Fórnarlömb Dyflinnarkerfisins Toshiki Toma skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar