Star Wars-safn metið á 300 þúsund Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Íris björk Róberts glaðbeitt hjá Star Wars-safninu í stofunni heima hjá sér. Vísir/Stefán Grafíski hönnuðurinn Íris Björk Róberts hefur safnað Star Wars-fígúrum í tæp tuttugu ár og á hún yfir 70 til 80 slíkar, sem enn eru í pakkningunum. Verðmæti þeirra eykst með hverju árinu en í dag er safnið metið á að minnsta kosti 300 þúsund krónur. „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var í skóla í Kaliforníu fór ég á einhverja bílskúrssölu. Þar var kona að selja í garðinum sínum og þarna voru einhverjir sex karlar í pakkningunum. Ég spurði hana hvort ég mætti kaupa þá og hún sagði: „Já, sonur minn vill ekkert með þetta hafa lengur“. Eftir þetta byrjaði ég hægt og rólega að safna,“ segir hinn 26 ára Star Wars-aðdáandi, sem einnig er með þrjú Star Wars-húðflúr. Þessar fyrstu sex fígúrur voru m.a. Svarthöfði, Lea prinsessa, Logi geimgengill og Stormtrooper. „Ég byrjaði á aðalpersónunum en mér finnst núna skemmtilegast að safna þeim sem eru kannski ekki í aðalmyndunum og sumar eru bara í nokkrar sekúndur á skjánum.“ Hún hefur í gegnum árin helst keypt fígúrur í gegnum síðuna eBay en einnig fengið þær að gjöf. Að sögn Írisar Bjarkar eru elstu fígúrurnar hennar því miður ekki eldri en 20 ára, flestar framleiddar á árunum 1995 til 1998. Hún hefur sett sér það markmið að eignast þær elstu, frá því fyrstu Star Wars-myndirnar komu út 1977 til 1983, í pakkningunum. Eins og staðan er núna á hún aðeins 12-15 slíkar og hafa pakkningar þeirra allra verið opnaðar. Verðmætasta fígúran hennar, Weequay, er í toppstandi metin á allt að 400 dali, eða rúmar 50 þúsund krónur. Hennar útgáfa er aftur á móti metin á 200-250 dali, eða 25-30 þúsund krónur, því pakkningarnar eru ekki upp á sitt besta. „Ég hef séð svona karl opnaðan [úr pakkningunni] og það er það sorglegasta sem ég hef séð.“ Hún segir að verðmætustu fígúrurnar séu þær sjaldgæfustu. Oftast þær sem hafa verið framleiddar í fáum eintökum, yfirleitt vegna galla í prentun, t.d. ef vitlaus mynd hefur verið á pakkningunni. Einnig eru fígúrur sem hafa t.d. bara verið gefnar út í Mexíkó, vegna þess að ekki var talið að markaður væri fyrir þær í Bandaríkjunum, verðmætari en aðrar. Stutt er síðan breskur safnari, sem á 10 þúsund Star Wars-fígúrur, seldi eina slíka af Boba Fett fyrir rúmar þrjár og hálfa milljón króna. Hún var að sjálfsögðu enn í pakkningunni. Peninginn ætlar hann að nota upp í útborgun á nýju húsi.Hluti af Star Wars-fígúrunum hennar Írisar Bjarkar.Íris Björk segist hafa byrjað að safna fígúrunum af áhuganum einum saman en núna er þetta orðin meiri fjárfesting. „Mér finnst mjög gaman að hafa þetta hjá mér og horfa á þetta. Um leið og ég er búin að taka fígúruna úr pakkningunni finnst mér hún ljót,“ segir hún og bætir við að öllum sem koma til hennar í heimsókn finnst safnið hennar mjög merkilegt en það er geymt í glerskáp í stofunni. Strákar eru sérstaklega áhugasamir um safnið en kærasta Írisar er ekki eins spennt. „Hún er ekkert svo hrifin af því að hafa þetta í stofunni en ég held að hún sé búin að gefast upp,“ segir Íris Björk og hlær. „Vonandi í framtíðinni ef ég verð komin með hús þá get ég haft sérherbergi fyrir þetta.“ Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn Íris Björk Róberts hefur safnað Star Wars-fígúrum í tæp tuttugu ár og á hún yfir 70 til 80 slíkar, sem enn eru í pakkningunum. Verðmæti þeirra eykst með hverju árinu en í dag er safnið metið á að minnsta kosti 300 þúsund krónur. „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var í skóla í Kaliforníu fór ég á einhverja bílskúrssölu. Þar var kona að selja í garðinum sínum og þarna voru einhverjir sex karlar í pakkningunum. Ég spurði hana hvort ég mætti kaupa þá og hún sagði: „Já, sonur minn vill ekkert með þetta hafa lengur“. Eftir þetta byrjaði ég hægt og rólega að safna,“ segir hinn 26 ára Star Wars-aðdáandi, sem einnig er með þrjú Star Wars-húðflúr. Þessar fyrstu sex fígúrur voru m.a. Svarthöfði, Lea prinsessa, Logi geimgengill og Stormtrooper. „Ég byrjaði á aðalpersónunum en mér finnst núna skemmtilegast að safna þeim sem eru kannski ekki í aðalmyndunum og sumar eru bara í nokkrar sekúndur á skjánum.“ Hún hefur í gegnum árin helst keypt fígúrur í gegnum síðuna eBay en einnig fengið þær að gjöf. Að sögn Írisar Bjarkar eru elstu fígúrurnar hennar því miður ekki eldri en 20 ára, flestar framleiddar á árunum 1995 til 1998. Hún hefur sett sér það markmið að eignast þær elstu, frá því fyrstu Star Wars-myndirnar komu út 1977 til 1983, í pakkningunum. Eins og staðan er núna á hún aðeins 12-15 slíkar og hafa pakkningar þeirra allra verið opnaðar. Verðmætasta fígúran hennar, Weequay, er í toppstandi metin á allt að 400 dali, eða rúmar 50 þúsund krónur. Hennar útgáfa er aftur á móti metin á 200-250 dali, eða 25-30 þúsund krónur, því pakkningarnar eru ekki upp á sitt besta. „Ég hef séð svona karl opnaðan [úr pakkningunni] og það er það sorglegasta sem ég hef séð.“ Hún segir að verðmætustu fígúrurnar séu þær sjaldgæfustu. Oftast þær sem hafa verið framleiddar í fáum eintökum, yfirleitt vegna galla í prentun, t.d. ef vitlaus mynd hefur verið á pakkningunni. Einnig eru fígúrur sem hafa t.d. bara verið gefnar út í Mexíkó, vegna þess að ekki var talið að markaður væri fyrir þær í Bandaríkjunum, verðmætari en aðrar. Stutt er síðan breskur safnari, sem á 10 þúsund Star Wars-fígúrur, seldi eina slíka af Boba Fett fyrir rúmar þrjár og hálfa milljón króna. Hún var að sjálfsögðu enn í pakkningunni. Peninginn ætlar hann að nota upp í útborgun á nýju húsi.Hluti af Star Wars-fígúrunum hennar Írisar Bjarkar.Íris Björk segist hafa byrjað að safna fígúrunum af áhuganum einum saman en núna er þetta orðin meiri fjárfesting. „Mér finnst mjög gaman að hafa þetta hjá mér og horfa á þetta. Um leið og ég er búin að taka fígúruna úr pakkningunni finnst mér hún ljót,“ segir hún og bætir við að öllum sem koma til hennar í heimsókn finnst safnið hennar mjög merkilegt en það er geymt í glerskáp í stofunni. Strákar eru sérstaklega áhugasamir um safnið en kærasta Írisar er ekki eins spennt. „Hún er ekkert svo hrifin af því að hafa þetta í stofunni en ég held að hún sé búin að gefast upp,“ segir Íris Björk og hlær. „Vonandi í framtíðinni ef ég verð komin með hús þá get ég haft sérherbergi fyrir þetta.“
Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira