Innlent

Ólöf Nordal komin heim: 96,7 % atkvæða

Snærós Sindradóttir skrifar
Ólöf þegar hún fékk tíðindin
Ólöf þegar hún fékk tíðindin
Ólöf Nordal innanríkisráðherra var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 96,6 prósent atkvæða nú á fimmta tímanum.

Ólöf lét af embættinu á síðasta landsfundi, eða árið 2013 þegar hún tók sér sjálfskipað frí frá stjórnmálum. Bjarni Benediktsson rauf það hlé þegar hann bað hana að taka að sér ráðherrastól í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður, sagði af sér embætti. 

Aðspurð hvaða þýðingu það hefur fyrir hana að vera orðin varaformaður að ný segir Ólöf: „Þetta snýst ekkert um mig í sjálfu sér. Ég vildi bjóða mig fram til að gegna þessu starfi. Ég þekki þetta starf mjög vel og finnst þau sjónarmið sem ég stend fyrir skipta máli núna.

Ertu komin heim? „Já"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×