Innlent

Útskrifa nema á þremur árum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ný námskrá tekur gildi á nýju skólaári.
Ný námskrá tekur gildi á nýju skólaári. Fréttablaðið/Vilhelm
Verslunarskóli Íslands mun stíga stórt skref í 110 ára sögu sinni en skólinn mun byrja að útskrifa nemendur á þremur árum á nýju skólaári.

Skólinn hefur tekið upp nýja námskrá sem býður upp á brautskráningu á þremur árum en boðið verður upp á fjórar námsbrautir til stúdentsprófs; alþjóðabraut, lista- og nýsköpunarbraut, náttúrufræðibraut og viðskiptabraut.

Skólinn verður opinn tíundubekkingum og forráðamönnum til kynningar á náminu frá klukkan fimm til sjö síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×