Innlent

Vill að málið verði tekið upp

Lögmaður erfingja þeirra Tryggva og Sævars hefur lagt fram beiðnina.
Lögmaður erfingja þeirra Tryggva og Sævars hefur lagt fram beiðnina.
Lúðvík Bergvinsson, lögmaður erfingja Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, hefur lagt fram endurupptökubeiðni fyrir Endurupptökunefnd.

Farið er fram á að dómur Hæstaréttar yfir Tryggva og Rúnari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verði tekinn upp aftur.

Beiðnin er byggð á niðurstöðum starfshóps um málið sem komst að því að framburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Því standi veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þá er beiðnin einnig byggð á lögum um heimild til endurupptöku vegna látinna dómþola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×