Fjölmargir hafa deilt reynslusögum í styttra eða lengra formi, bæði í fyrrnefndum hópi en einnig á Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Forsprakkar verkefnisins eiga það sameiginlegt að hafa glímt við þunglyndi og aðra andlega kvilla samhliða því.
Þær Tara Ösp Tjörvadóttir, Silja Björk Björnsdóttir og Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir hafa allar tjáð sig opinberlega um baráttu sína í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Hvetja þær aðra Íslendinga til að gera slíkt hið sama.
Sem fyrr segir hafa fjölmargir gripið boltann á lofti eins og sjá má hér að neðan:
Hann lýsti þeim vandamálum sem hann hefur glímt við undanfarin ár.
„Við hvetjum fólk til að gerast meðlimir í hópnum og þar af leiðandi að verkefninu, bæði sjúklinga og aðstandendur. Hópurinn á að vera vettvangur jákvæðrar umræðu, tengingar og vaxtar,“ segir í tilkynningu frá hópnum.
Samhliða Facebook-hópnum verður sett af stað Twitter-herferið, PicBadge-herferð og vinnur Tara að ljósmyndaverkefni sem sýna á hundrað andlit þunglyndis.
„Einnig stefnum við á að halda daginn 10.október hátíðlegan, þar sem hann er Alþjóðlegur dagur andlegrar heilsu. Þá ætlum við að hvetja fólk til að tjá sig opinberlega um andlega heilsu sína og ganga í grænum fötum, málstaðnum til stuðnings. Stofnaður verður sérstakur Facebook-event og getur fólk fylgst með umræðunni undir merkinu #égerekkitabú.“