Sovét Sjálfstæðisflokksins Lýður Árnason skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar