Kunstschlager á nýjum stað Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2015 13:30 Hér má sjá hluta af meðlimum Kunstschlager, þau Helgu Páleyju, Þórdísi, Sigmann, Helga og Gullu, en hópurinn hlakkar til að koma sér fyrir í Hafnarhúsinu. Vísir/Valli „Við erum bara enn að gera þetta fínt, ætlum að hressa aðeins upp á umhverfið og fá hinn sanna Kunstschlager-anda þarna inn, hann er svolítið svona litríkur, frjáls og skemmtilegur,“ segir myndlistarkonan Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn af meðlimum listamannarekna gallerísins Kunstschlager, sem opnar Kunstschlager stofu í rými á annarri hæð Hafnarhúss þar sem hópurinn mun starfa til septemberloka 2015. „Við vorum heimilislaus í tvo mánuði og þetta kom mjög óvænt upp og var óvænt ánægja að fara í Hafnarhúsið. Við viljum vinna sem hópur en við höfum verið að fara út með sýningar að sýna,“ segir hún. Kunstschlager var áður starfrækt á Rauðarárstíg og hélt þar þrjátíu og átta sýningar og hópurinn hefur meðal annars ferðast til Stokkhólms, Finnlands og Hjalteyrar. Ýmissa nýjunga er að vænta frá hópnum en í rýminu verða sérhönnuð Kunstschlager-húsgögn þar sem gestir geta látið fara vel um sig. „Það verður svona rúllandi dagskrá þarna, þetta er ekki beint gallerí. Kunstschlager flytur ekki þarna inn, þetta verður svona eins og afdrep eiginlega, fólk getur komið og notið útsýnisins.“ Einnig verður ný heimasíða opnuð á næstunni og hægt verður að fylgjast með Kunstschlager stofunni í vefmyndavél. „Fólk þarf þá ekki að fara beint á staðinn heldur getur það bara fylgst með á netinu,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Við erum að verða virðulegri og að tæknivæðast.“ Einnig verður boðið upp á veitingar úr lúgu og á svæðinu verður hljóðverksstandur og vídeóklefi. Að Kunstschlager standa auk Helgu Páleyjar, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Baldvin Einarsson, Helgi Þórsson, Þórdís Erla Zoëga, Sigmann Þórðarson, Hrönn Gunnarsdóttir, Kristín Karólína Helgadóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir, en hópurinn varð til árið 2012. „Þetta er svo mikið samstarfsverkefni á milli okkar sem erum í þessu. Við erum að gera svolítið ólíka hluti og það er skemmtileg tilbreyting. Að vera í þessu gefur manni svo mikið frelsi til þess að prófa ýmsa hluti og gera þá meira spontant.“Kunstschlager stofa verður opnuð í Hafnarhúsi þann 21. mars næstkomandi, klukkan 16.00. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Við erum bara enn að gera þetta fínt, ætlum að hressa aðeins upp á umhverfið og fá hinn sanna Kunstschlager-anda þarna inn, hann er svolítið svona litríkur, frjáls og skemmtilegur,“ segir myndlistarkonan Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn af meðlimum listamannarekna gallerísins Kunstschlager, sem opnar Kunstschlager stofu í rými á annarri hæð Hafnarhúss þar sem hópurinn mun starfa til septemberloka 2015. „Við vorum heimilislaus í tvo mánuði og þetta kom mjög óvænt upp og var óvænt ánægja að fara í Hafnarhúsið. Við viljum vinna sem hópur en við höfum verið að fara út með sýningar að sýna,“ segir hún. Kunstschlager var áður starfrækt á Rauðarárstíg og hélt þar þrjátíu og átta sýningar og hópurinn hefur meðal annars ferðast til Stokkhólms, Finnlands og Hjalteyrar. Ýmissa nýjunga er að vænta frá hópnum en í rýminu verða sérhönnuð Kunstschlager-húsgögn þar sem gestir geta látið fara vel um sig. „Það verður svona rúllandi dagskrá þarna, þetta er ekki beint gallerí. Kunstschlager flytur ekki þarna inn, þetta verður svona eins og afdrep eiginlega, fólk getur komið og notið útsýnisins.“ Einnig verður ný heimasíða opnuð á næstunni og hægt verður að fylgjast með Kunstschlager stofunni í vefmyndavél. „Fólk þarf þá ekki að fara beint á staðinn heldur getur það bara fylgst með á netinu,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Við erum að verða virðulegri og að tæknivæðast.“ Einnig verður boðið upp á veitingar úr lúgu og á svæðinu verður hljóðverksstandur og vídeóklefi. Að Kunstschlager standa auk Helgu Páleyjar, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Baldvin Einarsson, Helgi Þórsson, Þórdís Erla Zoëga, Sigmann Þórðarson, Hrönn Gunnarsdóttir, Kristín Karólína Helgadóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir, en hópurinn varð til árið 2012. „Þetta er svo mikið samstarfsverkefni á milli okkar sem erum í þessu. Við erum að gera svolítið ólíka hluti og það er skemmtileg tilbreyting. Að vera í þessu gefur manni svo mikið frelsi til þess að prófa ýmsa hluti og gera þá meira spontant.“Kunstschlager stofa verður opnuð í Hafnarhúsi þann 21. mars næstkomandi, klukkan 16.00.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira