TiSA og lýðræðið Gunnar Skúli Ármannsson skrifar 10. mars 2015 07:00 Svokallaður TiSA samningur er í burðarliðnum. Ísland er þátttakandi ásamt mörgum öðrum löndum. Um er að ræða fjölþjóðlegan samning um þjónustu. Ísland hefur lagt fram sitt tilboð sem felst í því að telja upp undanþágur sem við viljum ekki taka þátt í og hins vegar það sem við getum hugsað okkur að vera með í. Hugmyndafræðin er að fyrirtæki hafi frelsi til að athafna sig og að það ríki jafnræði á milli þeirra. Hvað gæti verið rangt við það? Fyrir það fyrsta eru sjálfar viðræðurnar haldnar fyrir luktum dyrum. Almenningur kemst ekki þar að til að hafa áhrif á gang samningaviðræðnanna, þrátt fyrir það að almenningur verði notandi væntanlegrar þjónustu. Fyrirtæki hafa haft möguleika á að koma sínum hugmyndum á framfæri og fá að fylgjast með samningunum, á þeim forsendum að þau séu veitendur þjónustunnar. Utanríkisráðherra hefur sagt að almenningur fái að sjá samninginn eftir að hann hefur verið samþykktur. Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið fyrr en eftir að við höfum skrifað undir?Ólýðræðislegt Fyrir utan þessa ólýðræðislegu samningaaðferð sem er haldin fyrir luktum dyrum er oft samið um mjög ólýðræðislega leið til að leysa ágreiningsmál. Eðlilegast væri að erlend fyrirtæki sem finnst á sig hallað leiti réttar síns fyrir dómstólum viðkomandi lands en því er ekki þannig farið. Sérstakur dómstóll, gerðardómur er skipaður. Gerðardómurinn er skipaður þremur lögfræðingum, einum tilnefndum af landinu, einum af fyrirtækinu og einn sameiginlega. Vandamálið er að þeir lögfræðingar sem eru til taks eru fáir og hafa flestir unnið fyrir fyrirtækin áður á einn eða annan hátt. Síðan komast þessir þrír lögfræðingar að niðurstöðu og þjóðríkið verður að hlíta niðurstöðu dómsins. Það er ekki hægt að áfrýja dómaniðurstöðunni. Oft eru niðurstöðurnar ekki birtar opinberlega. Mikill kostnaður fylgir þessum málarekstri og auk þess eru þjóðríkin oft dæmd til að greiða fyrirtækjunum háar skaðabætur. Þegar ríki eða sveitarfélög semja lög eða reglur sem brjóta gegn samningnum þá getur dómaniðurstaðan neytt þjóðríkin til að bakka með ákvarðanir sínar. Þá eru fyrirtækin komin jafnfætis þjóðríkinu og eru farin að stjórna lagasetningunni. Dæmi eru um að þegar ríki hafa innleitt lög eða reglur Evrópusambandsins, í góðri trú, þá hafa þau lent í málarekstri. Þau hafa tapað málum því dómurinn taldi að nýju ESB-reglurnar eða afleiðing þeirra brytu reglur fríverslunarsamninganna. Framkvæmdavald ESB hefur jafnvel reynt að sannfæra dóminn um sakleysi viðkomandi landa en án árangurs. Dómararnir hjá þessum einkadómstólum hafa ekki talið sér skylt að taka tillit til laga ESB. Það er mjög óeðlilegt að fjölþjóðlegur milliríkjasamningur um þjónustu geti hugsanlega veitt erlendum stórfyrirtækjum völd sem eru meiri en þjóðríkis, það ætti að vera öllum ljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Svokallaður TiSA samningur er í burðarliðnum. Ísland er þátttakandi ásamt mörgum öðrum löndum. Um er að ræða fjölþjóðlegan samning um þjónustu. Ísland hefur lagt fram sitt tilboð sem felst í því að telja upp undanþágur sem við viljum ekki taka þátt í og hins vegar það sem við getum hugsað okkur að vera með í. Hugmyndafræðin er að fyrirtæki hafi frelsi til að athafna sig og að það ríki jafnræði á milli þeirra. Hvað gæti verið rangt við það? Fyrir það fyrsta eru sjálfar viðræðurnar haldnar fyrir luktum dyrum. Almenningur kemst ekki þar að til að hafa áhrif á gang samningaviðræðnanna, þrátt fyrir það að almenningur verði notandi væntanlegrar þjónustu. Fyrirtæki hafa haft möguleika á að koma sínum hugmyndum á framfæri og fá að fylgjast með samningunum, á þeim forsendum að þau séu veitendur þjónustunnar. Utanríkisráðherra hefur sagt að almenningur fái að sjá samninginn eftir að hann hefur verið samþykktur. Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið fyrr en eftir að við höfum skrifað undir?Ólýðræðislegt Fyrir utan þessa ólýðræðislegu samningaaðferð sem er haldin fyrir luktum dyrum er oft samið um mjög ólýðræðislega leið til að leysa ágreiningsmál. Eðlilegast væri að erlend fyrirtæki sem finnst á sig hallað leiti réttar síns fyrir dómstólum viðkomandi lands en því er ekki þannig farið. Sérstakur dómstóll, gerðardómur er skipaður. Gerðardómurinn er skipaður þremur lögfræðingum, einum tilnefndum af landinu, einum af fyrirtækinu og einn sameiginlega. Vandamálið er að þeir lögfræðingar sem eru til taks eru fáir og hafa flestir unnið fyrir fyrirtækin áður á einn eða annan hátt. Síðan komast þessir þrír lögfræðingar að niðurstöðu og þjóðríkið verður að hlíta niðurstöðu dómsins. Það er ekki hægt að áfrýja dómaniðurstöðunni. Oft eru niðurstöðurnar ekki birtar opinberlega. Mikill kostnaður fylgir þessum málarekstri og auk þess eru þjóðríkin oft dæmd til að greiða fyrirtækjunum háar skaðabætur. Þegar ríki eða sveitarfélög semja lög eða reglur sem brjóta gegn samningnum þá getur dómaniðurstaðan neytt þjóðríkin til að bakka með ákvarðanir sínar. Þá eru fyrirtækin komin jafnfætis þjóðríkinu og eru farin að stjórna lagasetningunni. Dæmi eru um að þegar ríki hafa innleitt lög eða reglur Evrópusambandsins, í góðri trú, þá hafa þau lent í málarekstri. Þau hafa tapað málum því dómurinn taldi að nýju ESB-reglurnar eða afleiðing þeirra brytu reglur fríverslunarsamninganna. Framkvæmdavald ESB hefur jafnvel reynt að sannfæra dóminn um sakleysi viðkomandi landa en án árangurs. Dómararnir hjá þessum einkadómstólum hafa ekki talið sér skylt að taka tillit til laga ESB. Það er mjög óeðlilegt að fjölþjóðlegur milliríkjasamningur um þjónustu geti hugsanlega veitt erlendum stórfyrirtækjum völd sem eru meiri en þjóðríkis, það ætti að vera öllum ljóst.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar