Blómavali. vísir/gva
Um helgina stendur yfir einstaklega litrík og glæsileg túlipanasýning í Blómavali í Skútuvogi. Blómaval hefur í samstarfi við íslenska blómaræktendur sett upp blómasýningu á vorin undanfarin ár og nú er svo sannarlega engin undantekning á. Á sýningunni gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að skoða margbreytileika í lit og lögun blóma sem ræktendur bjóða upp á. Til viðbótar við túlipana má sjá rósir, liljur, gerberur og fleiri fallega vorboða sem margir eru eflaust orðnir langeygir eftir.

Díana Allansdóttir starfar í Blómavali og hún er sannkallaður sérfræðingur í túlipönum. „Það er alltaf gaman og ákveðinn vorboði þegar túlipanarnir byrja að streyma til okkar í öllum regnbogans litum. Túlipanar eru laukblóm en aðallega seldir afskornir í búntum. Þeir eru ákaflega auðveldir í meðförum; þurfa aðeins kalt vatn sem á aðeins að ná um 2-3 sm upp á stilkinn. Svo má líka hafa í huga að þeir standa lengur séu þeir hafðir á svölum stað til að mynda yfir nóttina. Hér í Blómavali seljum við einnig túlipanalauka sem þarf að setja niður að hausti en þeir launa ríkulega að vori og eru sannarlega loforð um litríkt vor.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×