Hjálpartæki á ferð og flugi Anna Guðrún Guðjónsdóttir skrifar 10. mars 2015 07:00 Ferðaþjónusta fatlaðra hefur verið mikið í umfjöllun síðustu vikur og það ekki að ástæðulausu. Ýmis vandamál hafa komið upp við breytingar á þjónustunni vegna innleiðingar nýs bókunarkerfis, óreynds starfsfólks og fleiri þátta þjónustunnar. Það sem hér er til umræðu er þó ekki vandi sem tilkominn er vegna breytinga, öllu heldur kom hann í ljós í breytingarferlinu. Nú í janúar var farið af stað með námskeið á vegum Strætó fyrir bílstjóra ferðaþjónustunnar. Kynningar Jóns Eiríkssonar hjá Öryggismiðstöðinni vöktu upp ýmsar spurningar hvað varðar öryggi hjálpartækja í bílum. Margir farþegar ferðaþjónustu fatlaðra nota hjálpartæki í bílunum og þarf að festa þau vandlega niður með sérstökum öryggisbúnaði. Upp á síðkastið hafa verið að bætast nýir vel útbúnir bílar í flota ferðaþjónustunnar og verið er að setja aukabúnað í eldri bíla til að auka öryggi farþega enn frekar. Í ljós hefur þó komið að ekki er víst að öll þau hjálpartæki sem notuð eru til ferða uppfylli fyllstu kröfur um öryggi.Sjúkratryggingar Íslands Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem úthluta hjálpartækjum til notenda og ættu því að bera ábyrgð á upplýsingum um slík tæki. Því miður er það svo að notendur hjálpartækja vita í mörgum tilfellum ekki hvort þeirra tæki eru örugg í bílum. Þeir hjólastólar sem koma frá Sjúkratryggingum eiga að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar öryggi í bílum en þó eru á því undantekningar. Ekki fylgir heldur alltaf öllum hjólastólum auka festingarbúnaður. Það er því mikilvægt að notendur athugi með þau hjálpartæki sem þeir nota í bílum, fái um þau upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands og fái úrlausn ef í ljós kemur að hjálpartækin uppfylla ekki kröfur um öryggi. Einnig er áríðandi að hert sé á reglum Sjúkratrygginga Íslands hvað varðar þau hjálpartæki sem fara frá þeim og upplýsingamiðlun um þau. Ein tegund hjálpartækja/farartækja sem spurningar hafa vaknað um eru svokallaðar rafskutlur. Ekki eru til neinar festingar fyrir þær í bíla og þýðir það að rafskutlur skapa beinlínis hættu í bílum ferðaþjónustunnar eins og staðan er í dag. Þetta er vandi sem taka þarf á og er verið að vinna í nú þegar.Samstarf er mikilvægt Til þess að hægt sé að tryggja öryggi farþega í bílum ferðaþjónustunnar þarf gott samstarf á milli ferðaþjónustunnar sjálfrar, farþega og Sjúkratrygginga Íslands. Gott upplýsingaflæði þarf að vera á milli þessara aðila, Sjúkratryggingar Íslands þurfa einnig að hafa vilja til að samþykkja þau hjálpartæki sem þarf svo að notendur geti komist um. Mikilvægt er að upplýsingar um öryggi hjálpartækja séu augljósar og auðlesnar en að fenginni reynslu sem foreldri notanda hjálpartækja þá veit ég að bæklingarnir sem fylgja hjálpartækjum eru sjaldan eða aldrei á íslensku og oft þykkir doðrantar. Slíkt hentar ekki öllum og því mikilvægt að gera upplýsingar um hjálpartækin aðgengilegri á allan hátt fyrir notendur, það verk er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er mikilvægt að ferðaþjónustan, þ.e. Strætó, upplýsi notendur um það hvaða hjálpartæki séu ekki æskileg í bílum s.s. rafskutlur þannig að notendur geti gert aðrar ráðstafanir. Síðast en ekki síst er afskaplega mikilvægt að bílstjórar ferðaþjónustunnar sinni vel sínum parti og festi hjálpartæki vandlega í bílum, hvort sem farþeginn situr í hjálpartækinu eða það fer sem farangur og farþegi situr í bílsæti. Með aukinni vitund um öryggi, hertum reglum og réttum vinnubrögðum á að vera hægt að tryggja öryggi farþega ferðaþjónustunnar til jafns við aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta fatlaðra hefur verið mikið í umfjöllun síðustu vikur og það ekki að ástæðulausu. Ýmis vandamál hafa komið upp við breytingar á þjónustunni vegna innleiðingar nýs bókunarkerfis, óreynds starfsfólks og fleiri þátta þjónustunnar. Það sem hér er til umræðu er þó ekki vandi sem tilkominn er vegna breytinga, öllu heldur kom hann í ljós í breytingarferlinu. Nú í janúar var farið af stað með námskeið á vegum Strætó fyrir bílstjóra ferðaþjónustunnar. Kynningar Jóns Eiríkssonar hjá Öryggismiðstöðinni vöktu upp ýmsar spurningar hvað varðar öryggi hjálpartækja í bílum. Margir farþegar ferðaþjónustu fatlaðra nota hjálpartæki í bílunum og þarf að festa þau vandlega niður með sérstökum öryggisbúnaði. Upp á síðkastið hafa verið að bætast nýir vel útbúnir bílar í flota ferðaþjónustunnar og verið er að setja aukabúnað í eldri bíla til að auka öryggi farþega enn frekar. Í ljós hefur þó komið að ekki er víst að öll þau hjálpartæki sem notuð eru til ferða uppfylli fyllstu kröfur um öryggi.Sjúkratryggingar Íslands Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem úthluta hjálpartækjum til notenda og ættu því að bera ábyrgð á upplýsingum um slík tæki. Því miður er það svo að notendur hjálpartækja vita í mörgum tilfellum ekki hvort þeirra tæki eru örugg í bílum. Þeir hjólastólar sem koma frá Sjúkratryggingum eiga að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar öryggi í bílum en þó eru á því undantekningar. Ekki fylgir heldur alltaf öllum hjólastólum auka festingarbúnaður. Það er því mikilvægt að notendur athugi með þau hjálpartæki sem þeir nota í bílum, fái um þau upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands og fái úrlausn ef í ljós kemur að hjálpartækin uppfylla ekki kröfur um öryggi. Einnig er áríðandi að hert sé á reglum Sjúkratrygginga Íslands hvað varðar þau hjálpartæki sem fara frá þeim og upplýsingamiðlun um þau. Ein tegund hjálpartækja/farartækja sem spurningar hafa vaknað um eru svokallaðar rafskutlur. Ekki eru til neinar festingar fyrir þær í bíla og þýðir það að rafskutlur skapa beinlínis hættu í bílum ferðaþjónustunnar eins og staðan er í dag. Þetta er vandi sem taka þarf á og er verið að vinna í nú þegar.Samstarf er mikilvægt Til þess að hægt sé að tryggja öryggi farþega í bílum ferðaþjónustunnar þarf gott samstarf á milli ferðaþjónustunnar sjálfrar, farþega og Sjúkratrygginga Íslands. Gott upplýsingaflæði þarf að vera á milli þessara aðila, Sjúkratryggingar Íslands þurfa einnig að hafa vilja til að samþykkja þau hjálpartæki sem þarf svo að notendur geti komist um. Mikilvægt er að upplýsingar um öryggi hjálpartækja séu augljósar og auðlesnar en að fenginni reynslu sem foreldri notanda hjálpartækja þá veit ég að bæklingarnir sem fylgja hjálpartækjum eru sjaldan eða aldrei á íslensku og oft þykkir doðrantar. Slíkt hentar ekki öllum og því mikilvægt að gera upplýsingar um hjálpartækin aðgengilegri á allan hátt fyrir notendur, það verk er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er mikilvægt að ferðaþjónustan, þ.e. Strætó, upplýsi notendur um það hvaða hjálpartæki séu ekki æskileg í bílum s.s. rafskutlur þannig að notendur geti gert aðrar ráðstafanir. Síðast en ekki síst er afskaplega mikilvægt að bílstjórar ferðaþjónustunnar sinni vel sínum parti og festi hjálpartæki vandlega í bílum, hvort sem farþeginn situr í hjálpartækinu eða það fer sem farangur og farþegi situr í bílsæti. Með aukinni vitund um öryggi, hertum reglum og réttum vinnubrögðum á að vera hægt að tryggja öryggi farþega ferðaþjónustunnar til jafns við aðra.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun