Innlent

Skili uppdrætti eða rífi golfhús

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þar sem áður voru háhyrningar eru nú kylfingar að pútta.
Þar sem áður voru háhyrningar eru nú kylfingar að pútta. Fréttablaðið/Vilhelm
Skipulags- og byggingarfulltrúi í Hafnarfirði hefur gefið Hafnarfjarðarbæ og Golfklúbbnum Keili fjögurra vikna frest til að skila inn uppdráttum að golfskemmu í Steinholti eða fjarlægja húsið.

Keilir á 20 prósent í skemmunni og Hafnarfjarðarbær 80 prósent. Húsið var upphaflega byggt 1982 undir háhyrninga Sædýrasafnsins. Í því er nú púttaðstaða og afgreiðsla fyrir starfsemi Keilis.

Réttum uppdráttum að skemmunni hefur aldrei verið skilað inn þrátt fyrir eftirgangsmuni byggingarfulltrúa sem hefur því aldrei gefið út byggingarleyfi og er nú loks búinn að missa þolinmæðina.

„Verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur, 20.000 krónur, frá og með 1. júní 2015,“ segir byggingarfulltrúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×