Lífið

Hjónabandið hefur oft "dáið“

Samband þeirra hefur átt sínar hæðir og lægðir í gegnum árin.
Samband þeirra hefur átt sínar hæðir og lægðir í gegnum árin. Vísir/Getty
Will Smith hefur viðurkennt að hjónaband sitt til sautján ára með Jödu Pinkett Smith hafi átt „stormasama daga“ og hafi „dáið“ mörgum sinnum.

„Sama hvað þú hefur þá á það eftir að deyja og þú verður að endurfæða eitthvað nýtt. Þú verður að vera tilbúinn til að fylgja öldudalnum,“ sagði leikarinn við The Sun. „Það verða einhverjir leiðinlegir dagar og einhverjir stormasamir og það verður að vera í lagi.“

Einkona hans, Jada, hefur áður sagt að Smith sé meira en eiginmaður í hennar augum en þau eiga tvö börn sem eru á unglingsaldri. „Við vorum með allar þessar reglur en þegar þú heldur áfram í sambandi kemur ákveðið flæði. Will er með allan pakkann.

„Eiginmaðurinn minn“ er eiginlega of lítið orð miðað við hvað hann skiptir miklu máli í lífi mínu,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.