Ungur Húsvíkingur í tónleikaferð erlendis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. febrúar 2015 09:00 Axel Flóvent Daðason hefur verið líkt við Bon Iver. mynd/gunnar ásgeirsson „Það er allt að gerast núna,“ segir Axel Flóvent Daðason, tæplega tvítugur húsvískur tónlistarmaður. Árið 2013 gaf hann út EP-plötu sem ber nafnið Your Ghost. Eitt laga plötunnar, Snow, hefur fengið yfir 160.000 spilanir á tónlistarveitunni Spotify að undanförnu. „Ég kann í raun enga skýringu á þessu,“ svarar Axel aðspurður um velgengni lagsins. Það hafi byrjað allt í einu að hækka í desember og hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá. „Ég veit að annað lag af plötunni, Midnight, rataði inn á opinberan indie-folk-lagalista hjá Spotify í Kanada. Það er spurning hvort Snow hafi farið á einhvern svipaðan lista, ég veit það bara ekki.“ Í fyrra kom út smáskífan Beach en á B-hlið hennar má finna ábreiðu Axels á Franc Ocean-laginu Swim Good. Heimasíða Red Bull á Ítalíu, eins undarlegt og það kann að hljóma, segir frá laginu og líkir Axel við bandarísku sveitina Bon Iver. Á Your Ghost má síðan finna lagið Pyramids en Axel segir það ekki tengjast Frank Ocean heldur skólaverkefni sem hann gerði. Í lok janúar heyrði umboðsmaður í honum og starfa þeir nú saman. Hann kom Axel í samband við bókunarskrifstofur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Axel er einnig með samning við breskt útgáfufyrirtæki sem heitir Trellis Records og hefur í hyggju að gefa EP-plötuna hans út á Englandi. „Ég þarf að vísu að taka EP-plötuna upp á nýjan leik þar sem þeim þótti hljómurinn á henni ekki nægilega góður,“ segir hann. Við plötuna bætist lagið Beach og hún mun fá nafnið Forest Fires. Í kjölfar útgáfunnar er stefnt að kynningu á efninu erlendis. Liður í því verkefni er meðal annars tónleikaferð hans um Bretland í páskafríinu sínu. Axel er búsettur á Akureyri þar sem hann klárar menntaskóla. Hann gerir ráð fyrir að flytjast suður að honum loknum. „Planið er að drífa sig suður eftir útskrift og fara í þetta af fullum þunga. Flestir tónleikarnir eru fyrir sunnan og það getur verið bras að fá fólk til að spila með sér,“ segir Axel. Í augnablikinu kemur hann oftast fram einn með kassagítar en stundum er fiðluleikari með honum. „Ég er búinn að semja efni sem fyllir breiðskífu og um leið og Your Ghost er komin út úti þá geri ég ráð fyrir að byrja á upptökum.“ Hann veit ekki ennþá hvenær platan kemur út en það ætti að skýrast áður en langt um líður. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Boðar síðustu tónleika IceGuys Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Sjá meira
„Það er allt að gerast núna,“ segir Axel Flóvent Daðason, tæplega tvítugur húsvískur tónlistarmaður. Árið 2013 gaf hann út EP-plötu sem ber nafnið Your Ghost. Eitt laga plötunnar, Snow, hefur fengið yfir 160.000 spilanir á tónlistarveitunni Spotify að undanförnu. „Ég kann í raun enga skýringu á þessu,“ svarar Axel aðspurður um velgengni lagsins. Það hafi byrjað allt í einu að hækka í desember og hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá. „Ég veit að annað lag af plötunni, Midnight, rataði inn á opinberan indie-folk-lagalista hjá Spotify í Kanada. Það er spurning hvort Snow hafi farið á einhvern svipaðan lista, ég veit það bara ekki.“ Í fyrra kom út smáskífan Beach en á B-hlið hennar má finna ábreiðu Axels á Franc Ocean-laginu Swim Good. Heimasíða Red Bull á Ítalíu, eins undarlegt og það kann að hljóma, segir frá laginu og líkir Axel við bandarísku sveitina Bon Iver. Á Your Ghost má síðan finna lagið Pyramids en Axel segir það ekki tengjast Frank Ocean heldur skólaverkefni sem hann gerði. Í lok janúar heyrði umboðsmaður í honum og starfa þeir nú saman. Hann kom Axel í samband við bókunarskrifstofur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Axel er einnig með samning við breskt útgáfufyrirtæki sem heitir Trellis Records og hefur í hyggju að gefa EP-plötuna hans út á Englandi. „Ég þarf að vísu að taka EP-plötuna upp á nýjan leik þar sem þeim þótti hljómurinn á henni ekki nægilega góður,“ segir hann. Við plötuna bætist lagið Beach og hún mun fá nafnið Forest Fires. Í kjölfar útgáfunnar er stefnt að kynningu á efninu erlendis. Liður í því verkefni er meðal annars tónleikaferð hans um Bretland í páskafríinu sínu. Axel er búsettur á Akureyri þar sem hann klárar menntaskóla. Hann gerir ráð fyrir að flytjast suður að honum loknum. „Planið er að drífa sig suður eftir útskrift og fara í þetta af fullum þunga. Flestir tónleikarnir eru fyrir sunnan og það getur verið bras að fá fólk til að spila með sér,“ segir Axel. Í augnablikinu kemur hann oftast fram einn með kassagítar en stundum er fiðluleikari með honum. „Ég er búinn að semja efni sem fyllir breiðskífu og um leið og Your Ghost er komin út úti þá geri ég ráð fyrir að byrja á upptökum.“ Hann veit ekki ennþá hvenær platan kemur út en það ætti að skýrast áður en langt um líður.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Boðar síðustu tónleika IceGuys Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Sjá meira