Á enn þá til á kassettu lagið sem breytti öllu á sex mínútum Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 15:00 Lagið How High the Moon með þessari mögnuðu söngkonu varð til þess að djassinn varð fyrir valinu hjá Kristjönu Stefánsdóttur. Fréttablaðið/GVA „Þetta er gamall draumur að rætast,“ segir Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona sem býr sig undir að syngja lög Ellu Fitzgerald með Stórsveit Reykjavíkur. Kristjana hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð íslenskra djasssöngkvenna og á þrátt fyrir ungan aldur að baki glæstan feril. Kristjana er fædd og uppalin á Selfossi og tónlistin hefur alltaf átt hug hennar allan þótt hún hafi ekki alltaf ætlað að leggja djassinn fyrir sig. „Það þurfti nú ekki nema einn útvarpsþátt til þess að breyta lífinu. Ég var svona meira á leiðinni út í klassískt nám, rúmlega tvítug og farin að spá í framhaldsnám á Ítalíu eða kannski í Þýskalandi þegar þetta breyttist allt með einu lagi. Ég lá í sófanum heima hjá ömmu og afa þegar amma kom og sagði við mig: „Kristjana mín, það er einhver djass í útvarpinu,“ og var eflaust með það á hreinu að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég fór að hlusta, það var þáttur um Ellu Fitzgerald og þar var spiluð upptaka með henni á How High the Moon frá tónleikum í Berlín árið 1960. Og þarna var lagið sem breytti öllu þar sem Ella syngur sex mínútna skat-sóló. Ég hlustaði dolfallin á þáttinn til enda og í lokin tók þulurinn fram að þátturinn yrði endurtekinn um kvöldið. Svo ég stökk út í bílinn hans afa, brunaði í búð, keypti kassettu og tók svo þáttinn upp um kvöldið. Ég á þessa kassettu meira að segja enn þá. En þetta varð til þess að ég ákvað að fara í djassinn og áður en ég vissi af þá var ég farin í nám til Hollands.“ Næstkomandi mánudagskvöld ætlar Kristjana að syngja plötuna Ella & Basie frá 1963 í útsetningum Quincy Jones með Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Svíans Daniels Nolgård, píanóleikara og útsetjara. „Stórsveitin er í rosalegu formi þessa dagana og Daniel er algjör snillingur. Þessar útsetningar eru ekki lengur til svo Daniel tók sig til og skrifaði þetta upp eftir upptökunni á plötunni. Þetta eru þrettán þekktir standardar og á einni af þekktustu plötum djassins svo þetta verður alveg hrikalega gaman. Auk djassins hefur Kristjana á síðustu árum einnig starfað í leikhúsi en sýningarnar Jesú litli og Hamlet litli þar sem Kristjana sá um tónlistina og lék einnig í sýningunum nutu báðar gríðarlegra vinsælda og hlutu báðar sýningarnar Grímuverðlaunin sem sýning ársins. Leikhúsið skipar sífellt stærri sess í störfum Kristjönu en hún á reyndar leiklistaráhugann ekki langt að sækja. „Amma var ein af stofnendum Leikfélags Selfoss og leikhúsið hefur alltaf togað smá í mig. Ég er hreinlega alin upp í litla leikhúsinu á Selfossi og þar tók ég þátt í ýmsum verkefnum en alltaf út frá tónlistinni. Ég var alltaf staðráðin í að verða tónlistarmaður en leikhúsið hefur alltaf heillað mig líka. Það eru algjör forréttindi að geta blandað þessu saman enda má eiginlega segja að ég sé með áunna leikhúsbakteríu. Við Bergur Þór erum að fara að vinna nýja trúðasýningu fyrir Borgarleikhúsið. Það verður trúðaópera þannig að tónlistin verður í miklu stærra hlutverki en áður svo ég hlakka alveg rosalega mikið til. Tónlistin verður eflaust alltaf númer eitt hjá mér og ég stefni að því að senda frá mér sólóplötu seinna á árinu. Ég sendi frá mér eitt lag síðasta sumar og þetta er nú meira popp en djass enda við Selfyssingar sérfræðingar í sumarsmellum.“ Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Þetta er gamall draumur að rætast,“ segir Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona sem býr sig undir að syngja lög Ellu Fitzgerald með Stórsveit Reykjavíkur. Kristjana hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð íslenskra djasssöngkvenna og á þrátt fyrir ungan aldur að baki glæstan feril. Kristjana er fædd og uppalin á Selfossi og tónlistin hefur alltaf átt hug hennar allan þótt hún hafi ekki alltaf ætlað að leggja djassinn fyrir sig. „Það þurfti nú ekki nema einn útvarpsþátt til þess að breyta lífinu. Ég var svona meira á leiðinni út í klassískt nám, rúmlega tvítug og farin að spá í framhaldsnám á Ítalíu eða kannski í Þýskalandi þegar þetta breyttist allt með einu lagi. Ég lá í sófanum heima hjá ömmu og afa þegar amma kom og sagði við mig: „Kristjana mín, það er einhver djass í útvarpinu,“ og var eflaust með það á hreinu að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég fór að hlusta, það var þáttur um Ellu Fitzgerald og þar var spiluð upptaka með henni á How High the Moon frá tónleikum í Berlín árið 1960. Og þarna var lagið sem breytti öllu þar sem Ella syngur sex mínútna skat-sóló. Ég hlustaði dolfallin á þáttinn til enda og í lokin tók þulurinn fram að þátturinn yrði endurtekinn um kvöldið. Svo ég stökk út í bílinn hans afa, brunaði í búð, keypti kassettu og tók svo þáttinn upp um kvöldið. Ég á þessa kassettu meira að segja enn þá. En þetta varð til þess að ég ákvað að fara í djassinn og áður en ég vissi af þá var ég farin í nám til Hollands.“ Næstkomandi mánudagskvöld ætlar Kristjana að syngja plötuna Ella & Basie frá 1963 í útsetningum Quincy Jones með Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Svíans Daniels Nolgård, píanóleikara og útsetjara. „Stórsveitin er í rosalegu formi þessa dagana og Daniel er algjör snillingur. Þessar útsetningar eru ekki lengur til svo Daniel tók sig til og skrifaði þetta upp eftir upptökunni á plötunni. Þetta eru þrettán þekktir standardar og á einni af þekktustu plötum djassins svo þetta verður alveg hrikalega gaman. Auk djassins hefur Kristjana á síðustu árum einnig starfað í leikhúsi en sýningarnar Jesú litli og Hamlet litli þar sem Kristjana sá um tónlistina og lék einnig í sýningunum nutu báðar gríðarlegra vinsælda og hlutu báðar sýningarnar Grímuverðlaunin sem sýning ársins. Leikhúsið skipar sífellt stærri sess í störfum Kristjönu en hún á reyndar leiklistaráhugann ekki langt að sækja. „Amma var ein af stofnendum Leikfélags Selfoss og leikhúsið hefur alltaf togað smá í mig. Ég er hreinlega alin upp í litla leikhúsinu á Selfossi og þar tók ég þátt í ýmsum verkefnum en alltaf út frá tónlistinni. Ég var alltaf staðráðin í að verða tónlistarmaður en leikhúsið hefur alltaf heillað mig líka. Það eru algjör forréttindi að geta blandað þessu saman enda má eiginlega segja að ég sé með áunna leikhúsbakteríu. Við Bergur Þór erum að fara að vinna nýja trúðasýningu fyrir Borgarleikhúsið. Það verður trúðaópera þannig að tónlistin verður í miklu stærra hlutverki en áður svo ég hlakka alveg rosalega mikið til. Tónlistin verður eflaust alltaf númer eitt hjá mér og ég stefni að því að senda frá mér sólóplötu seinna á árinu. Ég sendi frá mér eitt lag síðasta sumar og þetta er nú meira popp en djass enda við Selfyssingar sérfræðingar í sumarsmellum.“
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira