Okkur mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 14:30 „Mér finnst það bara góð tilfinning að vera að láta af störfum,“ segir séra Gunnar. Vísir/Stefán „Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“ Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira
„Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira