Hvernig er rennslið í rörinu? Lára Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2015 07:00 Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til að átta sig á því að hvatvísi sér ansi oft um að velja í matinn. Flestir vita hvaða mat þeir ættu að velja en þegar áreitið í umhverfinu er mikið eða þreyta byrgir sýn getur verið erfitt fyrir rökhugsunina að ráða för. „Ruslfæði“ endar einhvern veginn allt of oft í meltingarveginum.Rörið flytur eldsneyti og byggingarefni Miðað við óhollustuna sem fólk lætur ofan í sig ímyndar maður sér að meltingarvegurinn sé einhvers konar flutningsrör fyrir fæðuna, sem hann að hluta til er. Auk þess að flytja fæðuna er aðalstarf meltingarvegarins að brjóta niður matinn í smæstu einingar næringarefna fyrir líkamann, sem þarf eldsneyti og byggingarefni til endurnýjunar og viðhalds. Ef líkaminn fær ekki nauðsynleg næringarefni (vatn, kolvetni, fitu, prótein, vítamín og steinefni) getur hann haft verra af.Meðfædd leti? Eitt frægasta dæmi sögunnar um næringarskort er frá rannsóknum skoska læknisins James Lind (1716-1794) sem er oft nefndur frumkvöðull næringarfræðinnar. Hann gerði tilraunir á sjómönnum sem fengu skyrbjúg á langferðum sínum. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta (sumir læknar töldu sjómennina þjást af meðfæddri leti), öndunarfærasýkingar, stoðkerfisverkir, þunglyndi, blæðingar frá húð og bólgur í gómum. Tennur geta losnað og sjúklingarnir fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki meðferð. James tók fljótt eftir því að skyrbjúgssjúklingar sem fengu sítrónur og appelsínur sýndu undraverð batamerki og uppgötvaði þar með C-vítamínskort sem orsök skyrbjúgs. Eftir það voru alltaf til C-vítamínríkir ávextir í skipunum.Eitt er að vita Kannanir sýna að meirihluti fólks er meðvitaður um að það ætti að borða að minnsta kosti fimm ávexti og grænmeti á dag – um það bil 500 grömm, jafnt af hvoru og sem fjölbreyttast litaval – en mjög fáir fara eftir því. Sömuleiðis eru sífellt fleiri rannsóknir sem sýna að fæði hefur áhrif á fjölda sjúkdóma, eins og krabbamein. Sem dæmi eru sterkar vísbendingar um að trefjaríkt fæði, ávextir, grænmeti og baunir sé verndandi fyrir ristilkrabbamein en rautt kjöt og unnar kjötvörur auki áhættuna. Í því samhengi er miðað við að borða ekki meira en sem nemur 500 grömmum af rauðu kjöti á viku og sem minnst af kjötáleggi. Síðan er áfengi og tóbak áhættuþáttur fyrir ristilkrabbamein, eins og margir vita. Við borðum oft af gömlum vana og án þess að hugsa almennilega hvaða afleiðingar það getur haft. Bragðlaukarnir eiga líka sinn þátt. Skemmdur matur er beiskur og býr til minni um að forðast hann en sætur matur lætur okkur líða vel og við munum því fyrst eftir honum þegar við erum svöng eða döpur. Það kostar undirbúning að ýta hvatvísinni frá og hleypa rökhugsuninni að. Rökhugsunin er ekki ólík vöðva að því leyti að hún þreytist eftir mikla notkun og til að hvatvísin nái ekki stjórninni þurfum við að gera áætlun. Skrifa innkaupalista og ákveða að kaupa ekkert umfram það sem er á listanum. Einnig er gagnlegt að velja skráargatsmerktar vörur en þær segja þér að þú ert að velja hollustu vöruna í hverjum flokki. Til dæmis ef þú kaupir skráargatsmerkt brauð þá geturðu verið viss um að fá mikið af trefjum. Það tekur örfáar mínútur að undirbúa innkaupin en þær eru dýrmæt fjárfesting í nytsamlegu eldsneyti og sterkum byggingarefnum sem borga til baka með bættri líðan og heilbrigðara lífi ævilangt.Kynntu þér heilbrigt líf ámottumars.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til að átta sig á því að hvatvísi sér ansi oft um að velja í matinn. Flestir vita hvaða mat þeir ættu að velja en þegar áreitið í umhverfinu er mikið eða þreyta byrgir sýn getur verið erfitt fyrir rökhugsunina að ráða för. „Ruslfæði“ endar einhvern veginn allt of oft í meltingarveginum.Rörið flytur eldsneyti og byggingarefni Miðað við óhollustuna sem fólk lætur ofan í sig ímyndar maður sér að meltingarvegurinn sé einhvers konar flutningsrör fyrir fæðuna, sem hann að hluta til er. Auk þess að flytja fæðuna er aðalstarf meltingarvegarins að brjóta niður matinn í smæstu einingar næringarefna fyrir líkamann, sem þarf eldsneyti og byggingarefni til endurnýjunar og viðhalds. Ef líkaminn fær ekki nauðsynleg næringarefni (vatn, kolvetni, fitu, prótein, vítamín og steinefni) getur hann haft verra af.Meðfædd leti? Eitt frægasta dæmi sögunnar um næringarskort er frá rannsóknum skoska læknisins James Lind (1716-1794) sem er oft nefndur frumkvöðull næringarfræðinnar. Hann gerði tilraunir á sjómönnum sem fengu skyrbjúg á langferðum sínum. Einkenni skyrbjúgs eru almenn þreyta (sumir læknar töldu sjómennina þjást af meðfæddri leti), öndunarfærasýkingar, stoðkerfisverkir, þunglyndi, blæðingar frá húð og bólgur í gómum. Tennur geta losnað og sjúklingarnir fá krampa og deyja að lokum ef þeir fá ekki meðferð. James tók fljótt eftir því að skyrbjúgssjúklingar sem fengu sítrónur og appelsínur sýndu undraverð batamerki og uppgötvaði þar með C-vítamínskort sem orsök skyrbjúgs. Eftir það voru alltaf til C-vítamínríkir ávextir í skipunum.Eitt er að vita Kannanir sýna að meirihluti fólks er meðvitaður um að það ætti að borða að minnsta kosti fimm ávexti og grænmeti á dag – um það bil 500 grömm, jafnt af hvoru og sem fjölbreyttast litaval – en mjög fáir fara eftir því. Sömuleiðis eru sífellt fleiri rannsóknir sem sýna að fæði hefur áhrif á fjölda sjúkdóma, eins og krabbamein. Sem dæmi eru sterkar vísbendingar um að trefjaríkt fæði, ávextir, grænmeti og baunir sé verndandi fyrir ristilkrabbamein en rautt kjöt og unnar kjötvörur auki áhættuna. Í því samhengi er miðað við að borða ekki meira en sem nemur 500 grömmum af rauðu kjöti á viku og sem minnst af kjötáleggi. Síðan er áfengi og tóbak áhættuþáttur fyrir ristilkrabbamein, eins og margir vita. Við borðum oft af gömlum vana og án þess að hugsa almennilega hvaða afleiðingar það getur haft. Bragðlaukarnir eiga líka sinn þátt. Skemmdur matur er beiskur og býr til minni um að forðast hann en sætur matur lætur okkur líða vel og við munum því fyrst eftir honum þegar við erum svöng eða döpur. Það kostar undirbúning að ýta hvatvísinni frá og hleypa rökhugsuninni að. Rökhugsunin er ekki ólík vöðva að því leyti að hún þreytist eftir mikla notkun og til að hvatvísin nái ekki stjórninni þurfum við að gera áætlun. Skrifa innkaupalista og ákveða að kaupa ekkert umfram það sem er á listanum. Einnig er gagnlegt að velja skráargatsmerktar vörur en þær segja þér að þú ert að velja hollustu vöruna í hverjum flokki. Til dæmis ef þú kaupir skráargatsmerkt brauð þá geturðu verið viss um að fá mikið af trefjum. Það tekur örfáar mínútur að undirbúa innkaupin en þær eru dýrmæt fjárfesting í nytsamlegu eldsneyti og sterkum byggingarefnum sem borga til baka með bættri líðan og heilbrigðara lífi ævilangt.Kynntu þér heilbrigt líf ámottumars.is.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar