Fólk á flótta og í bið Toshiki Toma skrifar 12. janúar 2015 07:30 Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eru nú að verða á móttöku fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Töluverðar breytingar urðu á lögum um útlendinga síðastliðið vor. Meðal þess sem breyttist er að sérstök kærunefnd útlendingamála sér nú um kærumál flóttafólks og einnig á að stefna að ekki taki lengur en 90 daga að úrskurða í hverju máli. Það er von mín að þessar breytingar reynist jákvæðar fyrir flóttafólk. Mig langar hins vegar að benda á þá staðreynd að það flóttafólk sem kom hingað til lands áður en lögin tóku gildi er í sömu stöðu og áður og nýtur ekki nýjunganna í kerfinu. Meðal þess er fólk sem hefur verið í biðstöðu í um tvö til þrjú ár. Ég þekki til átta sem eru í þeirri stöðu og þar af eru fimm þeirra með mál sín fyrir héraðsdómstóli en öll snúa þau að Dyflinnarreglugerðinni. Dómstóllinn dæmir aðallega um hvort hælisumsóknir hvers og eins þeirra eigi að vera skoðaðar efnislega á Íslandi, eða ekki – en ekki um hvort þeir eigi að fá vernd. Dómar munu falla á næstunni. Ég veit ekki hvernig mál munu ráðast en ég veit að þessi ár sem fólkið bíður hér eru því tilgangslaus. Tvö til þrjú ár eru langur tími í bið ef maður er hvorki án vinnu og getur ekki farið í nám – og getur í raun ekki aðhafst neitt. Sumir hafa svo forsögu annars staðar frá og hafa eytt tíma í öðru landi, jafnvel lengri tíma en á Íslandi. Einn af flóttamönnunum sem hér dvelja eyddi t.d. níu árum í landi þar sem hann hafði sótt um vernd fyrst og annar fimm árum – báðir án þess að geta orðið að venjulegum borgurum. Myndir þú vilja vera í þessum sporum?Bjargræði Eins og sést í hinni nýju stefnu yfirvalda hérlendis efast enginn um mikilvægi þess að umsókn um alþjóðlega vernd skuli verða afgreidd almennilega innan þolanlegs biðtíma. En ef yfirvöld viðurkenna mikilvægi þess, hvernig líta þau þá á manneskjur sem hafa eytt tveimur til þremur árum hér nú þegar og mál þeirra hafa ekki einu sinni verið skoðuð efnislega? Eiga þeir ekki skilið einhvers konar bjargræði miðað við þennan óvenjulega langa biðtíma? Mér skilst að dómstóllinn sé bundinn við lögin, að sjálfsögðu, og réttlæti hans byggist fyrst og fremst á lögfræði. Það er hins vegar mín skoðun að framkvæmdarvaldið geti haft að leiðarljósi mannúðleg sjónarmið. Það þýðir að horfa á manneskjuna sem miðjuna í hverju máli, hina lifandi manneskju. Þá finnst mér eðlilegt að líta á mál þeirra í heild, aðstæður í heimalandi þeirra, margra ára óvissu í fyrsta komulandi og svo biðtíma á Íslandi fremur en fyrst og fremst á Dyflinnarreglugerðina – sem er alls ekki kjarni mála þeirra. Ég vil skora á yfirvöld að skoða mál þeirra með mannúð að leiðarljósi og taka mál þeirra sem um ræðir til efnislegrar meðferðar, óháð hvernig dómar falla í héraðsdómi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun