Forsætisráðherra sér tækifæri í yfirtöku ríksins á Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 21:18 Forsætisráðherra segir það geta falið í sér mikil tækifæri við mótun og endurskipulagningu fjármálakerfisins að ríkið eignist Íslandsbanka. Til greina komi að almenningi verði færður hlutur í bönkunum. Hins vegar þurfi áður eða samhliða að koma á nýju vinnumarkaðslíkan og endurskipuleggja húsnæðiskerfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi meðal annars stöðu bankanna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði berum orðum að þeir stunduðu vaxtaokur. Það væri óeðlilegt og óviðunandi að bankarnir leggðu fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu sem ætlað væri að tryggja að sömu verðmæti og lánuð væru skiluðu sér með eðlilegum vöxtum. Ríkið á nú 98 prósent í Landsbankanum og miklar líkur á að það eignist jafnframt Íslandsbanka við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina að til greina kæmi að almenningur eignaðist um 5 prósenta hlut í bönkunum. „Þetta eru ágætis hugmyndir. Menn hafa aðeins verið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta er ein þeirra leiða sem koma til greinar. Með þessu væri verið að veita eigendum bankanna , almenningi, beinna hald á eignarhaldinu. Það er eitthvað sem er alveg þess virði að skoða,” segir Sigmundur. Forsætisráðherra vill hins vegar setja framtíð bankanna í samhengi við endurskoðun á fjármálakerfi þjóðarinnar, skipulag vinnumarkaðsmála og húsnæðiskerfisins. Innan ríkisstjórnarinnar hafi menn óformlega velt fyrir sér þeirri stöðu sem komin yrði upp þegar og ef ríkið eignaðist Íslandsbanka. „Ef framheldur sem horfir og menn ná að semja um nýtt vinnumarkaðslíkan, ég bind miklar vonir við það en það kemur í ljós fljótlega; ef það gengur og við náum þeim breytingum á húsnæðismarkaðnum sem stefnt er að – þá erum við komin í aðstöðu til að breyta fjármálakerfinu mjög til hins betra,“ segir forsætisráðherra. Ef ríkið eignaðist einnig Íslandsbanka og ætti þar með tvo af stærstu bönkunum væri það komið í betri stöðu til að endurskipuleggja fjármálakerfið. En margt benti til að eignarhald kröfuhafa föllnu bankanna á núverandi viðskiptabönkum hafi þrýst vaxtarstiginu í landinu upp. „Núna þegar þetta breytist og menn klára að gera upp þessi slitabú og ríkið endurmetur stefnu sýna í málefnum bankanna og þar með talið s.k. eigendastefnu sem er lýsing á því hvernig bankar þess eiga að starfa; þá felast vissulega í því mikil tækifæri. Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Forsætisráðherra segir það geta falið í sér mikil tækifæri við mótun og endurskipulagningu fjármálakerfisins að ríkið eignist Íslandsbanka. Til greina komi að almenningi verði færður hlutur í bönkunum. Hins vegar þurfi áður eða samhliða að koma á nýju vinnumarkaðslíkan og endurskipuleggja húsnæðiskerfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi meðal annars stöðu bankanna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði berum orðum að þeir stunduðu vaxtaokur. Það væri óeðlilegt og óviðunandi að bankarnir leggðu fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu sem ætlað væri að tryggja að sömu verðmæti og lánuð væru skiluðu sér með eðlilegum vöxtum. Ríkið á nú 98 prósent í Landsbankanum og miklar líkur á að það eignist jafnframt Íslandsbanka við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina að til greina kæmi að almenningur eignaðist um 5 prósenta hlut í bönkunum. „Þetta eru ágætis hugmyndir. Menn hafa aðeins verið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta er ein þeirra leiða sem koma til greinar. Með þessu væri verið að veita eigendum bankanna , almenningi, beinna hald á eignarhaldinu. Það er eitthvað sem er alveg þess virði að skoða,” segir Sigmundur. Forsætisráðherra vill hins vegar setja framtíð bankanna í samhengi við endurskoðun á fjármálakerfi þjóðarinnar, skipulag vinnumarkaðsmála og húsnæðiskerfisins. Innan ríkisstjórnarinnar hafi menn óformlega velt fyrir sér þeirri stöðu sem komin yrði upp þegar og ef ríkið eignaðist Íslandsbanka. „Ef framheldur sem horfir og menn ná að semja um nýtt vinnumarkaðslíkan, ég bind miklar vonir við það en það kemur í ljós fljótlega; ef það gengur og við náum þeim breytingum á húsnæðismarkaðnum sem stefnt er að – þá erum við komin í aðstöðu til að breyta fjármálakerfinu mjög til hins betra,“ segir forsætisráðherra. Ef ríkið eignaðist einnig Íslandsbanka og ætti þar með tvo af stærstu bönkunum væri það komið í betri stöðu til að endurskipuleggja fjármálakerfið. En margt benti til að eignarhald kröfuhafa föllnu bankanna á núverandi viðskiptabönkum hafi þrýst vaxtarstiginu í landinu upp. „Núna þegar þetta breytist og menn klára að gera upp þessi slitabú og ríkið endurmetur stefnu sýna í málefnum bankanna og þar með talið s.k. eigendastefnu sem er lýsing á því hvernig bankar þess eiga að starfa; þá felast vissulega í því mikil tækifæri.
Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12
Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51