Fagmennska eða fúsk Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 19. mars 2015 07:00 Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólæknandi líkamleg veikindi að stríða. Líklega mætti taka aðra eins umræðu um þau úrræði sem í boði eru við andlegum veikindum, hvort sem um er að ræða minniháttar krísur eða alvarlegri veikindi sem tekur lengri tíma að ná tökum á. Á þessum vettvangi kennir einnig ýmissa grasa og mikilvægt að leita beint til viðurkenndra fagaðila til að tryggja hámarksárangur. Í þessu greinarkorni hyggst ég fjalla lítillega um störf sálfræðinga og benda á þá miklu þekkingu og reynslu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir. Að baki sálfræðiréttindum liggur margra ára háskólanám, starfsþjálfun og handleiðsla. Þá hafa margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar byrjað sinn feril á öðrum vettvangi og búa yfir víðtækri reynslu af öðrum störfum, t.d. innan sjúkra- og meðferðarstofnana eða innan skólakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Sálfræðingar nota viðurkenndar aðferðir sem rannsóknir sýna að hafi raunveruleg og varanleg áhrif til bata. Má hér nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnlegt meðferðarúrræði við ýmsum kvillum, s.s. kvíða og þunglyndi.Þörf á leiðarvísi Sú mýta hefur verið lífseig að til sálfræðinga leiti aðeins þeir sem eigi við mikla vanlíðan að stríða og hafi jafnvel verið lagðir inn á stofnanir vegna andlegra veikinda. Í dag gerir fólk auknar kröfur um vellíðan og virkni og gott getur verið að ræða vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. Oft nægja nokkrir tímar hjá sálfræðingi til að koma lífinu á rétta braut. Lífið er margbreytilegt og við erum misjafnlega í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur vegna skyndilegra breytinga á persónulegum högum. Hér má nefna skilnaði, veikindi, atvinnumissi og annað sem kann að koma fólki úr jafnvægi til lengri eða skemmri tíma. Hlutverk sálfræðings er að hlusta, greina vandann og hjálpa fólki við að setja sér upp markmið og fylgja þeim. Hér notar sálfræðingurinn þekkingu sína og reynslu ásamt úrræðum sem rannsóknir hafa sannað að hafi meðferðargildi. Þess ber einnig að geta að sálfræðingar eru flestir í góðum tengslum við aðrar starfsstéttir svo sem lækna og geta því vísað fólki áfram til frekari meðferðar gerist þess þörf. Af nýlegri umræðu um ýmsar leiðir lækninga er ljóst að þörf er á leiðarvísi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda og er þessi grein innlegg í þá umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið í umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nú nýverið. Ljóst er að margt er í boði fyrir fólk sem á við alvarleg og ólæknandi líkamleg veikindi að stríða. Líklega mætti taka aðra eins umræðu um þau úrræði sem í boði eru við andlegum veikindum, hvort sem um er að ræða minniháttar krísur eða alvarlegri veikindi sem tekur lengri tíma að ná tökum á. Á þessum vettvangi kennir einnig ýmissa grasa og mikilvægt að leita beint til viðurkenndra fagaðila til að tryggja hámarksárangur. Í þessu greinarkorni hyggst ég fjalla lítillega um störf sálfræðinga og benda á þá miklu þekkingu og reynslu sem sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir. Að baki sálfræðiréttindum liggur margra ára háskólanám, starfsþjálfun og handleiðsla. Þá hafa margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar byrjað sinn feril á öðrum vettvangi og búa yfir víðtækri reynslu af öðrum störfum, t.d. innan sjúkra- og meðferðarstofnana eða innan skólakerfisins svo eitthvað sé nefnt. Sálfræðingar nota viðurkenndar aðferðir sem rannsóknir sýna að hafi raunveruleg og varanleg áhrif til bata. Má hér nefna hugræna atferlismeðferð (HAM) sem er gagnlegt meðferðarúrræði við ýmsum kvillum, s.s. kvíða og þunglyndi.Þörf á leiðarvísi Sú mýta hefur verið lífseig að til sálfræðinga leiti aðeins þeir sem eigi við mikla vanlíðan að stríða og hafi jafnvel verið lagðir inn á stofnanir vegna andlegra veikinda. Í dag gerir fólk auknar kröfur um vellíðan og virkni og gott getur verið að ræða vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. Oft nægja nokkrir tímar hjá sálfræðingi til að koma lífinu á rétta braut. Lífið er margbreytilegt og við erum misjafnlega í stakk búin til að takast á við óvæntar uppákomur vegna skyndilegra breytinga á persónulegum högum. Hér má nefna skilnaði, veikindi, atvinnumissi og annað sem kann að koma fólki úr jafnvægi til lengri eða skemmri tíma. Hlutverk sálfræðings er að hlusta, greina vandann og hjálpa fólki við að setja sér upp markmið og fylgja þeim. Hér notar sálfræðingurinn þekkingu sína og reynslu ásamt úrræðum sem rannsóknir hafa sannað að hafi meðferðargildi. Þess ber einnig að geta að sálfræðingar eru flestir í góðum tengslum við aðrar starfsstéttir svo sem lækna og geta því vísað fólki áfram til frekari meðferðar gerist þess þörf. Af nýlegri umræðu um ýmsar leiðir lækninga er ljóst að þörf er á leiðarvísi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda og er þessi grein innlegg í þá umræðu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar