Ég er ekki til Bjarni Karlsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar