
Skattur sem eykur atvinnuleysi
Fyrr í vikunni benti hagfræðideild Landsbankans á að þeirri hugmyndafræði, sem á sínum tíma lá að baki atvinnutryggingargjaldinu, sem er hluti skattsins, hefði ekki verið fylgt. Ætlunin hefði verið að gjaldið fylgdi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta. Eftir að atvinnuleysi minnkaði á ný, væri munurinn á hlutfalli atvinnutryggingargjalds og atvinnuleysisprósentu hins vegar mun meiri en fyrir efnahagshrunið.
„Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Þarna liggur hundurinn grafinn; það er sérkennileg þversögn í því fólgin að fjármagna atvinnuleysistryggingar með skatti á launagreiðslur fyrirtækja. Háir launaskattar ýta nefnilega undir atvinnuleysi með því að þeir draga úr hvata fyrirtækja að bæta við sig fólki. Launaskattar koma sérstaklega illa við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í verzlun og þjónustu, þar sem laun eru iðulega hátt hlutfall kostnaðar.
Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að lækkun tryggingargjaldsins um eitt prósentustig gæti skapað fyrirtækjum svigrúm til að skapa allt að 1.700 ný störf. Tekjur ríkissjóðs myndu við slíka breytingu lækka um 7,5 milljarða, en lægra tryggingargjald ríkisins sem launagreiðanda og tekjuskattur þeirra sem þannig yrðu virkir á vinnumarkaði gætu skilað 4,5 milljörðum á móti.
Nettóáhrifin á ríkissjóð til skamms tíma væru þannig þrír milljarðar, en aðgerðin myndi jafnframt hafa þau áhrif að fjárfesting ykist, neyzla færi vaxandi og skuldir yrðu greiddar hraðar niður. Breytingin skapaði því jákvæð áhrif í hagkerfinu yfir lengra tímabil, sem ríkissjóður myndi hagnast á.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að tryggingargjaldið verði lækkað á kjörtímabilinu. Það olli atvinnulífinu vonbrigðum að við það skyldi ekki staðið í fjárlögum þessa árs. Nú er ekki ástæða til að bíða lengur með efndirnar.
Skoðun

Pæling um lokaeinkunnir
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Það birtir alltaf til!
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Toppurinn á ísjakanum
Anna Steinsen skrifar

Nýtt minnisblað um áhrif Hvammsvirkjunar á Þjórsárlaxinn
Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson,Árni Finnsson skrifar

Allt gerist svo hægt
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands?
Örn Karlsson skrifar

Hættuleg orðræða
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Siðferðinu kastað á bálið
Þórarinn Eyfjörð skrifar

Gjaldmiðillinn ásamt forsætis- og fjármálaráðherra þarf að víkja
Vilhelm Jónsson skrifar

Í landi tækifæranna
Inga Sæland skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna?
Jón Árni Vignisson skrifar

Þetta er ekki hjálplegt, Ásgeir
Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig
Lóa Ólafsdóttir skrifar

Taktlaus seðlabankastjóri
Karl Guðlaugsson skrifar

Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Ferðamenn til mestu óþurftar!
Bjarnheiður Hallsdóttir ,Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Málstol aftur í hámæli
Ingunn Högnadóttir skrifar

Guggan lifir enn
Páll Steingrímsson skrifar

„Geðveikir“ starfsmenn
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Clapton er guð
Kristinn Theódórsson skrifar

Staða örykja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“
Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Vilja allir fljúga?
Ólafur St. Arnarsson skrifar

Listin að lifa ekki tilbúnu lífi annarra
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar

Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni
Bjarni Jónsson skrifar

Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun
Margaret J. Filardo skrifar

Dauðarefsing við samkynhneigð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig
Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar