Meirihluti landsmanna andvígur bjór og léttvíni í matvöruverslunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Stjórnmál Meirihluti landsmanna er á móti sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Alls voru 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar á móti því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum og 45 prósent voru því hlynnt. Karlar eru líklegri en konur til að vilja leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en jafnt hlutfall karla er því hlynnt og andvígt. Konur eru meira efins þegar kemur að því að leyfa bjór og léttvín en 39 prósent þeirra eru því hlynntar en 61 prósent andvígar. Yngri kynslóðin er hlynntari málinu. 56 prósent einstaklinga á aldursbilinu 18 til 49 ára eru því hlynnt en 44 prósent andvíg. Alls eru 32 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri málinu hlynnt en 68 prósent því andvíg. Einnig er munur á milli landshluta en meirihluti svarenda í öllum kjördæmum eru andvígir því að leyfa bjór og léttvín í verslunum að Norðvesturkjördæmi undanskildu. Töluverður munur er á afstöðu kjósenda stjórnarflokkanna en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hlynntastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þá er 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynnt málinu en 39 prósent andvíg. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru heldur mótfallnari, en 30 prósent þeirra eru fylgjandi og 70 prósent andvíg. Ekki er heldur samstaða um málið meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna. Kjósendur Vinstri grænna eru andvígastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en 25 prósent þeirra eru því hlynnt og 75 prósent andvíg. Alls eru 30 prósent kjósenda Samfylkingarinnar hlynnt málinu og 70 prósent andvíg. Meðal kjósenda Bjartrar framtíðar er hnífjafn stuðningur og andstaða við málið og á meðal kjósenda Pírata eru 54 prósent hlynnt og 46 prósent andvíg.Áfengisfrumvarpið á enn eftir að komast á dagskrá þingsinsFréttablaðið/PjeturVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðalflutningsmaður frumvarps um að gefa áfengisverslun frjálsa, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Þetta er auðvitað grundvallarbreyting sem mun alltaf verða umdeild. Umræðurnar á þinginu eru ekki fullkláraðar og ekki hafa allar staðreyndir málsins komið fram,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er í raun jákvæðari niðurstaða en áður og það er eðlilegt að hún þróist í þá átt,“ segir hann.Vilhjálmur er að berjast fyrir því að áfengisfrumvarpið fái brautargengi á næstunni en hann mun reyna að koma því að um leið og pláss opnast í dagskrá þingsins. Þá er hann að þrýsta á að fá hagfræðilega úttekt á frumvarpinu til að varpa ljósi á efnahagslegar afleiðingar þess. „Ef að við fáum hagfræðilega úttekt í hús er hægt að meta ávinninginn af frumvarpinu. Munu til dæmis losna fimm milljarðar sem við munum geta nýtt í aðra hluti eins og að greiða niður opinberar skuldir eða til að setja í lýðheilsumál?“spyr Vilhjálmur. Könnunin var gerð dagana 10. og 11. mars. Hringt var í 1.024 manns, þar til 800 svör fengust. Svarhlutfallið er því 78,1 prósent. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Stjórnmál Meirihluti landsmanna er á móti sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Alls voru 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar á móti því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum og 45 prósent voru því hlynnt. Karlar eru líklegri en konur til að vilja leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en jafnt hlutfall karla er því hlynnt og andvígt. Konur eru meira efins þegar kemur að því að leyfa bjór og léttvín en 39 prósent þeirra eru því hlynntar en 61 prósent andvígar. Yngri kynslóðin er hlynntari málinu. 56 prósent einstaklinga á aldursbilinu 18 til 49 ára eru því hlynnt en 44 prósent andvíg. Alls eru 32 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri málinu hlynnt en 68 prósent því andvíg. Einnig er munur á milli landshluta en meirihluti svarenda í öllum kjördæmum eru andvígir því að leyfa bjór og léttvín í verslunum að Norðvesturkjördæmi undanskildu. Töluverður munur er á afstöðu kjósenda stjórnarflokkanna en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hlynntastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þá er 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynnt málinu en 39 prósent andvíg. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru heldur mótfallnari, en 30 prósent þeirra eru fylgjandi og 70 prósent andvíg. Ekki er heldur samstaða um málið meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna. Kjósendur Vinstri grænna eru andvígastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en 25 prósent þeirra eru því hlynnt og 75 prósent andvíg. Alls eru 30 prósent kjósenda Samfylkingarinnar hlynnt málinu og 70 prósent andvíg. Meðal kjósenda Bjartrar framtíðar er hnífjafn stuðningur og andstaða við málið og á meðal kjósenda Pírata eru 54 prósent hlynnt og 46 prósent andvíg.Áfengisfrumvarpið á enn eftir að komast á dagskrá þingsinsFréttablaðið/PjeturVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðalflutningsmaður frumvarps um að gefa áfengisverslun frjálsa, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Þetta er auðvitað grundvallarbreyting sem mun alltaf verða umdeild. Umræðurnar á þinginu eru ekki fullkláraðar og ekki hafa allar staðreyndir málsins komið fram,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er í raun jákvæðari niðurstaða en áður og það er eðlilegt að hún þróist í þá átt,“ segir hann.Vilhjálmur er að berjast fyrir því að áfengisfrumvarpið fái brautargengi á næstunni en hann mun reyna að koma því að um leið og pláss opnast í dagskrá þingsins. Þá er hann að þrýsta á að fá hagfræðilega úttekt á frumvarpinu til að varpa ljósi á efnahagslegar afleiðingar þess. „Ef að við fáum hagfræðilega úttekt í hús er hægt að meta ávinninginn af frumvarpinu. Munu til dæmis losna fimm milljarðar sem við munum geta nýtt í aðra hluti eins og að greiða niður opinberar skuldir eða til að setja í lýðheilsumál?“spyr Vilhjálmur. Könnunin var gerð dagana 10. og 11. mars. Hringt var í 1.024 manns, þar til 800 svör fengust. Svarhlutfallið er því 78,1 prósent.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira