Það er gefandi að sjá nemendur blómstra Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 09:30 Ólafur og Ólöf hafa gaman af því að halda námskeiðin. Vísir/Vilhelm „Þetta er leiklist með sjálfstyrkingar ívafi, alls konar æfingar sem eru leiklistaræfingar og eru til þess gerðar að opna fyrir sköpunarflæðið og sköpunarkraftinn hjá fólki,“ segir Ólöf Sverrisdóttir leikkona, sem ásamt Ólafi Guðmundssyni leikara hefur staðið fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir fullorðna síðan árið 2008. Námskeiðið er ekki einungis ætlað þeim sem hyggja á frekara leiklistarnám heldur ekki síður þeim sem vilja losa um hömlur, skemmta sér og fá útrás fyrir sköpunarkraftinn. „Það er alltaf eitthvað af ungu fólki sem jafnvel ætlar sér að fara í leiklistarskóla og er að sækja um erlendis eða hér heima og svo er þetta bara fólk á öllum aldri.“ Námskeiðið er opið öllum þeim sem eru eldri en sautján ára en Ólöf segir að þeim Ólafi hafi fundist vanta leiklistarnámskeið fyrir fólk á fullorðinsaldri. „Áður en ég fór sjálf í leiklistarskólann var Helgi Skúlason alltaf með svona námskeið, þá var ég í háskólanum og fór á svona námskeið hjá honum, þá var þetta fólk á öllum aldri og öllum fannst svo gaman,“ segir hún og bætir við: „Þá hugsaði ég: Já, þetta er eitthvað sem vantar. Þegar ég byrjaði með námskeiðin þá var ekkert svona í gangi þannig að maður fann það alveg að það var akkúrat þörf á þessu.“ Fólk á öllum aldri hefur skráð sig á námskeiði. „Það er ein sjötug sem er að byrja núna og alveg niður í tuttugu og tveggja ára. Þannig að þetta er víður aldur.“ Hún segir leiklistina til margs nýtilega, meðal annars til þess að hjálpa fólki að takast á við feimni og þau Ólafur sjái nemendurna lifna við fyrir framan sig. „Við erum voða ánægð með okkur og það sem gefur okkur mest er að sjá fólkið blómstra fyrir framan augunum á okkur. Maður sér bara með hverjum tímanum að fólk er að koma út úr skelinni og verða flottara, sterkara og slakara,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að það sé aðalástæðan fyrir því að hún hafi svo mikla ánægju af að halda námskeiðin. „Manni finnst maður bara hafa eitthvað að gefa. Þetta er ekki bara leiklistarnámskeið, þó að það sé gaman og gefi helling þá er þetta fyrir hvern sem er, þá sem eru jafnvel feimnir og þurfa á þessu að halda.“ Næsta námskeið hefst á morgun klukkan 20.15 í Engjateigi 1 og nánari upplýsingar um skráningu má nálgast á netfanginu iceolof@hotmail.com. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
„Þetta er leiklist með sjálfstyrkingar ívafi, alls konar æfingar sem eru leiklistaræfingar og eru til þess gerðar að opna fyrir sköpunarflæðið og sköpunarkraftinn hjá fólki,“ segir Ólöf Sverrisdóttir leikkona, sem ásamt Ólafi Guðmundssyni leikara hefur staðið fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir fullorðna síðan árið 2008. Námskeiðið er ekki einungis ætlað þeim sem hyggja á frekara leiklistarnám heldur ekki síður þeim sem vilja losa um hömlur, skemmta sér og fá útrás fyrir sköpunarkraftinn. „Það er alltaf eitthvað af ungu fólki sem jafnvel ætlar sér að fara í leiklistarskóla og er að sækja um erlendis eða hér heima og svo er þetta bara fólk á öllum aldri.“ Námskeiðið er opið öllum þeim sem eru eldri en sautján ára en Ólöf segir að þeim Ólafi hafi fundist vanta leiklistarnámskeið fyrir fólk á fullorðinsaldri. „Áður en ég fór sjálf í leiklistarskólann var Helgi Skúlason alltaf með svona námskeið, þá var ég í háskólanum og fór á svona námskeið hjá honum, þá var þetta fólk á öllum aldri og öllum fannst svo gaman,“ segir hún og bætir við: „Þá hugsaði ég: Já, þetta er eitthvað sem vantar. Þegar ég byrjaði með námskeiðin þá var ekkert svona í gangi þannig að maður fann það alveg að það var akkúrat þörf á þessu.“ Fólk á öllum aldri hefur skráð sig á námskeiði. „Það er ein sjötug sem er að byrja núna og alveg niður í tuttugu og tveggja ára. Þannig að þetta er víður aldur.“ Hún segir leiklistina til margs nýtilega, meðal annars til þess að hjálpa fólki að takast á við feimni og þau Ólafur sjái nemendurna lifna við fyrir framan sig. „Við erum voða ánægð með okkur og það sem gefur okkur mest er að sjá fólkið blómstra fyrir framan augunum á okkur. Maður sér bara með hverjum tímanum að fólk er að koma út úr skelinni og verða flottara, sterkara og slakara,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að það sé aðalástæðan fyrir því að hún hafi svo mikla ánægju af að halda námskeiðin. „Manni finnst maður bara hafa eitthvað að gefa. Þetta er ekki bara leiklistarnámskeið, þó að það sé gaman og gefi helling þá er þetta fyrir hvern sem er, þá sem eru jafnvel feimnir og þurfa á þessu að halda.“ Næsta námskeið hefst á morgun klukkan 20.15 í Engjateigi 1 og nánari upplýsingar um skráningu má nálgast á netfanginu iceolof@hotmail.com.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira