Innlent

Þorskstofninn ekki stærri í þrjátíu ár

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Stofnvísitala þorsks mælist nú sú hæsta frá upphafi rannsókna árið 1985. Hún er nú tvöfalt hærri en árin 2002-2008, en svipuð og hún var árið 2012. Þetta kemur fram í niðurstöðum stofnmælinga Hafrannsóknarstofnunar á botnfiskum á Íslandsmiðum í mars 2015.

Hækkun vísitölunnar má rekja til aukins magns af stórum þorski. Í ár var vísitala allra lengdarflokka stærri en sextíu sentímetrar yfir meðaltali tímabilsins, en minna mældist af fimmtíu til sextíu sentímetra þorski sem rekja má til lélegs árangs frá 2010.



mynd/hafrannsóknarstofnun
Meðalþyngd yngri ýsu yfir meðaltali

Þá hækkaði stofnvísitala ýsu verulega á árunum 2002-2006 í kjölfar góðrar nýliðunar, en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Lengdardreifing ýsunnar sýnir að ýsa minni en 58 sentímetrar er undir meðaltali í fjölda en stærri ýsa er yfir meðaltali. Lengdardreifing og aldursgreiningar benda til að árangurinn frá 2014 sé stór eftir röð sex lítilla árganga.

Meðalþyngd ýsu yngri en sjö ára hefur farið vaxandi undanfarin þrjú ár og er nú yfir meðaltali rannsóknartímans.

Mælingin fór fram í 31. sinn dagana 25. febrúar til 22. mars. Fjögur skip tóku þátt í verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×