Innlent

Virði landbúnaðarafurða jókst milli ára

Hagstofa Íslands gefur nú hagreikninga landbúnaðarins út í þriðja sinn.
Hagstofa Íslands gefur nú hagreikninga landbúnaðarins út í þriðja sinn. VISIR/STEFAN
Áætlað heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir árið 2014 var 64,2 milljarðar á grunnverði og jókst um 4,3 prósent milli ára. Taldir eru með vörustyrkir en ekki vöruskattar. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu íslands.

Virði afurða búfjárræktar er talið vera 41,7 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 9,9 milljarðar króna.

Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 19,5 milljarðar og þar af vörutengdir styrkir og skattar 291 milljón króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 48,5 milljarðar árið 2014 og jókst um 4,2 prósent frá fyrra ári.

Talið er að aukningu í framleiðsluvirði árið 2014 megi rekja meira til magnbreytinga en verðbreytinga. Þá er talið að breytingu á notkun aðfanga megi rekja til 6,5 prósent magnaukningar og 2,2 prósenta verðhækkunar. Framleiðsluverðmæti landbúnaðarins árið 2013 er metið 61,6 milljarðar á grunnverði miðað við uppfærðar tölur og er það heildaraukning um 4,3 prósent frá 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×