Forsætisráðherra sér tækifæri í yfirtöku ríksins á Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 21:18 Forsætisráðherra segir það geta falið í sér mikil tækifæri við mótun og endurskipulagningu fjármálakerfisins að ríkið eignist Íslandsbanka. Til greina komi að almenningi verði færður hlutur í bönkunum. Hins vegar þurfi áður eða samhliða að koma á nýju vinnumarkaðslíkan og endurskipuleggja húsnæðiskerfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi meðal annars stöðu bankanna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði berum orðum að þeir stunduðu vaxtaokur. Það væri óeðlilegt og óviðunandi að bankarnir leggðu fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu sem ætlað væri að tryggja að sömu verðmæti og lánuð væru skiluðu sér með eðlilegum vöxtum. Ríkið á nú 98 prósent í Landsbankanum og miklar líkur á að það eignist jafnframt Íslandsbanka við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina að til greina kæmi að almenningur eignaðist um 5 prósenta hlut í bönkunum. „Þetta eru ágætis hugmyndir. Menn hafa aðeins verið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta er ein þeirra leiða sem koma til greinar. Með þessu væri verið að veita eigendum bankanna , almenningi, beinna hald á eignarhaldinu. Það er eitthvað sem er alveg þess virði að skoða,” segir Sigmundur. Forsætisráðherra vill hins vegar setja framtíð bankanna í samhengi við endurskoðun á fjármálakerfi þjóðarinnar, skipulag vinnumarkaðsmála og húsnæðiskerfisins. Innan ríkisstjórnarinnar hafi menn óformlega velt fyrir sér þeirri stöðu sem komin yrði upp þegar og ef ríkið eignaðist Íslandsbanka. „Ef framheldur sem horfir og menn ná að semja um nýtt vinnumarkaðslíkan, ég bind miklar vonir við það en það kemur í ljós fljótlega; ef það gengur og við náum þeim breytingum á húsnæðismarkaðnum sem stefnt er að – þá erum við komin í aðstöðu til að breyta fjármálakerfinu mjög til hins betra,“ segir forsætisráðherra. Ef ríkið eignaðist einnig Íslandsbanka og ætti þar með tvo af stærstu bönkunum væri það komið í betri stöðu til að endurskipuleggja fjármálakerfið. En margt benti til að eignarhald kröfuhafa föllnu bankanna á núverandi viðskiptabönkum hafi þrýst vaxtarstiginu í landinu upp. „Núna þegar þetta breytist og menn klára að gera upp þessi slitabú og ríkið endurmetur stefnu sýna í málefnum bankanna og þar með talið s.k. eigendastefnu sem er lýsing á því hvernig bankar þess eiga að starfa; þá felast vissulega í því mikil tækifæri. Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Forsætisráðherra segir það geta falið í sér mikil tækifæri við mótun og endurskipulagningu fjármálakerfisins að ríkið eignist Íslandsbanka. Til greina komi að almenningi verði færður hlutur í bönkunum. Hins vegar þurfi áður eða samhliða að koma á nýju vinnumarkaðslíkan og endurskipuleggja húsnæðiskerfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi meðal annars stöðu bankanna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði berum orðum að þeir stunduðu vaxtaokur. Það væri óeðlilegt og óviðunandi að bankarnir leggðu fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu sem ætlað væri að tryggja að sömu verðmæti og lánuð væru skiluðu sér með eðlilegum vöxtum. Ríkið á nú 98 prósent í Landsbankanum og miklar líkur á að það eignist jafnframt Íslandsbanka við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina að til greina kæmi að almenningur eignaðist um 5 prósenta hlut í bönkunum. „Þetta eru ágætis hugmyndir. Menn hafa aðeins verið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta er ein þeirra leiða sem koma til greinar. Með þessu væri verið að veita eigendum bankanna , almenningi, beinna hald á eignarhaldinu. Það er eitthvað sem er alveg þess virði að skoða,” segir Sigmundur. Forsætisráðherra vill hins vegar setja framtíð bankanna í samhengi við endurskoðun á fjármálakerfi þjóðarinnar, skipulag vinnumarkaðsmála og húsnæðiskerfisins. Innan ríkisstjórnarinnar hafi menn óformlega velt fyrir sér þeirri stöðu sem komin yrði upp þegar og ef ríkið eignaðist Íslandsbanka. „Ef framheldur sem horfir og menn ná að semja um nýtt vinnumarkaðslíkan, ég bind miklar vonir við það en það kemur í ljós fljótlega; ef það gengur og við náum þeim breytingum á húsnæðismarkaðnum sem stefnt er að – þá erum við komin í aðstöðu til að breyta fjármálakerfinu mjög til hins betra,“ segir forsætisráðherra. Ef ríkið eignaðist einnig Íslandsbanka og ætti þar með tvo af stærstu bönkunum væri það komið í betri stöðu til að endurskipuleggja fjármálakerfið. En margt benti til að eignarhald kröfuhafa föllnu bankanna á núverandi viðskiptabönkum hafi þrýst vaxtarstiginu í landinu upp. „Núna þegar þetta breytist og menn klára að gera upp þessi slitabú og ríkið endurmetur stefnu sýna í málefnum bankanna og þar með talið s.k. eigendastefnu sem er lýsing á því hvernig bankar þess eiga að starfa; þá felast vissulega í því mikil tækifæri.
Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12
Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51