Skattur sem eykur atvinnuleysi Ólafur Stephensen skrifar 8. janúar 2015 07:00 Tryggingargjaldið, skattur sem ríkið leggur á launagreiðslur fyrirtækja, hefur verið til umræðu að undanförnu. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við samkomulag við atvinnulífið um að lækka tryggingargjaldið á nýjan leik þegar atvinnuleysi dvínaði. Fyrr í vikunni benti hagfræðideild Landsbankans á að þeirri hugmyndafræði, sem á sínum tíma lá að baki atvinnutryggingargjaldinu, sem er hluti skattsins, hefði ekki verið fylgt. Ætlunin hefði verið að gjaldið fylgdi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta. Eftir að atvinnuleysi minnkaði á ný, væri munurinn á hlutfalli atvinnutryggingargjalds og atvinnuleysisprósentu hins vegar mun meiri en fyrir efnahagshrunið. „Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þarna liggur hundurinn grafinn; það er sérkennileg þversögn í því fólgin að fjármagna atvinnuleysistryggingar með skatti á launagreiðslur fyrirtækja. Háir launaskattar ýta nefnilega undir atvinnuleysi með því að þeir draga úr hvata fyrirtækja að bæta við sig fólki. Launaskattar koma sérstaklega illa við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í verzlun og þjónustu, þar sem laun eru iðulega hátt hlutfall kostnaðar. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að lækkun tryggingargjaldsins um eitt prósentustig gæti skapað fyrirtækjum svigrúm til að skapa allt að 1.700 ný störf. Tekjur ríkissjóðs myndu við slíka breytingu lækka um 7,5 milljarða, en lægra tryggingargjald ríkisins sem launagreiðanda og tekjuskattur þeirra sem þannig yrðu virkir á vinnumarkaði gætu skilað 4,5 milljörðum á móti. Nettóáhrifin á ríkissjóð til skamms tíma væru þannig þrír milljarðar, en aðgerðin myndi jafnframt hafa þau áhrif að fjárfesting ykist, neyzla færi vaxandi og skuldir yrðu greiddar hraðar niður. Breytingin skapaði því jákvæð áhrif í hagkerfinu yfir lengra tímabil, sem ríkissjóður myndi hagnast á. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að tryggingargjaldið verði lækkað á kjörtímabilinu. Það olli atvinnulífinu vonbrigðum að við það skyldi ekki staðið í fjárlögum þessa árs. Nú er ekki ástæða til að bíða lengur með efndirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingargjaldið, skattur sem ríkið leggur á launagreiðslur fyrirtækja, hefur verið til umræðu að undanförnu. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við samkomulag við atvinnulífið um að lækka tryggingargjaldið á nýjan leik þegar atvinnuleysi dvínaði. Fyrr í vikunni benti hagfræðideild Landsbankans á að þeirri hugmyndafræði, sem á sínum tíma lá að baki atvinnutryggingargjaldinu, sem er hluti skattsins, hefði ekki verið fylgt. Ætlunin hefði verið að gjaldið fylgdi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta. Eftir að atvinnuleysi minnkaði á ný, væri munurinn á hlutfalli atvinnutryggingargjalds og atvinnuleysisprósentu hins vegar mun meiri en fyrir efnahagshrunið. „Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þarna liggur hundurinn grafinn; það er sérkennileg þversögn í því fólgin að fjármagna atvinnuleysistryggingar með skatti á launagreiðslur fyrirtækja. Háir launaskattar ýta nefnilega undir atvinnuleysi með því að þeir draga úr hvata fyrirtækja að bæta við sig fólki. Launaskattar koma sérstaklega illa við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í verzlun og þjónustu, þar sem laun eru iðulega hátt hlutfall kostnaðar. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að lækkun tryggingargjaldsins um eitt prósentustig gæti skapað fyrirtækjum svigrúm til að skapa allt að 1.700 ný störf. Tekjur ríkissjóðs myndu við slíka breytingu lækka um 7,5 milljarða, en lægra tryggingargjald ríkisins sem launagreiðanda og tekjuskattur þeirra sem þannig yrðu virkir á vinnumarkaði gætu skilað 4,5 milljörðum á móti. Nettóáhrifin á ríkissjóð til skamms tíma væru þannig þrír milljarðar, en aðgerðin myndi jafnframt hafa þau áhrif að fjárfesting ykist, neyzla færi vaxandi og skuldir yrðu greiddar hraðar niður. Breytingin skapaði því jákvæð áhrif í hagkerfinu yfir lengra tímabil, sem ríkissjóður myndi hagnast á. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að tryggingargjaldið verði lækkað á kjörtímabilinu. Það olli atvinnulífinu vonbrigðum að við það skyldi ekki staðið í fjárlögum þessa árs. Nú er ekki ástæða til að bíða lengur með efndirnar.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun