Innlent

Reyna á að ráðast gegn vanþekkingu: „vertu næs“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þórunn Lárusdóttir verkefnastýra „vertu næs“
Þórunn Lárusdóttir verkefnastýra „vertu næs“
„Átakið hvetur landsmenn til að koma fram hver við annan af virðingu sama hvaðan þeir koma,“ segir Þórunn Lárusdóttir, verkefnastýra átaksverkefnis Rauða krossins.



Rauði krossinn ákvað á aðalfundi sínum í desember að fjármagna tveggja ára átaksverkefni, Vertu næs, til að berjast gegn fordómum gagnvart fólki á Íslandi sem er af erlendum uppruna.

Með átakinu er leitast við að hvetja fólk til að líta í eigin barm, skoða hvernig það kemur fram við fólk sem hefur annan bakgrunn, annað litaraft eða aðra trú en það sjálft og athuga hvort það geti gert betur.

„Þetta gerum við af því að það hefur borið við á undanförnum árum að fordómar í garð þeirra sem eru af erlendum uppruna hafa aukist, en það kom fram í skýrslu Rauða krossins, Hvar þrengir að?“

Rauði krossinn á Íslandi hvetur landsmenn til þess að bera virðingu fyrir náunganum sama hvaðan hann er upprunninn.

„Fordómar byggjast oft á vanþekkingu og ætlar Rauði krossinn að taka á því með því að upplýsa fólk.“ bætir Þórunn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×