Hvernig er rennslið í rörinu? Lára Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2015 07:00 Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til að átta sig á því að hvatvísi sér ansi oft um að velja í matinn. Flestir vita hvaða mat þeir ættu að velja en þegar áreitið í umhverfinu er mikið eða þreyta byrgir sýn getur verið erfitt fyrir rökhugsunina að ráða för. „Ruslfæði“ endar einhvern veginn allt of oft í meltingarveginum.Rörið flytur eldsneyti og byggingarefni Miðað við óhollustuna sem fólk lætur ofan í sig ímyndar maður sér að meltingarvegurinn sé einhvers konar flutningsrör fyrir fæðuna, sem hann að hluta til er. Auk þess að flytja fæðuna er aðalstarf meltingarvegarins að brjóta niður matinn í smæstu einingar næringarefna fyrir líkamann, sem þarf eldsneyti og byggingarefni til endurnýjunar og viðhalds. Ef líkaminn fær ekki nauðsynleg næringarefni (vatn, kolvetni, fitu, prótein, vítamín og steinefni) getur hann haft verra af.Meðfædd leti? Eitt frægasta dæmi sögunnar um næringarskort er frá rannsóknum skoska læknisins James Lind (1716-1794) sem er oft nefndur frumkvöðull næringarfræðinnar. Hann gerði tilraunir á sjómönnum sem fengu skyrbjúg á langferðum sínum. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta (sumir læknar töldu sjómennina þjást af meðfæddri leti), öndunarfærasýkingar, stoðkerfisverkir, þunglyndi, blæðingar frá húð og bólgur í gómum. Tennur geta losnað og sjúklingarnir fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki meðferð. James tók fljótt eftir því að skyrbjúgssjúklingar sem fengu sítrónur og appelsínur sýndu undraverð batamerki og uppgötvaði þar með C-vítamínskort sem orsök skyrbjúgs. Eftir það voru alltaf til C-vítamínríkir ávextir í skipunum.Eitt er að vita Kannanir sýna að meirihluti fólks er meðvitaður um að það ætti að borða að minnsta kosti fimm ávexti og grænmeti á dag – um það bil 500 grömm, jafnt af hvoru og sem fjölbreyttast litaval – en mjög fáir fara eftir því. Sömuleiðis eru sífellt fleiri rannsóknir sem sýna að fæði hefur áhrif á fjölda sjúkdóma, eins og krabbamein. Sem dæmi eru sterkar vísbendingar um að trefjaríkt fæði, ávextir, grænmeti og baunir sé verndandi fyrir ristilkrabbamein en rautt kjöt og unnar kjötvörur auki áhættuna. Í því samhengi er miðað við að borða ekki meira en sem nemur 500 grömmum af rauðu kjöti á viku og sem minnst af kjötáleggi. Síðan er áfengi og tóbak áhættuþáttur fyrir ristilkrabbamein, eins og margir vita. Við borðum oft af gömlum vana og án þess að hugsa almennilega hvaða afleiðingar það getur haft. Bragðlaukarnir eiga líka sinn þátt. Skemmdur matur er beiskur og býr til minni um að forðast hann en sætur matur lætur okkur líða vel og við munum því fyrst eftir honum þegar við erum svöng eða döpur. Það kostar undirbúning að ýta hvatvísinni frá og hleypa rökhugsuninni að. Rökhugsunin er ekki ólík vöðva að því leyti að hún þreytist eftir mikla notkun og til að hvatvísin nái ekki stjórninni þurfum við að gera áætlun. Skrifa innkaupalista og ákveða að kaupa ekkert umfram það sem er á listanum. Einnig er gagnlegt að velja skráargatsmerktar vörur en þær segja þér að þú ert að velja hollustu vöruna í hverjum flokki. Til dæmis ef þú kaupir skráargatsmerkt brauð þá geturðu verið viss um að fá mikið af trefjum. Það tekur örfáar mínútur að undirbúa innkaupin en þær eru dýrmæt fjárfesting í nytsamlegu eldsneyti og sterkum byggingarefnum sem borga til baka með bættri líðan og heilbrigðara lífi ævilangt.Kynntu þér heilbrigt líf ámottumars.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til að átta sig á því að hvatvísi sér ansi oft um að velja í matinn. Flestir vita hvaða mat þeir ættu að velja en þegar áreitið í umhverfinu er mikið eða þreyta byrgir sýn getur verið erfitt fyrir rökhugsunina að ráða för. „Ruslfæði“ endar einhvern veginn allt of oft í meltingarveginum.Rörið flytur eldsneyti og byggingarefni Miðað við óhollustuna sem fólk lætur ofan í sig ímyndar maður sér að meltingarvegurinn sé einhvers konar flutningsrör fyrir fæðuna, sem hann að hluta til er. Auk þess að flytja fæðuna er aðalstarf meltingarvegarins að brjóta niður matinn í smæstu einingar næringarefna fyrir líkamann, sem þarf eldsneyti og byggingarefni til endurnýjunar og viðhalds. Ef líkaminn fær ekki nauðsynleg næringarefni (vatn, kolvetni, fitu, prótein, vítamín og steinefni) getur hann haft verra af.Meðfædd leti? Eitt frægasta dæmi sögunnar um næringarskort er frá rannsóknum skoska læknisins James Lind (1716-1794) sem er oft nefndur frumkvöðull næringarfræðinnar. Hann gerði tilraunir á sjómönnum sem fengu skyrbjúg á langferðum sínum. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta (sumir læknar töldu sjómennina þjást af meðfæddri leti), öndunarfærasýkingar, stoðkerfisverkir, þunglyndi, blæðingar frá húð og bólgur í gómum. Tennur geta losnað og sjúklingarnir fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki meðferð. James tók fljótt eftir því að skyrbjúgssjúklingar sem fengu sítrónur og appelsínur sýndu undraverð batamerki og uppgötvaði þar með C-vítamínskort sem orsök skyrbjúgs. Eftir það voru alltaf til C-vítamínríkir ávextir í skipunum.Eitt er að vita Kannanir sýna að meirihluti fólks er meðvitaður um að það ætti að borða að minnsta kosti fimm ávexti og grænmeti á dag – um það bil 500 grömm, jafnt af hvoru og sem fjölbreyttast litaval – en mjög fáir fara eftir því. Sömuleiðis eru sífellt fleiri rannsóknir sem sýna að fæði hefur áhrif á fjölda sjúkdóma, eins og krabbamein. Sem dæmi eru sterkar vísbendingar um að trefjaríkt fæði, ávextir, grænmeti og baunir sé verndandi fyrir ristilkrabbamein en rautt kjöt og unnar kjötvörur auki áhættuna. Í því samhengi er miðað við að borða ekki meira en sem nemur 500 grömmum af rauðu kjöti á viku og sem minnst af kjötáleggi. Síðan er áfengi og tóbak áhættuþáttur fyrir ristilkrabbamein, eins og margir vita. Við borðum oft af gömlum vana og án þess að hugsa almennilega hvaða afleiðingar það getur haft. Bragðlaukarnir eiga líka sinn þátt. Skemmdur matur er beiskur og býr til minni um að forðast hann en sætur matur lætur okkur líða vel og við munum því fyrst eftir honum þegar við erum svöng eða döpur. Það kostar undirbúning að ýta hvatvísinni frá og hleypa rökhugsuninni að. Rökhugsunin er ekki ólík vöðva að því leyti að hún þreytist eftir mikla notkun og til að hvatvísin nái ekki stjórninni þurfum við að gera áætlun. Skrifa innkaupalista og ákveða að kaupa ekkert umfram það sem er á listanum. Einnig er gagnlegt að velja skráargatsmerktar vörur en þær segja þér að þú ert að velja hollustu vöruna í hverjum flokki. Til dæmis ef þú kaupir skráargatsmerkt brauð þá geturðu verið viss um að fá mikið af trefjum. Það tekur örfáar mínútur að undirbúa innkaupin en þær eru dýrmæt fjárfesting í nytsamlegu eldsneyti og sterkum byggingarefnum sem borga til baka með bættri líðan og heilbrigðara lífi ævilangt.Kynntu þér heilbrigt líf ámottumars.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar