Sautján ráð til að rústa vorprófunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2015 22:30 Krossar, ritgerðir eða munnlegt það er hægt að fá tíu í þessu öllu. Prófatarnir taka á, sérstaklega ef skemmtanalífið hefur fengið forgang fram yfir námsefni annarinnar. Það er þó óþarfi að bugast, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Vísir rakst á nokkur góð ráð sem ættu að fleyta jafnvel mesta tossanum nógu langt til þess að ná hvaða prófi sem er. 1. Taktu stuttan göngutúr fyrir próf Það hefur verið sýnt fram á að líkamsrækt getur bætt minni og starfsemi heilans. Dr. Chuck Hilman hjá Háskólanum í Illinois stýrði rannsókn sem sýndi fram á að aðeins tuttugu mínútur af hreyfingu fyrir próf stuðlar að bættu gengi.Hér mætti líka nota kaffisúkkulaðibita, sterkan brjóstsykur eða bingókúlur.2. Talaðu upphátt í staðinn fyrir að lesa allt í hljóði Þrátt fyrir að þetta sé ef til vill ekki sniðugt á Þjóðarbókhlöðunni og þér gæti liðið eins og þú sért að missa vitið í prófunum þá er sniðugt að prófa þetta. Það kemur á óvart hversu miklu betur maður man það sem sagt er upphátt. 3. Verðlaunaðu þig Það eru margar leiðir til þess að koma á fót sínu eigin verðlaunakerfi. Til dæmis með þessu gúmmíbangsakerfi:4. Kenndu öðrum það sem þú hefur lært Besta leiðin til þess að átta sig á hvort þú raunverulega skilur það sem þú hefur lært er með því að reyna að kenna öðrum það. Ef þú átt ekki þolinmóðan maka, yngra systkini eða foreldra sem þú getur neytt til að hlusta á þig þá geturðu teiknað broskall á blað, hengt upp á vegg og kennt honum allt sem þú telur þig kunna.5. Búðu til tengingar í huganum Ef þú getur tengt það sem þú ert að læra við eitthvað í huganum þá er það ekki aðeins einfaldari leið til þess að muna upplýsingar heldur er það líka beintengt gáfum og sköpun. Steve Jobs sagði: „Sköpun er bara að tengja saman í höfðinu. Þegar þú spyrð skapandi fólk hvernig það gerði eitthvað þá fær það smá samviskubit því að þau gerðu það í rauninni ekki heldur sáu þau bara eitthvað.“ Mind maps eða hugkort eru auðveld leið til þess að tengja saman hugmyndir með því að búa til myndrænt yfirlit af mismunandi atriðum. Hér geturðu lært meira um hugkort.6. Teiknaðu myndir Skýringarmyndir gera það auðveldara að sjá fyrir sér upplýsingar sem mögulega er erfitt að útskýra með orðum. Þannig skaparðu myndræna minningu í höfðinu sem þú manst eftir í prófinu. 7. Ekki nota skrautskrift ef þú skrifar í tölvu Það er staðreynd að þú ert fljótari að lesa texta með Times New Roman heldur en Brush Script Std eða Wingdings.8. Notaðu forrit sem loka á truflandi vefsíður Fjölmörg forrit geta lokað á truflandi vefsíður eins og Facebook, Twitter eða Nútímann. SelfControl leyfir þér að velja hversu lengi þú vilt loka á síðurnar. Fleiri forrit má finna hér.9. Horfðu á heimildarmynd um efnið Heimildarmyndir eru skemmtileg leið til að þjappa saman miklu af upplýsingum á stuttan tímaramma. Það hjálpar til við að muna aðalatriðin að horfa á mynd auk þess sem þú gætir fengið plús í kladdann fyrir að minnast á auka upplýsingar og að þú hafir horft á mynd um efnið. 10. „Gúgglaðu“ eins og atvinnumaður Það sparar tíma að kunna á leitarvélina Google í prófatíma, þannig geturðu kallað fram þær upplýsingar sem þú þarft á millisekúntu í stað þess að fletta í bók þar sem ekki er hægt að nota ctrl+f. 11. Prófaðu þekkingu þína með spjöldumÚtbúðu spjöld með spurningum á annarri hliðinni og svarinu á hinni hliðinni eða með hugtaki öðru megin og skilgreiningunni hinu megin. Síðan geturðu prófað sjálfan þig með því að þylja upp svar við spurningunni áður en þú kíkir á hina hliðina.12. Taktu reglulega lærdómspásuÞegar heilinn þinn er að vinna jafnmikið og hann gerir í prófatörnum þá verðurðu að gefa honum pásu. Þannig getur hann tekið inn meira af upplýsingum og þú ert einbeittari og áhugasamari við lærdóminn. Rannsóknir hafa sýnt að heilinn getur aðeins tekið inn upplýsingar í klukktíma törnum í senn svo að tíu til fimmtán mínútna pása á klukkustundarfresti getur gert kraftaverk.13. Skiptu um staðReyndu að haga námsgögnunum þannig að þú getir fært það til. Þrátt fyrir að mennirnir séu þrælar vanans þá hjálpar það til við inntöku upplýsinga að skipta um stað þegar þú ert að læra. Vinir gleðja mannsins geð.14. Æfðu þig á gömlum prófumPrófaðu sjálfan þig með gömlum prófum. Flestir kennarar eru skyldugir til þess að veita aðgang að gömlum prófum og það hjálpar gríðarlega mikið að vera búinn að æfa sig á gömlum prófum. Þá hefurðu sett þig í sama hugarástand og þú kemur til með að fara í í prófinu. Auk þess sem kennarar endurnýta námsefni ár frá ári og geta því ekki annað en spurt stundum sömu spurninga og árin áður.15. Ekki vaka nóttina fyrir prófSvefninn er mikilvægur fyrir heilann og hjálpar honum að tileinka sér þær upplýsingar sem þú hefur verið að læra yfir daginn. Andvökunætur gera heilann hægari og þú verður minna skapandi ef þú færð spurningu sem þú hafðir mögulega ekki undirbúið þig nægilega vel fyrir.16. Notaðu ilm og bragð til að munaAð tyggja sama tyggjó á meðan þú lærir og þegar þú ert í prófi hjálpar þér að muna. Það sama gildir um lykt. Spreyjaðu einhverri lykt í lærdómsumhverfi þitt og sömu lyktinni í prófinu. 17. Stofnaðu lærdómshópÞað hjálpar að tala um efnið við nemendur í sama fagi. Þú græðir bæði á þeim sem kunna meira en þú og skýra fyrir þér sinn skilning og líka á þeim sem kunna minna en þú og gefa þér færi á að kenna efnið. Auk þess sem félagsskapurinn gerir námið skemmtilegra. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Prófatarnir taka á, sérstaklega ef skemmtanalífið hefur fengið forgang fram yfir námsefni annarinnar. Það er þó óþarfi að bugast, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Vísir rakst á nokkur góð ráð sem ættu að fleyta jafnvel mesta tossanum nógu langt til þess að ná hvaða prófi sem er. 1. Taktu stuttan göngutúr fyrir próf Það hefur verið sýnt fram á að líkamsrækt getur bætt minni og starfsemi heilans. Dr. Chuck Hilman hjá Háskólanum í Illinois stýrði rannsókn sem sýndi fram á að aðeins tuttugu mínútur af hreyfingu fyrir próf stuðlar að bættu gengi.Hér mætti líka nota kaffisúkkulaðibita, sterkan brjóstsykur eða bingókúlur.2. Talaðu upphátt í staðinn fyrir að lesa allt í hljóði Þrátt fyrir að þetta sé ef til vill ekki sniðugt á Þjóðarbókhlöðunni og þér gæti liðið eins og þú sért að missa vitið í prófunum þá er sniðugt að prófa þetta. Það kemur á óvart hversu miklu betur maður man það sem sagt er upphátt. 3. Verðlaunaðu þig Það eru margar leiðir til þess að koma á fót sínu eigin verðlaunakerfi. Til dæmis með þessu gúmmíbangsakerfi:4. Kenndu öðrum það sem þú hefur lært Besta leiðin til þess að átta sig á hvort þú raunverulega skilur það sem þú hefur lært er með því að reyna að kenna öðrum það. Ef þú átt ekki þolinmóðan maka, yngra systkini eða foreldra sem þú getur neytt til að hlusta á þig þá geturðu teiknað broskall á blað, hengt upp á vegg og kennt honum allt sem þú telur þig kunna.5. Búðu til tengingar í huganum Ef þú getur tengt það sem þú ert að læra við eitthvað í huganum þá er það ekki aðeins einfaldari leið til þess að muna upplýsingar heldur er það líka beintengt gáfum og sköpun. Steve Jobs sagði: „Sköpun er bara að tengja saman í höfðinu. Þegar þú spyrð skapandi fólk hvernig það gerði eitthvað þá fær það smá samviskubit því að þau gerðu það í rauninni ekki heldur sáu þau bara eitthvað.“ Mind maps eða hugkort eru auðveld leið til þess að tengja saman hugmyndir með því að búa til myndrænt yfirlit af mismunandi atriðum. Hér geturðu lært meira um hugkort.6. Teiknaðu myndir Skýringarmyndir gera það auðveldara að sjá fyrir sér upplýsingar sem mögulega er erfitt að útskýra með orðum. Þannig skaparðu myndræna minningu í höfðinu sem þú manst eftir í prófinu. 7. Ekki nota skrautskrift ef þú skrifar í tölvu Það er staðreynd að þú ert fljótari að lesa texta með Times New Roman heldur en Brush Script Std eða Wingdings.8. Notaðu forrit sem loka á truflandi vefsíður Fjölmörg forrit geta lokað á truflandi vefsíður eins og Facebook, Twitter eða Nútímann. SelfControl leyfir þér að velja hversu lengi þú vilt loka á síðurnar. Fleiri forrit má finna hér.9. Horfðu á heimildarmynd um efnið Heimildarmyndir eru skemmtileg leið til að þjappa saman miklu af upplýsingum á stuttan tímaramma. Það hjálpar til við að muna aðalatriðin að horfa á mynd auk þess sem þú gætir fengið plús í kladdann fyrir að minnast á auka upplýsingar og að þú hafir horft á mynd um efnið. 10. „Gúgglaðu“ eins og atvinnumaður Það sparar tíma að kunna á leitarvélina Google í prófatíma, þannig geturðu kallað fram þær upplýsingar sem þú þarft á millisekúntu í stað þess að fletta í bók þar sem ekki er hægt að nota ctrl+f. 11. Prófaðu þekkingu þína með spjöldumÚtbúðu spjöld með spurningum á annarri hliðinni og svarinu á hinni hliðinni eða með hugtaki öðru megin og skilgreiningunni hinu megin. Síðan geturðu prófað sjálfan þig með því að þylja upp svar við spurningunni áður en þú kíkir á hina hliðina.12. Taktu reglulega lærdómspásuÞegar heilinn þinn er að vinna jafnmikið og hann gerir í prófatörnum þá verðurðu að gefa honum pásu. Þannig getur hann tekið inn meira af upplýsingum og þú ert einbeittari og áhugasamari við lærdóminn. Rannsóknir hafa sýnt að heilinn getur aðeins tekið inn upplýsingar í klukktíma törnum í senn svo að tíu til fimmtán mínútna pása á klukkustundarfresti getur gert kraftaverk.13. Skiptu um staðReyndu að haga námsgögnunum þannig að þú getir fært það til. Þrátt fyrir að mennirnir séu þrælar vanans þá hjálpar það til við inntöku upplýsinga að skipta um stað þegar þú ert að læra. Vinir gleðja mannsins geð.14. Æfðu þig á gömlum prófumPrófaðu sjálfan þig með gömlum prófum. Flestir kennarar eru skyldugir til þess að veita aðgang að gömlum prófum og það hjálpar gríðarlega mikið að vera búinn að æfa sig á gömlum prófum. Þá hefurðu sett þig í sama hugarástand og þú kemur til með að fara í í prófinu. Auk þess sem kennarar endurnýta námsefni ár frá ári og geta því ekki annað en spurt stundum sömu spurninga og árin áður.15. Ekki vaka nóttina fyrir prófSvefninn er mikilvægur fyrir heilann og hjálpar honum að tileinka sér þær upplýsingar sem þú hefur verið að læra yfir daginn. Andvökunætur gera heilann hægari og þú verður minna skapandi ef þú færð spurningu sem þú hafðir mögulega ekki undirbúið þig nægilega vel fyrir.16. Notaðu ilm og bragð til að munaAð tyggja sama tyggjó á meðan þú lærir og þegar þú ert í prófi hjálpar þér að muna. Það sama gildir um lykt. Spreyjaðu einhverri lykt í lærdómsumhverfi þitt og sömu lyktinni í prófinu. 17. Stofnaðu lærdómshópÞað hjálpar að tala um efnið við nemendur í sama fagi. Þú græðir bæði á þeim sem kunna meira en þú og skýra fyrir þér sinn skilning og líka á þeim sem kunna minna en þú og gefa þér færi á að kenna efnið. Auk þess sem félagsskapurinn gerir námið skemmtilegra.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira