Sovét Sjálfstæðisflokksins Lýður Árnason skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar