Margvísleg blæbrigði af þjóðlagatónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2015 15:00 Helgi og Snorri á Kexi hosteli þar sem þjóðlagahátíðin fer. vísir/Valli „Íslensk þjóðlagatónlist er kannski í hugum einhverra eldgömul íslensk danskvæði, eins og Goðmundur á Glæsivöllum sem við í Ríó tókum á sínum tíma. Það sem flutt verður á Reykjavík Folk Festival er af sama meiði. Auðvitað er alltaf þróun í tónlist og fram kemur bæði yngra og eldra tónlistarfólk með margvísleg blæbrigði af þjóðlagatónlist,“ segir Helgi Pétursson Ríótríósmaður sem er meðal þeirra sem stendur að þjóðlagahátíðinni Reykjavík Folk Festival, ásamt Snorra Helgasyni, syni sínum. Helgi segir Reykjavík Folk Festival þá fimmtu í röðinni hér á landi á jafnmörgum árum. „Félagi minn og æskuvinur, Ólafur Þórðarson, byrjaði með hátíðina og þegar hann féll frá ákváðum við að halda merkinu á lofti,“ útskýrir hann. „Tónlistarhátíðir af þessu tagi eru mjög vinsælar í Skandinavíu og Norður-Evrópu, líka í Winnipeg og víðar í Kanada og nú fengum við tækifæri til að bjóða tveimur vesturíslenskum tónlistarmönnum á hátíðina sem munu varpa ljósi á þjóðlagatónlistarhefð Kanada. Þeir kunna líka lög héðan sem þeir flytja í heimalandinu og þessi hátíð verður ugglaust til að auka á tengsl þeirra við uppruna sinn.“ Folk Festival fer fram í Gym-og Toniksalnum á Kexi hosteli við Skúlagötu. Hún hefst annað kvöld, fimmtudag, og stendur fram á laugardagskvöld. Fjórir listamenn koma fram á hverju kvöldi. „Við höfum þrisvar áður verið á Kexinu, þar er skemmtilegur salur og eins og breiddin er mikil hjá flytjendunum hefur hið sama mátt segja um áheyrendahópinn á undanförnum árum,“ segir Helgi og fullyrðir að ekkert verði sparað til að skapa notalega og einlæga stemningu. Spurður um verkaskiptinguna milli þeirra feðga svarar Helgi léttur í bragði: „Já, við fengum Snorra til að halda utan um þetta. Hann hefur raðað þessu upp. Ég er bara í snúningum og snatti.“ Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Íslensk þjóðlagatónlist er kannski í hugum einhverra eldgömul íslensk danskvæði, eins og Goðmundur á Glæsivöllum sem við í Ríó tókum á sínum tíma. Það sem flutt verður á Reykjavík Folk Festival er af sama meiði. Auðvitað er alltaf þróun í tónlist og fram kemur bæði yngra og eldra tónlistarfólk með margvísleg blæbrigði af þjóðlagatónlist,“ segir Helgi Pétursson Ríótríósmaður sem er meðal þeirra sem stendur að þjóðlagahátíðinni Reykjavík Folk Festival, ásamt Snorra Helgasyni, syni sínum. Helgi segir Reykjavík Folk Festival þá fimmtu í röðinni hér á landi á jafnmörgum árum. „Félagi minn og æskuvinur, Ólafur Þórðarson, byrjaði með hátíðina og þegar hann féll frá ákváðum við að halda merkinu á lofti,“ útskýrir hann. „Tónlistarhátíðir af þessu tagi eru mjög vinsælar í Skandinavíu og Norður-Evrópu, líka í Winnipeg og víðar í Kanada og nú fengum við tækifæri til að bjóða tveimur vesturíslenskum tónlistarmönnum á hátíðina sem munu varpa ljósi á þjóðlagatónlistarhefð Kanada. Þeir kunna líka lög héðan sem þeir flytja í heimalandinu og þessi hátíð verður ugglaust til að auka á tengsl þeirra við uppruna sinn.“ Folk Festival fer fram í Gym-og Toniksalnum á Kexi hosteli við Skúlagötu. Hún hefst annað kvöld, fimmtudag, og stendur fram á laugardagskvöld. Fjórir listamenn koma fram á hverju kvöldi. „Við höfum þrisvar áður verið á Kexinu, þar er skemmtilegur salur og eins og breiddin er mikil hjá flytjendunum hefur hið sama mátt segja um áheyrendahópinn á undanförnum árum,“ segir Helgi og fullyrðir að ekkert verði sparað til að skapa notalega og einlæga stemningu. Spurður um verkaskiptinguna milli þeirra feðga svarar Helgi léttur í bragði: „Já, við fengum Snorra til að halda utan um þetta. Hann hefur raðað þessu upp. Ég er bara í snúningum og snatti.“
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira