Hjálpartæki á ferð og flugi Anna Guðrún Guðjónsdóttir skrifar 10. mars 2015 07:00 Ferðaþjónusta fatlaðra hefur verið mikið í umfjöllun síðustu vikur og það ekki að ástæðulausu. Ýmis vandamál hafa komið upp við breytingar á þjónustunni vegna innleiðingar nýs bókunarkerfis, óreynds starfsfólks og fleiri þátta þjónustunnar. Það sem hér er til umræðu er þó ekki vandi sem tilkominn er vegna breytinga, öllu heldur kom hann í ljós í breytingarferlinu. Nú í janúar var farið af stað með námskeið á vegum Strætó fyrir bílstjóra ferðaþjónustunnar. Kynningar Jóns Eiríkssonar hjá Öryggismiðstöðinni vöktu upp ýmsar spurningar hvað varðar öryggi hjálpartækja í bílum. Margir farþegar ferðaþjónustu fatlaðra nota hjálpartæki í bílunum og þarf að festa þau vandlega niður með sérstökum öryggisbúnaði. Upp á síðkastið hafa verið að bætast nýir vel útbúnir bílar í flota ferðaþjónustunnar og verið er að setja aukabúnað í eldri bíla til að auka öryggi farþega enn frekar. Í ljós hefur þó komið að ekki er víst að öll þau hjálpartæki sem notuð eru til ferða uppfylli fyllstu kröfur um öryggi.Sjúkratryggingar Íslands Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem úthluta hjálpartækjum til notenda og ættu því að bera ábyrgð á upplýsingum um slík tæki. Því miður er það svo að notendur hjálpartækja vita í mörgum tilfellum ekki hvort þeirra tæki eru örugg í bílum. Þeir hjólastólar sem koma frá Sjúkratryggingum eiga að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar öryggi í bílum en þó eru á því undantekningar. Ekki fylgir heldur alltaf öllum hjólastólum auka festingarbúnaður. Það er því mikilvægt að notendur athugi með þau hjálpartæki sem þeir nota í bílum, fái um þau upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands og fái úrlausn ef í ljós kemur að hjálpartækin uppfylla ekki kröfur um öryggi. Einnig er áríðandi að hert sé á reglum Sjúkratrygginga Íslands hvað varðar þau hjálpartæki sem fara frá þeim og upplýsingamiðlun um þau. Ein tegund hjálpartækja/farartækja sem spurningar hafa vaknað um eru svokallaðar rafskutlur. Ekki eru til neinar festingar fyrir þær í bíla og þýðir það að rafskutlur skapa beinlínis hættu í bílum ferðaþjónustunnar eins og staðan er í dag. Þetta er vandi sem taka þarf á og er verið að vinna í nú þegar.Samstarf er mikilvægt Til þess að hægt sé að tryggja öryggi farþega í bílum ferðaþjónustunnar þarf gott samstarf á milli ferðaþjónustunnar sjálfrar, farþega og Sjúkratrygginga Íslands. Gott upplýsingaflæði þarf að vera á milli þessara aðila, Sjúkratryggingar Íslands þurfa einnig að hafa vilja til að samþykkja þau hjálpartæki sem þarf svo að notendur geti komist um. Mikilvægt er að upplýsingar um öryggi hjálpartækja séu augljósar og auðlesnar en að fenginni reynslu sem foreldri notanda hjálpartækja þá veit ég að bæklingarnir sem fylgja hjálpartækjum eru sjaldan eða aldrei á íslensku og oft þykkir doðrantar. Slíkt hentar ekki öllum og því mikilvægt að gera upplýsingar um hjálpartækin aðgengilegri á allan hátt fyrir notendur, það verk er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er mikilvægt að ferðaþjónustan, þ.e. Strætó, upplýsi notendur um það hvaða hjálpartæki séu ekki æskileg í bílum s.s. rafskutlur þannig að notendur geti gert aðrar ráðstafanir. Síðast en ekki síst er afskaplega mikilvægt að bílstjórar ferðaþjónustunnar sinni vel sínum parti og festi hjálpartæki vandlega í bílum, hvort sem farþeginn situr í hjálpartækinu eða það fer sem farangur og farþegi situr í bílsæti. Með aukinni vitund um öryggi, hertum reglum og réttum vinnubrögðum á að vera hægt að tryggja öryggi farþega ferðaþjónustunnar til jafns við aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta fatlaðra hefur verið mikið í umfjöllun síðustu vikur og það ekki að ástæðulausu. Ýmis vandamál hafa komið upp við breytingar á þjónustunni vegna innleiðingar nýs bókunarkerfis, óreynds starfsfólks og fleiri þátta þjónustunnar. Það sem hér er til umræðu er þó ekki vandi sem tilkominn er vegna breytinga, öllu heldur kom hann í ljós í breytingarferlinu. Nú í janúar var farið af stað með námskeið á vegum Strætó fyrir bílstjóra ferðaþjónustunnar. Kynningar Jóns Eiríkssonar hjá Öryggismiðstöðinni vöktu upp ýmsar spurningar hvað varðar öryggi hjálpartækja í bílum. Margir farþegar ferðaþjónustu fatlaðra nota hjálpartæki í bílunum og þarf að festa þau vandlega niður með sérstökum öryggisbúnaði. Upp á síðkastið hafa verið að bætast nýir vel útbúnir bílar í flota ferðaþjónustunnar og verið er að setja aukabúnað í eldri bíla til að auka öryggi farþega enn frekar. Í ljós hefur þó komið að ekki er víst að öll þau hjálpartæki sem notuð eru til ferða uppfylli fyllstu kröfur um öryggi.Sjúkratryggingar Íslands Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem úthluta hjálpartækjum til notenda og ættu því að bera ábyrgð á upplýsingum um slík tæki. Því miður er það svo að notendur hjálpartækja vita í mörgum tilfellum ekki hvort þeirra tæki eru örugg í bílum. Þeir hjólastólar sem koma frá Sjúkratryggingum eiga að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar öryggi í bílum en þó eru á því undantekningar. Ekki fylgir heldur alltaf öllum hjólastólum auka festingarbúnaður. Það er því mikilvægt að notendur athugi með þau hjálpartæki sem þeir nota í bílum, fái um þau upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands og fái úrlausn ef í ljós kemur að hjálpartækin uppfylla ekki kröfur um öryggi. Einnig er áríðandi að hert sé á reglum Sjúkratrygginga Íslands hvað varðar þau hjálpartæki sem fara frá þeim og upplýsingamiðlun um þau. Ein tegund hjálpartækja/farartækja sem spurningar hafa vaknað um eru svokallaðar rafskutlur. Ekki eru til neinar festingar fyrir þær í bíla og þýðir það að rafskutlur skapa beinlínis hættu í bílum ferðaþjónustunnar eins og staðan er í dag. Þetta er vandi sem taka þarf á og er verið að vinna í nú þegar.Samstarf er mikilvægt Til þess að hægt sé að tryggja öryggi farþega í bílum ferðaþjónustunnar þarf gott samstarf á milli ferðaþjónustunnar sjálfrar, farþega og Sjúkratrygginga Íslands. Gott upplýsingaflæði þarf að vera á milli þessara aðila, Sjúkratryggingar Íslands þurfa einnig að hafa vilja til að samþykkja þau hjálpartæki sem þarf svo að notendur geti komist um. Mikilvægt er að upplýsingar um öryggi hjálpartækja séu augljósar og auðlesnar en að fenginni reynslu sem foreldri notanda hjálpartækja þá veit ég að bæklingarnir sem fylgja hjálpartækjum eru sjaldan eða aldrei á íslensku og oft þykkir doðrantar. Slíkt hentar ekki öllum og því mikilvægt að gera upplýsingar um hjálpartækin aðgengilegri á allan hátt fyrir notendur, það verk er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er mikilvægt að ferðaþjónustan, þ.e. Strætó, upplýsi notendur um það hvaða hjálpartæki séu ekki æskileg í bílum s.s. rafskutlur þannig að notendur geti gert aðrar ráðstafanir. Síðast en ekki síst er afskaplega mikilvægt að bílstjórar ferðaþjónustunnar sinni vel sínum parti og festi hjálpartæki vandlega í bílum, hvort sem farþeginn situr í hjálpartækinu eða það fer sem farangur og farþegi situr í bílsæti. Með aukinni vitund um öryggi, hertum reglum og réttum vinnubrögðum á að vera hægt að tryggja öryggi farþega ferðaþjónustunnar til jafns við aðra.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun