Notar gong í heilun, hugleiðslu og slökun Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2015 10:00 Siri Gopal Hefur leikið á gong í sjö ár. Vísir/Ernir „Fyrir mörgum árum sagði góð vinkona mín við mig að ég þyrfti að læra að spila á gong. Ég fjárfesti í gongi og hef spilað á það síðan,“ segir Siri Gopal Singh kundalini-jógakennari og gong-heilari. Hann er frá Los Angeles og er staddur hér á landi og mun kenna námskeið í gong-heilun um helgina. „Gong er notað á margskonar máta, í sinfóníum, rokkhljómsveitum og á allskyns tónlistarvettvangi. Ég spila á það og eins og ég var þjálfaður til,“ segir Siri Gopal, sem notar hljóðfærið í heilun, hugleiðslu og slökun. Hann hefur spilað á gong í sjö ár og ferðast víða. „Nú ferðast ég um heiminn og kenni. Um helgina er ég á Íslandi og í desember var ég í Kína að kenna allt frá viðskiptafólki til heimavinnandi húsmæðra.“ Hann segir hægt að nota gong til þess að vinna á ýmiss konar kvillum og létta lund. „Ég var með viðskiptavin sem var á leið í aðgerð. Ég gerði læknandi gong-hugleiðslu fyrir hana sem róar hugann svo hún gæti verið afslöppuð og tilbúin fyrir aðgerðina.“ Siri Gopal hefur einnig haft nemendur og viðskiptavini sem glíma við þunglyndi eða eru að komast yfir sambandsslit. Hann hefur mikla ánægju af starfi sínu. „Hvenær sem ég er að vinna með nema eða er með hóptíma er ég líka að njóta góðs af því,“ segir hann og bætir við að hann spili einnig á gong í einrúmi fyrir sjálfan sig. „Ég var með kennara sem lærði að spila á gong af Yogi Bahajan í mörg ár. Ég tók marga tíma og svo skiptir máli að halda áfram og æfa sig stöðugt, eins og með allt.“ Sjálfur á Siri Gopal tvö gong. „Það eru sumir sem verða yfir sig hrifnir af gongum, eiga kannski ellefu stykki og eru með þau um allt hús,“ segir hann og hlær. „Ég kýs fremur að einbeita mér að því að nota eitt gong og skapa samband við það,“ segir hann og bætir við að hljóðið í gonginu breytist með árunum. Siri Gopal ferðaðist með gong til landsins sem mun vera í jógastöðinni Andartak þar sem það verður notað í heilun og gong-slökun. „Það er um áttatíu sentimetrar að stærð og mjög fallegt. Það mun hljóma dásamlega um helgina en eftir nokkur ár mun það búa yfir enn ríkari hljómi vegna þess að það mun drekka í sig allt íslenska loftið,“ segir hann og hlær. Siri Gopal verður með opið námskeið í Andartak Kundalini-jógastöð um helgina, nánari upplýsingar má nálgast á Andartak.is. Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
„Fyrir mörgum árum sagði góð vinkona mín við mig að ég þyrfti að læra að spila á gong. Ég fjárfesti í gongi og hef spilað á það síðan,“ segir Siri Gopal Singh kundalini-jógakennari og gong-heilari. Hann er frá Los Angeles og er staddur hér á landi og mun kenna námskeið í gong-heilun um helgina. „Gong er notað á margskonar máta, í sinfóníum, rokkhljómsveitum og á allskyns tónlistarvettvangi. Ég spila á það og eins og ég var þjálfaður til,“ segir Siri Gopal, sem notar hljóðfærið í heilun, hugleiðslu og slökun. Hann hefur spilað á gong í sjö ár og ferðast víða. „Nú ferðast ég um heiminn og kenni. Um helgina er ég á Íslandi og í desember var ég í Kína að kenna allt frá viðskiptafólki til heimavinnandi húsmæðra.“ Hann segir hægt að nota gong til þess að vinna á ýmiss konar kvillum og létta lund. „Ég var með viðskiptavin sem var á leið í aðgerð. Ég gerði læknandi gong-hugleiðslu fyrir hana sem róar hugann svo hún gæti verið afslöppuð og tilbúin fyrir aðgerðina.“ Siri Gopal hefur einnig haft nemendur og viðskiptavini sem glíma við þunglyndi eða eru að komast yfir sambandsslit. Hann hefur mikla ánægju af starfi sínu. „Hvenær sem ég er að vinna með nema eða er með hóptíma er ég líka að njóta góðs af því,“ segir hann og bætir við að hann spili einnig á gong í einrúmi fyrir sjálfan sig. „Ég var með kennara sem lærði að spila á gong af Yogi Bahajan í mörg ár. Ég tók marga tíma og svo skiptir máli að halda áfram og æfa sig stöðugt, eins og með allt.“ Sjálfur á Siri Gopal tvö gong. „Það eru sumir sem verða yfir sig hrifnir af gongum, eiga kannski ellefu stykki og eru með þau um allt hús,“ segir hann og hlær. „Ég kýs fremur að einbeita mér að því að nota eitt gong og skapa samband við það,“ segir hann og bætir við að hljóðið í gonginu breytist með árunum. Siri Gopal ferðaðist með gong til landsins sem mun vera í jógastöðinni Andartak þar sem það verður notað í heilun og gong-slökun. „Það er um áttatíu sentimetrar að stærð og mjög fallegt. Það mun hljóma dásamlega um helgina en eftir nokkur ár mun það búa yfir enn ríkari hljómi vegna þess að það mun drekka í sig allt íslenska loftið,“ segir hann og hlær. Siri Gopal verður með opið námskeið í Andartak Kundalini-jógastöð um helgina, nánari upplýsingar má nálgast á Andartak.is.
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira