Uppsöfnuð þörf fyrir fjárfestingu í afþreyingu jón hákon halldórsson skrifar 15. apríl 2015 08:30 Helgi Júlíusson, sjóðsstjóri Það er uppsöfnuð þörf á uppbyggingu á afþreyingu í ferðaþjónustu, að mati Helga Júlíussonar sjóðsstjóra hjá Landsbréfum. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar koma á fund Landsbréfa til að kynna fjárfestingaverkefni. Rétt um tvö ár eru liðin frá því að framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF 1) hóf starfsemi sína. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og á meðal annars hlut í Fákaseli, Ísgöngunum í Langjökli, Hvalasýningunni Whales of Iceland og Borea Adventures. ITF I er um þessar mundir að ljúka samkomulagi um fjárfestingu í verkefni austur í Fljótsdal innan við Egilsstaði sem gengur undir nafninu Óbyggðasetur Íslands. Þar verður sett upp sýning sem fjallar um óbyggðir og líf í jaðri þeirra á fyrri tímum. „Auk sýningarinnar verða í boði bæði lengri og skemmri göngu- og hestaferðir um nágrennið en þess má geta að leiðin upp úr Fljótsdalnum inn á hálendið er einstaklega falleg en fáir þekkja,“ segir Helgi.Hryggjarstykkið í Fákaseli er hestasýning sem fer fram daglega.Fleiri verkefni eru á teikniborðinu. „Við erum þessa dagana að vinna með frumkvöðlum að undirbúningi mjög metnaðarfulls verkefnis sem hugmyndin er að reisa á Hvolsvelli og gengur undir nafninu LAVA. Þetta er eldfjalla- og jarðskjálftasetur og vonandi að það verði að veruleika. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að og erum komin hvað lengst með,“ segir Helgi. ITF I-sjóðurinn hefur nú þegar fjárfest í fjórum verkefnum. Nýlega kom hann að hlutafjáraukningu í ferðaþjónustufyrirtækinu Borea Adventures sem staðsett er á Ísafirði. Það er fyrirtæki sem gerir út á náttúruupplifun í ósnortnu umhverfi og býður aðallega þrenns konar ferðir. Það eru kajakferðir, fjallaskíðaferðir og gönguferðir, einkum í Jökulfjörðunum og á Hornströndum. „Við erum að byggja upp mjög fína aðstöðu í Jökulfjörðum sem mun styðja mjög vel við núverandi starfsemi en jafnframt skapa tækifæri til vöruþróunar,“ segir Helgi, en fyrirtækið er með afnotarétt af gömlu eyðibýli sem heitir Kvíar og nú er verið að byggja upp. Hin þrjú verkefnin sem ITF I hefur fjárfest í eru vel þekkt. Þar ber fyrst að nefna Fákasel, sem er hestatengd ferðaþjónusta í Ölfusi. Hryggjarstykkið í þeirri starfsemi er hestasýning daglega allt árið um kring en að auki er m.a. boðið upp á styttri sýningar og leiðsögn um hesthúsið. Starfsemi þar hófst í janúar 2014. Í öðru lagi er sjóðurinn stærsti hluthafinn í hvalasýningunni Whales of Iceland sem staðsett er á Grandanum í Reykjavík og var opnuð í febrúar. Í þriðja lagi stendur sjóðurinn að gerð Ísganga í Langjökli sem opnuð verða 1. júní. Helgi segist telja að það séu mikil uppbyggingartækifæri fram undan í íslenskri ferðaþjónustu. Mikið hefur áunnist í að dreifa álaginu yfir árið. Dreifingin yfir landið er hins vegar enn mjög ójöfn en í því felast líka tækifæri. „Þess vegna höfum við haft ákveðinn metnað til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfsemi á landsbyggðinni, samanber þessi verkefni á Ísafirði og Austurlandi,“ segir Helgi. Sjóðurinn er núna rétt rúmir tveir milljarðar króna að stærð, en Helgi segir mögulegt að hann verði stækkaður. „Við erum þess fullviss að enn séu mikil tækifæri til fjárfestingar í íslenskri ferðaþjónustu sem við viljum geta nýtt okkur. Við viljum því gjarnan stækka sjóðinn og auka fjárfestingargetu hans og höfum kynnt þær hugmyndir lauslega fyrir hluthöfum í sjóðnum en munum vinna frekar að því verkefni á næstu vikum,“ segir hann. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Það er uppsöfnuð þörf á uppbyggingu á afþreyingu í ferðaþjónustu, að mati Helga Júlíussonar sjóðsstjóra hjá Landsbréfum. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar koma á fund Landsbréfa til að kynna fjárfestingaverkefni. Rétt um tvö ár eru liðin frá því að framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF 1) hóf starfsemi sína. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og á meðal annars hlut í Fákaseli, Ísgöngunum í Langjökli, Hvalasýningunni Whales of Iceland og Borea Adventures. ITF I er um þessar mundir að ljúka samkomulagi um fjárfestingu í verkefni austur í Fljótsdal innan við Egilsstaði sem gengur undir nafninu Óbyggðasetur Íslands. Þar verður sett upp sýning sem fjallar um óbyggðir og líf í jaðri þeirra á fyrri tímum. „Auk sýningarinnar verða í boði bæði lengri og skemmri göngu- og hestaferðir um nágrennið en þess má geta að leiðin upp úr Fljótsdalnum inn á hálendið er einstaklega falleg en fáir þekkja,“ segir Helgi.Hryggjarstykkið í Fákaseli er hestasýning sem fer fram daglega.Fleiri verkefni eru á teikniborðinu. „Við erum þessa dagana að vinna með frumkvöðlum að undirbúningi mjög metnaðarfulls verkefnis sem hugmyndin er að reisa á Hvolsvelli og gengur undir nafninu LAVA. Þetta er eldfjalla- og jarðskjálftasetur og vonandi að það verði að veruleika. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að og erum komin hvað lengst með,“ segir Helgi. ITF I-sjóðurinn hefur nú þegar fjárfest í fjórum verkefnum. Nýlega kom hann að hlutafjáraukningu í ferðaþjónustufyrirtækinu Borea Adventures sem staðsett er á Ísafirði. Það er fyrirtæki sem gerir út á náttúruupplifun í ósnortnu umhverfi og býður aðallega þrenns konar ferðir. Það eru kajakferðir, fjallaskíðaferðir og gönguferðir, einkum í Jökulfjörðunum og á Hornströndum. „Við erum að byggja upp mjög fína aðstöðu í Jökulfjörðum sem mun styðja mjög vel við núverandi starfsemi en jafnframt skapa tækifæri til vöruþróunar,“ segir Helgi, en fyrirtækið er með afnotarétt af gömlu eyðibýli sem heitir Kvíar og nú er verið að byggja upp. Hin þrjú verkefnin sem ITF I hefur fjárfest í eru vel þekkt. Þar ber fyrst að nefna Fákasel, sem er hestatengd ferðaþjónusta í Ölfusi. Hryggjarstykkið í þeirri starfsemi er hestasýning daglega allt árið um kring en að auki er m.a. boðið upp á styttri sýningar og leiðsögn um hesthúsið. Starfsemi þar hófst í janúar 2014. Í öðru lagi er sjóðurinn stærsti hluthafinn í hvalasýningunni Whales of Iceland sem staðsett er á Grandanum í Reykjavík og var opnuð í febrúar. Í þriðja lagi stendur sjóðurinn að gerð Ísganga í Langjökli sem opnuð verða 1. júní. Helgi segist telja að það séu mikil uppbyggingartækifæri fram undan í íslenskri ferðaþjónustu. Mikið hefur áunnist í að dreifa álaginu yfir árið. Dreifingin yfir landið er hins vegar enn mjög ójöfn en í því felast líka tækifæri. „Þess vegna höfum við haft ákveðinn metnað til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfsemi á landsbyggðinni, samanber þessi verkefni á Ísafirði og Austurlandi,“ segir Helgi. Sjóðurinn er núna rétt rúmir tveir milljarðar króna að stærð, en Helgi segir mögulegt að hann verði stækkaður. „Við erum þess fullviss að enn séu mikil tækifæri til fjárfestingar í íslenskri ferðaþjónustu sem við viljum geta nýtt okkur. Við viljum því gjarnan stækka sjóðinn og auka fjárfestingargetu hans og höfum kynnt þær hugmyndir lauslega fyrir hluthöfum í sjóðnum en munum vinna frekar að því verkefni á næstu vikum,“ segir hann.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira