Innlent

Biðja um 300 krónur á íbúa

garðar örn úlfarsson skrifar
Akureyrarflugvöllur. Stefnt að millilandaflugi allt árið.
Akureyrarflugvöllur. Stefnt að millilandaflugi allt árið. Fréttablaðið/Pjetur
Markaðsstofa Norðurlands, sem hefur umsjón með starfi Flugklasans Air 66N á Norðurlandi, biður nú sveitarfélög í landshlutanum að styrkja vinnu að því að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið, um 300 krónur á hvern íbúa.

Óskað er eftir framlaginu næstu þrjú ár. Akureyrarbær hyggst greiða 500 krónur á íbúa. „Hagræn áhrif yrðu mikil á Norður- og Austurlandi, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuaðila heldur einnig aðra þjónustu og starfsemi sem hagnast á auknum umsvifum,“ segir í erindi Air 66N.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×