Sovét Sjálfstæðisflokksins Lýður Árnason skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hið íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvótakerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega var kvótakerfinu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörkun fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönnum að kaupa veiðiheimildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi einungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þessum tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævarandi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráðandi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannréttindi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávarútvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geirnegla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönnum svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét.Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávarútvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná framgangi með sovésku andfrelsi sínu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar