Star Wars-safn metið á 300 þúsund Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Íris björk Róberts glaðbeitt hjá Star Wars-safninu í stofunni heima hjá sér. Vísir/Stefán Grafíski hönnuðurinn Íris Björk Róberts hefur safnað Star Wars-fígúrum í tæp tuttugu ár og á hún yfir 70 til 80 slíkar, sem enn eru í pakkningunum. Verðmæti þeirra eykst með hverju árinu en í dag er safnið metið á að minnsta kosti 300 þúsund krónur. „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var í skóla í Kaliforníu fór ég á einhverja bílskúrssölu. Þar var kona að selja í garðinum sínum og þarna voru einhverjir sex karlar í pakkningunum. Ég spurði hana hvort ég mætti kaupa þá og hún sagði: „Já, sonur minn vill ekkert með þetta hafa lengur“. Eftir þetta byrjaði ég hægt og rólega að safna,“ segir hinn 26 ára Star Wars-aðdáandi, sem einnig er með þrjú Star Wars-húðflúr. Þessar fyrstu sex fígúrur voru m.a. Svarthöfði, Lea prinsessa, Logi geimgengill og Stormtrooper. „Ég byrjaði á aðalpersónunum en mér finnst núna skemmtilegast að safna þeim sem eru kannski ekki í aðalmyndunum og sumar eru bara í nokkrar sekúndur á skjánum.“ Hún hefur í gegnum árin helst keypt fígúrur í gegnum síðuna eBay en einnig fengið þær að gjöf. Að sögn Írisar Bjarkar eru elstu fígúrurnar hennar því miður ekki eldri en 20 ára, flestar framleiddar á árunum 1995 til 1998. Hún hefur sett sér það markmið að eignast þær elstu, frá því fyrstu Star Wars-myndirnar komu út 1977 til 1983, í pakkningunum. Eins og staðan er núna á hún aðeins 12-15 slíkar og hafa pakkningar þeirra allra verið opnaðar. Verðmætasta fígúran hennar, Weequay, er í toppstandi metin á allt að 400 dali, eða rúmar 50 þúsund krónur. Hennar útgáfa er aftur á móti metin á 200-250 dali, eða 25-30 þúsund krónur, því pakkningarnar eru ekki upp á sitt besta. „Ég hef séð svona karl opnaðan [úr pakkningunni] og það er það sorglegasta sem ég hef séð.“ Hún segir að verðmætustu fígúrurnar séu þær sjaldgæfustu. Oftast þær sem hafa verið framleiddar í fáum eintökum, yfirleitt vegna galla í prentun, t.d. ef vitlaus mynd hefur verið á pakkningunni. Einnig eru fígúrur sem hafa t.d. bara verið gefnar út í Mexíkó, vegna þess að ekki var talið að markaður væri fyrir þær í Bandaríkjunum, verðmætari en aðrar. Stutt er síðan breskur safnari, sem á 10 þúsund Star Wars-fígúrur, seldi eina slíka af Boba Fett fyrir rúmar þrjár og hálfa milljón króna. Hún var að sjálfsögðu enn í pakkningunni. Peninginn ætlar hann að nota upp í útborgun á nýju húsi.Hluti af Star Wars-fígúrunum hennar Írisar Bjarkar.Íris Björk segist hafa byrjað að safna fígúrunum af áhuganum einum saman en núna er þetta orðin meiri fjárfesting. „Mér finnst mjög gaman að hafa þetta hjá mér og horfa á þetta. Um leið og ég er búin að taka fígúruna úr pakkningunni finnst mér hún ljót,“ segir hún og bætir við að öllum sem koma til hennar í heimsókn finnst safnið hennar mjög merkilegt en það er geymt í glerskáp í stofunni. Strákar eru sérstaklega áhugasamir um safnið en kærasta Írisar er ekki eins spennt. „Hún er ekkert svo hrifin af því að hafa þetta í stofunni en ég held að hún sé búin að gefast upp,“ segir Íris Björk og hlær. „Vonandi í framtíðinni ef ég verð komin með hús þá get ég haft sérherbergi fyrir þetta.“ Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn Íris Björk Róberts hefur safnað Star Wars-fígúrum í tæp tuttugu ár og á hún yfir 70 til 80 slíkar, sem enn eru í pakkningunum. Verðmæti þeirra eykst með hverju árinu en í dag er safnið metið á að minnsta kosti 300 þúsund krónur. „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var í skóla í Kaliforníu fór ég á einhverja bílskúrssölu. Þar var kona að selja í garðinum sínum og þarna voru einhverjir sex karlar í pakkningunum. Ég spurði hana hvort ég mætti kaupa þá og hún sagði: „Já, sonur minn vill ekkert með þetta hafa lengur“. Eftir þetta byrjaði ég hægt og rólega að safna,“ segir hinn 26 ára Star Wars-aðdáandi, sem einnig er með þrjú Star Wars-húðflúr. Þessar fyrstu sex fígúrur voru m.a. Svarthöfði, Lea prinsessa, Logi geimgengill og Stormtrooper. „Ég byrjaði á aðalpersónunum en mér finnst núna skemmtilegast að safna þeim sem eru kannski ekki í aðalmyndunum og sumar eru bara í nokkrar sekúndur á skjánum.“ Hún hefur í gegnum árin helst keypt fígúrur í gegnum síðuna eBay en einnig fengið þær að gjöf. Að sögn Írisar Bjarkar eru elstu fígúrurnar hennar því miður ekki eldri en 20 ára, flestar framleiddar á árunum 1995 til 1998. Hún hefur sett sér það markmið að eignast þær elstu, frá því fyrstu Star Wars-myndirnar komu út 1977 til 1983, í pakkningunum. Eins og staðan er núna á hún aðeins 12-15 slíkar og hafa pakkningar þeirra allra verið opnaðar. Verðmætasta fígúran hennar, Weequay, er í toppstandi metin á allt að 400 dali, eða rúmar 50 þúsund krónur. Hennar útgáfa er aftur á móti metin á 200-250 dali, eða 25-30 þúsund krónur, því pakkningarnar eru ekki upp á sitt besta. „Ég hef séð svona karl opnaðan [úr pakkningunni] og það er það sorglegasta sem ég hef séð.“ Hún segir að verðmætustu fígúrurnar séu þær sjaldgæfustu. Oftast þær sem hafa verið framleiddar í fáum eintökum, yfirleitt vegna galla í prentun, t.d. ef vitlaus mynd hefur verið á pakkningunni. Einnig eru fígúrur sem hafa t.d. bara verið gefnar út í Mexíkó, vegna þess að ekki var talið að markaður væri fyrir þær í Bandaríkjunum, verðmætari en aðrar. Stutt er síðan breskur safnari, sem á 10 þúsund Star Wars-fígúrur, seldi eina slíka af Boba Fett fyrir rúmar þrjár og hálfa milljón króna. Hún var að sjálfsögðu enn í pakkningunni. Peninginn ætlar hann að nota upp í útborgun á nýju húsi.Hluti af Star Wars-fígúrunum hennar Írisar Bjarkar.Íris Björk segist hafa byrjað að safna fígúrunum af áhuganum einum saman en núna er þetta orðin meiri fjárfesting. „Mér finnst mjög gaman að hafa þetta hjá mér og horfa á þetta. Um leið og ég er búin að taka fígúruna úr pakkningunni finnst mér hún ljót,“ segir hún og bætir við að öllum sem koma til hennar í heimsókn finnst safnið hennar mjög merkilegt en það er geymt í glerskáp í stofunni. Strákar eru sérstaklega áhugasamir um safnið en kærasta Írisar er ekki eins spennt. „Hún er ekkert svo hrifin af því að hafa þetta í stofunni en ég held að hún sé búin að gefast upp,“ segir Íris Björk og hlær. „Vonandi í framtíðinni ef ég verð komin með hús þá get ég haft sérherbergi fyrir þetta.“
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira