Bragi ber ábyrgð á nafninu langastöng Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 08:30 Pælingin á bak við nafnið er að stöngin sé framlenging á handleggnum. Vísir/Valli „Já ég er sekur, nafnið langastöng er frá mér komið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann er ábyrgur fyrir nafninu langastöng á einu vinsælasta fyrirbæri síðasta árs, selfie-stönginni. Orðið langastöng er þó ekki nýyrði, heldur er það gamalt orð yfir fingurinn löngutöng. „Það er nú einmitt pælingin á bak við þetta nafn, að þetta sé framlenging á handleggnum eða hendinni. Orðið er ekki bara sniðugt, ég er líka svona sniðugur,“ segir Bragi léttur. Langastöng er þó ekki eina orðið sem notað hefur verið yfir þetta fyrirbæri en orð eins og montprik, kjánaprik og sjálfustöng hafa öll verið notuð. „Það var víst mikil og fjörug umræða um þetta á Twitter um daginn hvort nota ætti montprik eða löngustöng,“ bætir Bragi við. „Svo er bara spurning hvort og hvaða orð nær að festast við þetta.“ Guðmundur A. Guðmundsson, markaðsstjóri hjá NOVA, líkir löngustangaræðinu við Sodastream- og fótanuddtækisæðin sem gripu landann fyrir þó nokkrum árum. „Það varð eiginlega allt tryllt. Við byrjuðum að selja þetta vel fyrir jólin. Þetta hefur verið Sodastream eða fótanuddtæki ársins. Það er eiginlega sama hvar á landinu verslunin var staðsett, þetta flaug út,“ segir Guðmundur. Stöngin var einstaklega vinsæl gjöf enda seldist hún margsinnis upp fyrir jólin. „Þetta var eiginlega alltaf uppselt, enda vinsælt í pakkann og sérstaklega sem möndlugjöf,“ segir hann.Langastöngnordicphotos/gettyGunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, hefur svipaða sögu að segja. „Við tókum stangirnar í sölu í nóvember, en þær flugu út eftir því sem nær dró jólum og voru aðeins örfá stykki eftir þegar hátíðirnar gengu í garð. Hafa þær eflaust verið dregnar fram í ófáum jólaboðunum, enda tilvaldar til að ná myndum af heilu stórfjölskyldunum í einu,“ segir Gunnhildur. Hún reiknar með að magnið sem hafi farið út fyrir jól hafi hlaupið á nokkrum hundruðum. Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
„Já ég er sekur, nafnið langastöng er frá mér komið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hann er ábyrgur fyrir nafninu langastöng á einu vinsælasta fyrirbæri síðasta árs, selfie-stönginni. Orðið langastöng er þó ekki nýyrði, heldur er það gamalt orð yfir fingurinn löngutöng. „Það er nú einmitt pælingin á bak við þetta nafn, að þetta sé framlenging á handleggnum eða hendinni. Orðið er ekki bara sniðugt, ég er líka svona sniðugur,“ segir Bragi léttur. Langastöng er þó ekki eina orðið sem notað hefur verið yfir þetta fyrirbæri en orð eins og montprik, kjánaprik og sjálfustöng hafa öll verið notuð. „Það var víst mikil og fjörug umræða um þetta á Twitter um daginn hvort nota ætti montprik eða löngustöng,“ bætir Bragi við. „Svo er bara spurning hvort og hvaða orð nær að festast við þetta.“ Guðmundur A. Guðmundsson, markaðsstjóri hjá NOVA, líkir löngustangaræðinu við Sodastream- og fótanuddtækisæðin sem gripu landann fyrir þó nokkrum árum. „Það varð eiginlega allt tryllt. Við byrjuðum að selja þetta vel fyrir jólin. Þetta hefur verið Sodastream eða fótanuddtæki ársins. Það er eiginlega sama hvar á landinu verslunin var staðsett, þetta flaug út,“ segir Guðmundur. Stöngin var einstaklega vinsæl gjöf enda seldist hún margsinnis upp fyrir jólin. „Þetta var eiginlega alltaf uppselt, enda vinsælt í pakkann og sérstaklega sem möndlugjöf,“ segir hann.Langastöngnordicphotos/gettyGunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, hefur svipaða sögu að segja. „Við tókum stangirnar í sölu í nóvember, en þær flugu út eftir því sem nær dró jólum og voru aðeins örfá stykki eftir þegar hátíðirnar gengu í garð. Hafa þær eflaust verið dregnar fram í ófáum jólaboðunum, enda tilvaldar til að ná myndum af heilu stórfjölskyldunum í einu,“ segir Gunnhildur. Hún reiknar með að magnið sem hafi farið út fyrir jól hafi hlaupið á nokkrum hundruðum.
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira