Innlent

Mjölsílóið skartar mottu í mars

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Skip Síldarvinnslunnar höfðu fengið mottu og sílóið mátti ekki verða útundan
Skip Síldarvinnslunnar höfðu fengið mottu og sílóið mátti ekki verða útundan mynd/Hákon Ernisson
Starfsmenn fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað taka Mottumars afar alvarlega en á dögunum settu þeir upp mottu á eitt mjölsílóanna. Áður höfðu loðnuskip Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, Birtingur og Börkur, fengið að skarta mottu.

Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa verið dugleg við að fá starfsmenn sína til að taka þátt í Mottumars en Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, hefur um árabil látið sig þessi málefni varða. „Mér finnst það vera eitt stærsta heilsufarsmál dagsins í dag og mikilvægt að efla forvarnir og auka þekkingu fólks á þessu krabbameini,” segir Gunnþór.

Síldarvinnslan greiðir allan kostnað fyrir ristilspeglun starfsmanna yfir 50 ára aldri á Heilbrigðisstofnun Austurlands auk þess sem vinnslan færði stofnuninni að gjöf nýtt speglunartæki fyrir skemmstu.

Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi og afar mikilvægt að efla forvarnir gegn þessum skæða vágesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×